Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2013, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 19.12.2013, Qupperneq 44
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 44 Laugardaginn 21. desember 2013 verða vetrarsólstöður, nánar tiltekið í Reykjavík samkvæmt Almanaki þjóð- vinafélagsins kl. 17:11. Frá þeirri stundu fer hádegis- sól að hækka dag frá degi. Enn mun þó vetur ríkja því að sinn tíma tekur það sól- ina að verma lofthjúpinn svo að fari að vora. Veður- far á hverjum stað mótast af úthöfum og lofthjúpi sem vinna í sífellu að því að fleyta ofgnótt sólar orkunnar frá miðbaug í átt til pólanna. Fyrirrennari jólahátíðar Mörg þúsund ár, sennilega tugir þúsunda ára, eru síðan menn byrj- uðu að fagna þessum tímamótum í náttúrunnar ríki og halda hátíðir á sumar- og vetrarsólstöðum. Er skemmst frá að segja að jólin tóku á sínum tíma við af hátíð sem upp- runalega var haldin í tilefni vetrar- sólstaða. Inntakið breyttist en auk þess hafa hátíðahöld nútímans orðið viðskila við sjálfar vetrar- sólstöðurnar, daginn sem þær eru. Nú eru bráðum þrír áratugir síðan fyrsta árlega sumarsólstöðu- gangan í Reykjavík og nágrenni var farin. Lítill hópur samherja hefur skipulagt gönguna og reynt að koma á nýrri hefð sem við vonum að haldist og eflist með tímanum. Leiðin var lengi framan af breyti- leg frá einu ári til annars en síðasta áratuginn var gengin sama leiðin nokkur ár í röð, m.a. hringleið um Öskjuhlíð nokkrum sinnum og þrjú undanfarin ár um Viðey. Tilgangur sólstöðugöngunnar er í senn jarð- bundinn og háfleygur. Annars vegar er auðvitað heilsu- samlegt og upplífgandi þegar sól er hæst á lofti að taka þátt í rólegri hópgöngu fólks á öllum aldri, njóta samveru skyldmenna eða kynna við ókunnuga – og þar við bætist fróðleikur leiðsögu- manna um það sem fyrir augu ber á göngunni, fróðleikur um náttúru og sögu. En hins vegar er sólstöðu- göngunni ætlað að vera dálítil stund til að leiða hugann að ráð- gátum tilverunnar og gleðjast yfir lífinu þrátt fyrir strit og erfiðleika, gleðjast yfir því að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í hinu mikla leikriti tilverunnar nokkur ár. Fyrir hundrað árum voru við ekki til og eftir önnur hundrað verðum við ekki til, altént ekki hér! Íhugað á sólstöðumínútu Meginatriði hinnar árlegu sólstöðu hátíðar er sólstöðumínútan sem sólstöðugönguhópurinn hefur nefnt svo, tímamótin tvenn á för jarðar um sólu. Við stöldrum við, sólstöðumínútuna, og íhugum í þögn. Það er eitt sem er magnað við sólstöðumínútuna ef svo mætti segja: hún er á sama tíma um alla jörð! Þetta finnst mörgum augljóst en það er draumur sólstöðuhópsins að fólk víðs vegar um lönd komi sér saman um að fagna sólstöðu- mínútunni, þá samtímis um alla jörð í „meðmælagöngu með lífinu og menningunni“. Nú á vetrarsólstöðum skulum við staldra við andartak og njóta þess að furða okkur á eigin tilveru. Það borgar sig. Sjáumst svo í næstu sumarsólstöðugöngu. NÁTTÚRA Þór Jakobsson veðurfræðingur ➜ Nú á vetrarsólstöðum skulum við staldra við andartak og njóta þess að furða okkur á eigin tilveru. Það borgar sig. Sjáumst svo í næstu sumarsólstöðugöngu. Sólstöðumínútan 17:11, 21. 12. 2013 Kaupmáttur meðaltíma- kaups á Íslandi er lægri en á Spáni, þrátt fyrir að Íslend- ingar séu ríkir af auðlind- um og fái fleiri ferðamenn miðað við höfðatölu. Því veldur óhagkvæmni ein- angraðs íslensks hagkerfis þar sem störf eru varin og mynduð með íhlutun stjórn- málamanna. Íslenskt hagkerfi ein- kennist af stjórnlyndi og ríkissósíalisma, og almenn- ingur virðist halda að hlutverk stjórnmálamanna sé að skapa störf og hagvöxt. Hér eru einkenni að verki sem ég kalla Íslendingaheil- kennið, en mætti líka nefna Þetta- reddast-heilkennið eða frekar Reddið-þessu-heilkennið. Ég ætla að reyna að gera þessu heilkenni skil með þessum pistli. Einkennin Sá sem er haldinn Íslendingaheil- kenninu er með eindæmum skamm- sýnn. Hann aðhyllist ekki langtíma- lausnir, heldur töfralausnir. Hann hugsar oft stórt, en ekki mjög djúpt, og mest í eigin þágu. Hann virðist frjálslyndur gagnvart því hvernig annað fólk lifir sínu lífi, sem er stundum mistúlkað sem umburðar- lyndi eða virðing, en í rauninni er honum sama um annað fólk á meðan það skaðar hann ekki. Hann óttast útlendinga sem geta svipt hann lífs- viðurværi sínu og jafnvel stolið auð- lindum þjóðar hans. Hann vill auka ríkidæmi sitt hratt, til dæmis með því að láta virkja fallvötn og byggja álver sem skapar gervihagvöxt. Fylgifiskur gervihagvaxtar er þó að hann gengur til baka, með til- heyrandi samdrætti, en það stöðvar ekki þann sem er haldinn Íslend- ingaheilkenninu því hann hugsar ekki svo langt. Hann þolir illa við- varanir eða svartsýnisböl, sérstak- lega ef slíkt kemur frá útlendingum. Hann lætur sér ekki segjast, enda væri það „aðför að sjálf- stæðinu“ að fylgja ráðgjöf útlendinga. „Allt sem er íslenskt er gott, sérstak- lega hin blessaða króna sem kemur hagkerfinu til bjargar með sveigjan- leika sínum.