Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2013, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 19.12.2013, Qupperneq 31
➜ Hann á ekkert inni hjá mér. Ekkert – annað en það að segja það, sem mér þykir vera satt. Mér þykir þetta vera satt! Ríkisstjórnin er komin í nokkra klípu vegna Evrópumála. Stórkarla- legar yfirlýsingar utan- ríkisráðherra um stöðu aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið urðu þess valdandi að Evrópu- sambandið gat ekki annað en hætt við að greiða íslenskum stofnunum, sveitarfélögum, skólum og fyrirtækjum hátt í 2 millj- arða íslenskra króna af hinum svokölluðu IPA-styrkjum. Þessir peningar hefðu einkum nýst á landsbyggðinni til ýmissa uppbyggingarverkefna á sviði mennta-og byggðamála. Ljóst er að þarna hefði margt vel menntað fólk fengið áhugaverð störf en nú sjá margar þessara stofnana fram á að draga saman seglin og jafn- vel að segja upp fólki. Utanríkisráðherrann hefur einnig verið einkar seinheppinn í samskiptum sínum við Alþingi, samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn- inni og almenning út af Evrópu- málum. Fyrir kosningarnar fóru framsóknar- og sjálfstæðismenn mikinn í yfirlýsingum um að auka ætti lýðræðið og almenn- ingur ætti að sjálfsögðu að fá að kjósa um áframhald viðræðn- anna. Þetta var sett í stjórnar- sáttmálann en svo var allt í einu komið allt annað hljóð í strokk- inn. Ráðherrann ákvað nánast upp á sitt eindæmi að túlka stjórnarsáttmálann þannig að það ætti alls ekki að kjósa um áfram- hald viðræðnanna. Þar að auki fékk hann lagaspekúlanta til að semja fyrir sig greinargerð sem mátti túlka þannig að ráðherrann þyrfti ekki einu sinni að fara að vilja Alþingis í þessu máli! Sem betur fer var ráðherrann gerður afturreka með þá túlkun sína enda forkast- anlegt að framkvæmda- valdið geti einhliða huns- að lýðræðislega ákvörðun æðstu löggjafarsamkomu þjóðarinnar. Enn er ekki ljóst hver verður niður- staða þessa máls en búast má við miklum deilum um það á næstu misserum. Í sterkari stöðu Það hefur líka verið sorglegt að fylgjast með tilburðum ýmissa stjórnarliða, bæði innan þings og utan, við að blása upp makríl- deilu okkar við ESB sem einhvers konar allsherjarsjálfstæðis stríð smáþjóðar við útlenskt vald. Staðreyndin er sú að deilur um makrílveiðar okkar verður að leysa, hvort sem við erum innan eða utan ESB. Reyndar er það skoðun mín að við hefðum verið í mun sterkari stöðu til að ná fram ásættanlegri lausn í þessu máli ef við hefðum verið aðildarríki Evrópusambandsins. Þá hefðum við getað beitt samningatækni- legum aðferðum með því að afla okkur bandamanna í óskyldum málum og þannig náð ásættan- legri lausn í þeim makrílkvóta sem við ættum rétt á. Hvað mikið sem Evrópuand- stæðingar reyna að mála sam- starf okkar við ESB dökkum litum, þá er það staðreynd að við Íslendingar erum á kafi í Evrópusamrunanum. Yfir 80% af utanríkisviðskiptum okkar eru við lönd Evrópusambands- ins, við tökum í hverjum mánuði við fjölda laga og reglugerða frá ESB, rannsóknar- og fræðasam- félag landsins á í mjög öflugu samstarfi við helstu rannsóknar- og háskólastofnanir Evrópu, nán- ast allir leik-, grunn-, framhalds- og háskólar landsins taka af fullum krafti þátt í sameiginlegri menntaáætlun Evrópusambands- ins og EES-samningurinn er viðamesti alþjóðasamningur sem Íslendingar hafa undirgengist. Við skulum ekki láta tímabundn- ar deilur um makríl blinda okkur. Þjóðir Evrópusambandsins eru þær þjóðir sem við munum halda áfram að eiga