Fréttablaðið - 19.12.2013, Síða 66

Fréttablaðið - 19.12.2013, Síða 66
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | Listasafn Reykjavíkur og Tríó Reykjavíkur hafa verið í sam- starfi um ókeypis hádegistón- leikaröð á Kjarvalsstöðum síðan 2008 við afar góðar undirtektir. Í hádeginu á morgun kemur Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari fram ásamt Peter Maté píanóleikara og Huldu Björk Garðarsdóttur söng- konu. Á efnisskránni verða verk eftir Mozart, Corelli, Bach og Strauss. Hamingjan kemur fram í hinum glaðlega Mozart, hátíð- leikinn hljómar í Corelli og Bach og hin ægifögru lög Strauss kalla fram hugarró. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Hulda Björk Garðarsdóttir hefur starfað sem söngkona hér á landi og erlendis frá því hún lauk námi árið 1998 frá The Royal Academy of Music í London. Hún hefur komið fram ásamt Sinfóníuhljóm- sveit Íslands, sungið aðalhlut- verk við Norsku óperuna, Malmö- óperuna í Svíþjóð og við Íslensku óperuna þar sem hún var fastráð- in um tíma. Af helstu óperuhlut- verkum hennar má nefna Mimi í La Bohème, Leonoru í IL Trova- tore og Violettu í La Traviata. Hún hefur hlotið Grímu-tilnefningar og hlaut nýverið Íslensku tónlistar- verðlaunin sem söngkona ársins fyrir hlutverk sín sem Mimi og Leonora. Guðný Guðmundsdóttir og Peter Maté eru meðlimir Tríós Reykja- víkur, en tríóið var stofnað árið 1988. Þau starfa bæði við Lista- háskóla Íslands og Tónlistarskól- ann í Reykjavík og halda reglulega tónleika hér heima og erlendis. Tríó Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum Tríó Reykjavíkur verður með hádegistónleika á Kjarvalsstöðum á morgun. Þar syngur Hulda Björk Garðarsdóttir með tríóinu. SÖNGKONAN Hulda Björk Garðarsdóttir syngur verk eftir Mozart, Corelli, Bach og Strauss. Sýning á verkum fjögurra lista- manna, þeirra Harðar Ágústs- sonar, Camillu Løw, Sergio Sister og Þórs Vigfússonar verður opnuð í i8 í dag. Listamennirnir, sem eru af fjórum kynslóðum, fást allir við liti og form í verkum sínum og sækja myndmál sitt í stefnur allt frá konstrúktívisma til naum- hyggju. Verkin á sýningunni, unnin á tímabilinu 1960 og fram til dagsins í dag, eiga öll rætur sínar að rekja til strangflatar- hefðarinnar og búa yfir sams konar formfræðilegri fagur fræði. „Þór Vigfússon er einn af okkar listamönnum og við höfum líka sýnt Hörð áður, enda mjög hrifin af verkum hans,“ segir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, sýningar- stjóri í i8. „Smám saman kom fram sú hugmynd að setja saman sýningu með verkum listamanna af ólíkum kynslóðum sem væru að sækja í sama brunn, módern- ismann og konstrúktívismann, en hafa allir mismunandi nálgun á þá hefð.“ Elstur listamannanna sem verk eiga á sýningunni er Hörður Ágústsson, sem fæddur var 1922 og lést árið 2005. Verk hans á sýningunni eru skissur og teikningar, gerðar á tímabilinu 1955-1975, sem gefa hugmynd um hvernig abstraktlist Harðar þróaðist. Yngsti listamaðurinn er Camilla Løw frá Noregi, fædd 1976. Hún sýnir hangandi skúlptúra úr plexí gleri og viði, lökkuðum í há glans litum. Þór Vigfússon, fæddur 1954, sýnir Þrjú veggverk, hvert þeirra sam- sett úr sex mismunandi lituðum glerplötum sem saman mynda þverröndótt tígullaga form og hanga lóðrétt. Fjórði lista- maðurinn er Sergio Sister frá Brasilíu, fæddur 1948, sem sýnir verk sem unnin eru úr viðar- fjölum sem hann raðar saman svo úr verða lágmyndir sem líkjast vöru kössum eða gluggapóstum. „Sýningin er mjög litrík, enda snúast verk allra listamannanna mikið um liti og form,“ segir Anna Júlía og hvetur listunnendur til að koma við í i8 í jólastressinu og njóta litadýrðar og listar. fridrikab@frettabladid.is Litir og form í fyrir- rúmi á sýningu í i8 i8 sýnir verk fj ögurra listamanna af ólíkum kynslóðum sem allir sækja í brunn konstrúktívisma og naumhyggju en hafa hver um sig sína nálgun á þá hefð. Lista- mennirnir eru Hörður Ágústsson, Camilla Løw, Sergio Sister og Þór Vigfússson. Síðasti upplesturinn á Gljúfra- steini í bili verður á sunnudag- inn, enda fer senn að líða að jólum. Dagskráin er glæsileg og þótt þetta sé síðasti sunnudag- urinn verður hann ekki sá sísti. Upplesturinn hefst klukkan 16 og er aðgangur ókeypis. Skáldin sem lesa á sunnu- daginn eru: Vigdís Grímsdóttir sem les úr Dísusögu, Halldór Armand Ásgeirsson les úr Vince Vaughn í skýjunum, Eva Rún Snorradóttir les úr ljóðabók sinni Heimsendir fylgir okkur alla ævi og Gerður Sif Ingvars- dóttir les úr þýðingu sinni á Drakúla eftir Bram Stoker. - fb Síðasti upplest- ur á aðventu SKÁLD Eva Rún Snorradóttir er ein skáldanna sem lesa í Gljúfrasteini á sunnudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LITSKRÚÐUG SÝNING Verk þeirra Þórs, Camillu og Sergio eru hvert öðru litskrúðugra þótt nálgun listamannanna sé gerólík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.