Fréttablaðið - 19.12.2013, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 19.12.2013, Blaðsíða 68
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 56 TÓNLIST ★★★★ ★ Kristinn Árnason: Transfiguratio Geisladiskur ÚTG. 12 TÓNAR Ég þekki nokkra íslenska gítarleik- ara og þeir eru allir frekar ljúfir náungar. Tala lágt, fara jafnvel með veggjum. Gítarinn er líka lágstemmt hljóðfæri þegar hann er órafmagn- aður. Tónleikar með klassískri gítar- tónlist eru ekki fyrir fólk með skerta heyrn. Áheyrendur þurfa nánast að liggja á hleri allan tímann. Þessi hógværð verður stundum að skapleysi. Sumir geisladiskar með klassískri gítartónlist eru óttaleg ládeyða. Það verður ekki sagt um nýjan geisladisk Kristins Árnason- ar. Persóna hans sjálfs virkar vissu- lega dálítið til baka þegar hann er uppi á sviði á tónleikum. Það hef ég oft upplifað. En spilamennskan er það síður en svo. Hún er litrík, snörp og tilfinningaþrungin. Þetta er auðheyrt á nýja diskin- um. Tónlistin er úr ýmsum áttum, hún er ekki bara spænsk eins og oft vill verða með svona diska. Jú, þarna er tónlist eftir Mudarra, Albeniz, Pujol og Granados. En líka eftir þýska lútumeistarann Silvius Leopoldus Weiss og ungverska gít- arsnillinginn Johann Kaspar Mertz. Svo er verkið Haustljóð eftir Áskel Másson á diskinum. Túlkun Kristins er ávallt sann- færandi. Spænska tónlistin er skemmtilega dillandi, sú ungverska full af glæsimennsku, hin þýska heillandi alvörugefin. Tæknilega séð er leikurinn afar fagmannlegur. Hann er skýr og óheftur. Hver tónn er mótaður af einstakri nostursemi. Verk Áskels er frábært, mögu- leikar gítarsins eru nýttir mun betur en í mörgum öðrum íslensk- um gítartónsmíðum. Tónmálið er íhugult en skapmikið, framvinda tónlistarinnar frjálsleg. Það er líkt og Kristinn leiki hana af fingrum fram. Hún fæðist á akkúrat ÞESSU augnabliki – þannig er tilfinningin. Kápa geisladisksins er snilld. Hún var hönnuð af Jóni Einari Hjartar- syni. Kápan sýnir mismunandi hluta gítarsins í fallegum litaandstæðum. Það er svo girnilegt að mann langar mest til að borða geisladiskinn. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Lífleg tónlist flutt af aðdáunarverðri fagmennsku. Fullt af glæsimennsku Upphaflega hafði Illugi í hyggju að rannsaka slysin og skrifa um þau grein en eftir að hafa grúskað í þessum málum áttaði hann sig á því að grein myndi ekki gera þeim nægilega góð skil, svo úr varð þessi bók. Bókin skiptist í frásagnir bæði um hörmuleg banaslys og einnig aðrar sem enda betur þar sem hluta af áhöfn eða jafnvel allri er bjargað á hetjulegan hátt. Viðtökurnar við bókinni hafa verið góðar, og von- ast Illugi til að hún nái að kveikja áhuga á þessum málum, því sagan sé merkileg og mikilvægt að hún gleymist ekki. „Ég fann heimildirnar fyrir bók- ina í bókum og blöðum. Það er eng- inn enn á lífi sem lifði þessa atburði svo ég þurfti að reiða mig á ritaðar heimildir. Höfundar á borð við mig munu aldrei ná að þakka vefsíðunni timarit.is nógsamlega fyrir allar heimildirnar sem hún hefur gert aðgengilegar.