Fréttablaðið - 19.12.2013, Blaðsíða 2
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
SPURNING DAGSINS
SAMGÖNGUR „Ég er kominn með
sautján ára þreytu á þessu,“ segir
Hrafn Heiðdal Úlfsson, íbúi í Barða-
vogi í Reykjavík.
Hrafn gengur á hverjum morgni
í vinnuna, innan við eins kílómetra
leið. Þá hafa bæjarstarfsmenn iðu-
lega lokið við að moka snjó af gang-
stéttinni. Þegar hann snýr aftur
heim á leið seinna um daginn hefur
snjómoksturstæki mokað snjónum
aftur upp á gangstéttina af götunni
og þarf hann þá að labba á götunni,
sem allir vita að er stórhættulegt.
„Þetta er búin að vera sama
sagan með moksturinn frá því ég
flutti í hverfið fyrir sautján árum.
Ég hef hringt nokkrum sinnum en
hef ekki gert það síðastliðin tvö ár,
ég hef bara gefist upp á þessu. Svo
ofbauð mér þegar ég var að labba
í gærmorgun [þriðjudagsmorgun],“
segir Hrafn, ósáttur við gang mála.
„Þegar ég labbaði klukkan tíu mín-
útur fyrir níu sá ég að það var búið
að moka gangstéttina. Ég hló inni í
mér því ég vissi hvernig þetta yrði
þegar ég labbaði til baka. Svona er
þetta bara ár eftir ár og þetta er á
öllum þessum gangstéttum hérna í
hverfinu hjá okkur.“
Hrafn, sem er á fimmtugsaldri,
segist hafa fengið loðin svör hjá
borgaryfirvöldum þegar hann
hefur óskað eftir að gengið verði
í málið. „Að athuga og skoða, það
er mjög algengt svar,“ segir hann.
„Ég bara skil ekki hvers vegna er
verið að eyða skattpeningunum í
svona bull. Ég vil bara að þetta verði
lagað. Þetta er hluti af mínum skatt-
peningum og ég vil að þetta sé unnið
skikkanlega.“
Hann segir að eldra fólk sem býr
í hverfinu vogi sér ekki út úr húsi
vegna ástandsins. „Það getur ekki
labbað á götunni í hálkunni og ekki
á gangstéttunum því þær eru verri
heldur en áður en það var skafið.
Það eru borgaðar fleiri milljónir
á ári í þennan mokstur, sem er til
einskis.“
freyr@frettabladid.is
Ég bara skil ekki hvers
vegna er verið að eyða
skattpeningunum í svona
bull.
Hrafn Heiðdal Úlfsson.
Jólaþorpið í Hafnarfirði er opið
allar aðventuhelgar kl. 12-17
19. og 20. desember kl. 16-21
Þorláksmessu kl. 16-21
Dagskrá, myndir o.fl.
á Facebook
TVÍVERKNAÐUR VIÐ SNJÓMOKSTUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Barðavogur Árla morguns Síðdegis
Sautján ára þreyta
á snjómokstrinum
Íbúi í Barðavogi í Reykjavík er orðinn langþreyttur á snjómokstrinum í hverfinu
sínu. Snjó er mokað aftur upp á gangstéttina sem hann gengur eftir í vinnuna.
Hann segist hafa fengið loðin svör frá borgaryfirvöldum er hann hefur kvartað.
Berglind, verður fjölskyldan á
hjólum um jólin?
„Það verða vonandi jólahjól.“
Bíll Berglindar Pétursdóttur, textahöfundar
og dansara, bilaði og er ónýtur svo hún óskar
sér nýs bíls í jólagjöf.
HEILBRIGÐISMÁL Lögreglurann-
sókn á máli hjúkrunarfræðings,
sem grunaður er um mistök eða
vanrækslu í starfi sem leiddi til
þess að maður lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans á síðasta ári,
er nú lokið.
Málið er komið á borð ríkis-
saksóknara og mun koma í ljós
á næstunni hvort gefin verði út
ákæra í málinu eða ekki. Það
verður þá í fyrsta skipti sem heil-
brigðisstarfsmaður á Íslandi
er ákærður fyrir manndráp af
gáleysi.
Í Svíþjóð kom upp mál fyrir um
tíu árum þegar hjúkrunarfræð-
ingur var dæmdur sekur í hæsta-
rétti fyrir manndráp af gáleysi.
Ákæran og dómsorðið vöktu sterk
viðbrögð og gagnrýni, meðal ann-
ars vegna þess að bent var á einn
ákveðinn blóraböggul í stað þess
að greina kringumstæður máls-
ins, verklag, skipulag og starfsað-
stæður og fyrirbyggja að mistök
hendi aftur.
Sigríður Gunnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hjúkrunar á Land-
spítalanum, segir starfsmenn
spítalans hafa brugðist hárrétt
við þegar upp kom grunur um
mistök. „Starfsmenn létu vita af
atvikinu og um leið hófst innri
rannsókn hér á spítalanum. Þeirri
rannsókn er lokið og kom í ljós
að samverkandi þættir urðu þess
valdandi að mistök urðu sem við
höfum brugðist við með umbót-
um. Staða hjúkrunarfræðingsins
í málinu er nýr veruleiki fyrir
okkur og gríðarlegt áfall fyrir
alla.“
Sigríður segir svona atburð
breyta lífi allra sem koma að
honum. „Umfram allt hörmum
við að svona hafi farið. Við
höfum verið í góðu sambandi við
aðstandendur og hugur okkar er
hjá þeim.“
Hjúkrunarfræðingurinn sem
um ræðir starfar ekki lengur á
gjörgæsludeild þar sem atvikið
átti sér stað heldur á annarri
deild spítalans. - ebg
Lögreglurannsókn lokið og mál hjúkrunarfræðings komið til ríkissaksóknara:
Grunur um manndráp af gáleysi
Samverk-
andi þættir
urðu þess
valdandi að
mistök urðu.