mest og best sam- skipti við í náinni framtíð. EVRÓPUMÁL Andrés Pétursson formaður Evrópu- samtakanna ➜ Fyrir kosningarnar fóru framsóknar- og sjálfstæðis- menn mikinn í yfi rlýsingum um að auka ætti lýðræðið og almenningur ætti að sjálfsögðu að fá að kjósa um áframhald viðræðnanna. Þetta var sett í stjórnarsátt- málann en svo var allt í einu komið allt annað hljóð í strokkinn. Hágæða Fissler pottasett Varanleg jólagjöf SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt ht.is ÚTSÖLUSTAÐIR: LAUGAVEGI 178. Sími: 568 9955. FIMMTUDAGUR 19. desember 2013 | SKOÐUN | 31 Á kafi í Evrópusamrunanum Útvarpsstjóri, Páll Magnús- son, brást við með sama hætti og forstöðumenn ríkis stofnana eiga að bregð- ast við þegar fjárveitingar eru lækkaðar. Hann dró saman seglin, sagði upp starfsmönnum og ákvað að hætta áður áformuðum útgjaldatilefnum. Lengi má deila um hvort réttu fólki eða röngu var sagt upp störfum. Hvort þessi útvarpsdagskrá eða hin var aflögð. Sjálfur er ég ekki ýkja sáttur við val útvarpsstjóra. Hefði gjarna viljað að Evróvisjón – eitt allra dýrasta dagskrárefni RUV – víki. Dagskrár- efni þar sem vonir eru einna helst bundnar við að íslenska dagskrá- in vinni ekki þar sem vinningur yrði þjóðinni allt of kostnaðar- samur. Nú, eða að dýr þáttur um stjórnandann sjálfan – hann að éta stærsta hamborgara sögunnar eða hann að keyra stærsta flutningabíl vestanhafs eða hann undir stýri á risavöxnum vinnuvélum við akur- yrkju á sléttum Kanada – væri lát- inn víkja; ekki síst þar sem önnur aðalpersóna þáttanna, hundur þáttastjórnandans, var ekki lengur „aktívur“. Sjálfsagt eru fjölmargir landsmenn afskaplega hrifnir af því dagskrárefni, þó ég sé það ekki og því gagnrýni ég ekki útvarpsstjór- ann þó hann láti það ekki víkja. Slíka ber að reka Þeir sem gagnrýnt hafa útvarps- stjórann eru oft sömu einstaklingar og gagnrýnt hafa ríkisforstjóra hvað ákafast fyrir að virða að vett- ugi ákvarðanir fjárveitingavaldsins um niðurskurð í úthlutun rekstrar- fjármuna. Þeir hinir sömu krefjast þess á bloggsíðum, að slíkir ríkis- forstjórar verði reknir! Nú kröfðust sömu ein- staklingar í bloggheim- um þess, að ríkisforstjóri RUV yrði rekinn fyrir að framfylgja ákvörðunum fjárveitingavaldsins um rekstrar- útgjöld þeirrar stofnunar, sem for- stjórinn stýrir. Fjárveitingavaldið – Alþingi Íslendinga – tekur ákvörðun um hvaða fjármunum á að verja til reksturs ríkisstofnana. Forstöðu- mönnum þeirra er skylt að fram- fylgja slíkum ákvörðunum. Þeim ber því skylda til þess að segja upp því starfsfólki og leggja af þá útgjaldaliði, sem ekki er fjárveiting fyrir. Deila má um hvort segja eigi upp Jóni eða Pétri eða hvort eigi að hætta við Evróvisjón eða nætur- fréttatíma, en eftir stendur að ríkis forstjórinn ber ábyrgð á því að fyrir mælum fjárveitingavaldsins sé hlýtt. Geri ríkisforstjóri það ekki er þess nú krafist að hann sé rekinn! Ég þurfti sem forstöðumaður ríkisstofnunar að draga saman útgjöld minnar stofnunar um 50% milli ára. Því fylgdi að segja þurfti upp u.þ.b. helmingi starfsfólks og ganga gegn fyrirheitum, sem stofn- unin hafði gefið fátæku fólki. Sú var ákvörðun fjárveitinga- valdsins. Henni bar mér skylda til þess að hlíta. Sama máli gegnir um útvarpsstjórann, Pál Magnús- son. Hann á ekkert inni hjá mér. Ekkert – annað en það að segja það, sem mér þykir vera satt. Mér þykir þetta vera satt! Útvarpsstjóri kvaddur RÍKISÚTVARPIÐ Sighvatur Björgvinsson fyrrv. ráðherra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.