“ Illugi segir að þetta heimilda- grúsk hafi verið erfitt á tímabili vegna þess hve átakanlegar frá- sagnirnar eru sem hann þurfti að kafa í. „Það sem mér fannst erf- iðast var að horfast í augu við glannaskapinn sem fólk sýndi bæði eigin örlögum og annarra. Útgerðarmennirnir sýndu lífi sjómanna oft á tíðum átakan- legt skeytingarleysi, en sægreif- arnir í þá daga voru engin lömb að leika sér við, ekki frekar en núna. Eitt dæmið í bókinni segir frá því þegar skipshöfn er bjargað frá bana af öðrum báti en skipstjóri björgunarbátsins er skammaður fyrir vikið. „Þessi tiltekni skipstjóri fékk skömm í hattinn frá útgerðinni fyrir að eyða tíma í björgunar- starf þegar hann átti að vera að sinna sinni vinnu. Munurinn frá því á þessum tíma og núna er hins vegar sá að í dag eru bæði sjómenn og útgerð - armenn ti l stakrar fyrir- myndar hvað öryggismál- in varðar en það var allt annað uppi á teningnum á þessum tíma. Þessir sjómenn, forfeður okkar, voru að takast á við fárviðri í opnum bátum við hörmulegar aðstæður. Einhvern veginn var ætlast til þess að menn þyldu það og litu á það sem eðlilegan hlut hve tvísýnt væri þegar á sjóinn væri farið, hvort þeir myndu eiga þaðan aft- urkvæmt. Þeir voru syrgðir sem drukknuðu, en ekkert sérstaklega hugað að líðan aðstandenda, engin áfallahjálp eða sálusorgarar eins og í dag.“ Á þessum tíma fórust allt að því hundruð manna í óveðrum á ári hverju, og dæmi voru um að 20 manna áhöfn hyrfi sporlaust á hafi og aldrei hafi spurst til þeirra. „Sjómennskan var sá atvinnu- vegur sem blasti við mönnum, hún hjálpaði þeim að sjá fyrir sér og sínum. Sjávarút- vegurinn var mjög arð- bær þá eins og nú, en það var sorglega lítið gert í öryggismálum. Þessar sögur segi ég og skrifa í læsi- legum stíl svo bókin sé aðgengileg sem flestum sem hafa áhuga á að kynna sér þessi mál. Það gnísti þó stundum í tönn- um að skrifa um allra sorglegustu atburðina.“ Júlía Margrét Einarsdóttir Sorglegustu atburðirnir tóku á Í bók sinni Háski í hafi reifar Illugi Jökulsson sögu sjóslysa á Íslandi. ILLUGI JÖKULSSON reifar sögu sjó- manna sem stör- fuðu við erfiðar aðstæður. Hallgrímskirkja mun fyllast af hlýlegum djasstónum annað kvöld en þá verða haldnir þar jólatónleikar á vegum Listvina- félags Hallgrímskirkju og þýska sendiráðsins. Þeir Markus Burg- er og Jan von Klewist munu flytja þekkta kirkjusálma eftir tónskáldin Johann Sebastian Bach, Marthin Luther og Fried- rich Händel í bland við hefð- bundin þýsk jólalög, en flutning- urinn verður listrænn díalógur á milli píanós og saxófóns. Með tónleikunum vill þýska sendiráðið sýna Rauða krossin- um og Slysavarnafélaginu Lands- björg sérstakt þakklæti fyrir aðstoð við þýska ferðamenn á Íslandi í gegnum tíðina. Enginn aðgangseyrir verður á tónleikana en gestum verður boðið að leggja fram frjáls framlög til styrktar hjálparsamtökunum. Félagarnir Markus og Jan gáfu út sína fyrstu plötu árið 1990 en síðan þá hafa þeir gefið út þrjár aðrar plötur. Á plötum sínum spila þeir einkum barokktónlist með því að beita hefðbundinni spunalist, en þeir munu einnig beita spunalistinni við flutning- inn á jólatónleikunum. Markus og Jan eru um þessar mundir á ferðalagi um heiminn í tilefni af 500 ára afmæli siðaskiptanna. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og er aðgangur ókeypis. je Þýskur djass í Hallgrímskirkju Þýskir djasstónlistarmenn fl ytja kirkjusálma og jólalög til styrktar Rauða kross- inum og Landsbjörg í Hallgrímskirkju annað kvöld á vegum þýska sendiráðsins. HALLGRÍMSKIRKJA Tónleikarnir eru á vegum Listvinafélags kirkjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.