Sigríður
Gunnarsdóttir,
framkvæmdarstjóri
hjúkrunar á Landspítalanum.
STJÓRNSÝSLA Stjórnsýsluúttektir
Ríkisendurskoðunar á næsta ári
munu aðallega beinast að mála-
flokkum sem falla undir fjögur
stærstu ráðuneytin.
Fyrirhugað er að gera stjórn-
sýsluúttektir á Ferðamálastofu,
Framkvæmdasýslu ríkisins,
sendiráðum, Útlendingastofnun,
sendiráðum Íslands og samninga-
málum ríkisins, að því er fram
kemur í starfsáætlun stjórnsýslu-
sviðs Ríkisendurskoðunar.
Markmiðið með úttektunum
er að kanna meðferð og nýt-
ingu almannafjár, og hvort hag-
kvæmni og skilvirkni sé gætt í
rekstri stofnana og fyrirtækja
ríkisins. - bj
Úttektir næsta árs ákveðnar:
Stærstu ráðu-
neytin skoðuð
VÍSINDI Ný rannsókn á beinum Neanderdalsmanna sem fundust í
Frakklandi bendir sterklega til þess að Neanderdalsmenn hafi grafið
látið fólk.
Vísindamenn hafa lengi verið ósammála um hvort þessir fornmenn
hafi grafið látna vini og ættingja, og bætast niðurstöður þessarar
rannsóknar við aðrar sem sýna svipaðar niðurstöður.
Rannsóknin, sem fjallað eru um á vefnum Science News, sýnir
meðal annars að bein dýra sem fundust á sama stað og bein Neander-
dalsmannanna voru verr farin, sem bendir til þess að bein fornmann-
anna hafi verið grafin í jörð. - bj
Rannsaka Neanderdalsmenn sem voru í Frakklandi:
Rannsókn staðfestir greftrun
GRAFNIR Ástæður þess að fornmenn grófu lík er ekki þekkt, en bæði praktískar og
trúarlegar ástæður gætu hafa legið þar að baki. NORDICPHOTOS/AFP
STJÓRNMÁL Fjárlaganefnd Alþingis
hefur hafnað því að bæta inn í fjár-
lagafrumvarpið heimild til að afsala
borginni hluta Reykjavíkurflugvall-
ar og kemur því í veg fyrir að landið
verði tekið undir íbúabyggð.
Borgaryfirvöld eru þegar komin
vel á veg með að skipuleggja nýtt
íbúðahverfi á svæðinu sem þau
kalla nýja Skerjafjörð. Byggt er á
samkomulagi sem gert var skömmu
fyrir síðustu þingkosningar um að
ríkið selji borginni umrætt land.
Vegna mistaka í fjármálaráðu-
neyti gleymdist að setja inn í fjár-
lagafrumvarpið endurnýjaða heim-
ild fyrir næsta ár. Samkvæmt
heimildum fréttastofu lögðu
embættismenn í fjármálaráðuneyt-
inu til við fjárlaganefnd að þetta
yrði lagfært og Reykjavíkurborg
fengi hluta eða allt það land ríkis-
ins við flugvöllinn sem er fyrir utan
flugvallargirðingu. Stjórnarmeiri-
hlutinn í fjárlaganefnd hafnaði hins
vegar þessari tillögu þar sem ekki
sé meirihlutastuðningur á Alþingi
fyrir því að selja landið. - kmu
Stjórnarmeirihluti fjárlaganefndar vill ekki selja land undir íbúabyggð:
Borgin fær ekki flugvallarland
NÝI SKERJAFJÖRÐUR Borgin er að
skipuleggja 600-800 íbúðir á suð-
vesturenda litlu flugbrautarinnar en nú
virðast áform um byggingu í uppnámi.
SAMGÖNGUR Skúli Mogensen, for-
stjóri WOW Air, sakar rekstrar-
aðila Keflavíkurflugvallar, Isavia,
um að draga taum Icelandair í
úthlutun á afgreiðslutímum.
WOW Air kærði Isavia til Sam-
keppniseftirlitsins og í úrskurði
eftirlitsins kemur skýrt fram að
Isavia beri að úthluta afgreiðslu-
tímum jafnt. Isavia áfrýjaði mál-
inu og segir Skúli að ef málið tefj-
ist mikið lengur muni félagið ekki
geta hafið flug til Norður-Ameríku
eins og tilkynnt hefur verið. - jjk
WOW Air ósátt við Isavia:
Ójöfn úthlutun
hamlar flugi
KJARAMÁL Ekki er ljóst hvenær
desemberuppbót til atvinnulausra
verður greidd.
Að sögn Gissur-
ar Péturssonar,
forstjóra Vinnu-
málastofnunar,
er stefnt að því
að það verði
fyrir jól.
„Félagsmála-
ráðherra gefur
út reglugerð
um greiðslu
þessarar desemberuppbótar og
þegar hún er komin í hús vindum
við okkur í verkið. Hún var ekki
komin þegar við hættum í dag [í
gær],“ sagði Gissur. - fb / sjá síðu 6
Atvinnulausir fá jólauppbót:
Greiða á út á
næstu dögum
GISSUR
PÉTURSSON