“ Þó er krónan í hlekkjum og blóðsýgur íslenskt hagkerfi, þar sem blóðið er í formi vaxta- greiðslna til erlendra lánar- drottna og kröfuhafa. En sá sem er haldinn Íslendingaheilkenninu er eindæma þrjóskur þegar kemur að því sem íslenskt er, enda er hann íslenskari en páfinn. Ef lausnir bjóðast sem fela í sér langtímasamstarf við útlendinga þá er þeim hafnað á þeim forsendum að lausnirnar séu ekki töfralausnir, nema með þeirri und- antekningu að um styrki sé að ræða. „Þetta er líka allt saman útlending- um að kenna. Íslendingar eru svo sjálfstæð þjóð. Þetta reddast.“ Áhrif á samfélagið Íslendinga sem eru veikir af Íslend- ingaheilkenninu er að finna í öllum starfsstéttum á Íslandi, og þeir gegnsýra allt íslenskt samfélag, svo að tala má um faraldur í þessu samhengi. Birtingarmynd þessa er einkum skýrust í fjármálaheimin- um, fjölmiðlum og stjórnmálum. Um það fyrstnefnda þarf ég ekki að fara mörgum orðum, enda þekkja allir þann skaða sem hefur hlotist af Íslendingaheilkenninu á þeim vett- vangi, þó að fæstir kunni góð skil á heilkenninu sjálfu. Íslenskir fjöl- miðlar eru að mestu leyti slúður- fréttamiðlar með það megin- markmið að endursegja hvað fólk sagði í stað þess að greina og skýra hvað gerðist eða mun gerast. Eitt vinsælasta viðfangsefni fjöl- miðlastéttarinnar er fjölmiðla- stéttin sjálf. Hvar annars staðar í heiminum birtast reglulega frétta- tilkynningar um óléttu fjölmiðla- kvenna? Hvar annars staðar í heim- inum getur fólk orðið „frægt“ fyrir ekki merkilegri afrek en að vera fyllibyttur eða dópistar? Lágkúru- legar slúðurfréttir eru vinsælasta efni veffjölmiðlanna og framboðið mætir eftirspurn. Íslendingaheilkennið og grunn- hyggnin ráða ríkjum. Ástandið minnir óþægilega mikið á gamlar zombí-kvikmyndir, með þeirri und- antekningu að zombí-áhrifin eru aðeins innvortis, smitast sennilega ekki við bit, og gætu verið meðfædd. Kjósendur vilja skammtímalausnir Alþingi er helsta vígi Íslendinga- heilkennisins. Þar ræða hugsjóna- lausir stjórnmálamenn skammtíma- lausnir sem eru best fallnar til þess að kaupa atkvæði auðkeyptra kjós- enda. Sem betur fer fyrir stjórn- málamenn þá muna kjósendur ekki langt aftur, og hugsa ekki langt fram í tímann, enda flestir haldnir Íslendingaheilkenninu. En stjórn- málamönnum er refsað fljótt ef þeir finna ekki skammtímalausnir hið fyrsta sem gefa fólki aura í vas- ann, og því eiga stjórnmálamenn með framtíðarsýn ekki upp á pall- borðið hjá kjósendum. Til allrar hamingju fyrir ráð- andi stjórnmálamenn þá hafa þeir þjálfað hæfni sína í að finna fjár- muni og þeir geta jafnvel tekið þá af framtíðarskattgreiðslum, jafnvel þó að óvíst sé að þær muni nokkurn tímann eiga sér stað. Kjósendur hafa engar áhyggjur af því, enda er það þeim ofviða að hugsa svo langt fram í tímann. „Þetta reddast.“ Að svo komnu er Íslendingaheil- kennið einangrað við Ísland sökum legu landsins. Ef þú býrð utan Íslands, þá hef ég þetta að segja: Don‘t panic. Íslendingaheilkennið SAMFÉLAGS- MÁL Árni Richard Árnason stærðfræðingur ➜ Sá sem er haldinn Íslendingaheilkenninu er með eindæmum skammsýnn. 400.000 KR. FERÐAFJÖR NOTAÐRA BÍLA FINNDU BÍLINN ÞINN Á NOTADIR.BRIMBORG.IS Kauptu notaðan bíl af Brimborg og þú átt möguleika á að vinna * GJAFABRÉF FRÁ WOWair Vertu með! FERÐAFJÖRINU ER AÐ LJÚKA! NOTAÐIR BÍLAR Í MIKLU ÚRVALI TÖKUM ALLAR GERÐIR BÍLA UPPÍ! Allir sem kaupa notaðan bíl af Brimborg á tímabilinu 7. nóvember 2013 til og með 20. desember 2013 fara í pott. Einn heppinn vinningshafi verður svo dreginn út 23. desember 2013 og fær hann 400.000 kr. gjafabréf frá WOW air (athugið á ekki við um umboðssölubíla). Skoðaðu úrvalið á NOTADIR.BRIMBORG.IS Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7030 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Notaðir bílar - Brimborg ERUM Í SAMNINGSSTUÐI GERÐU GÓÐ KAUP MIKIÐ AF BÍLUM Á TILBOÐI! DRÖGUM Á ÞORLÁKSMESSU!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.