Fréttablaðið - 19.12.2013, Síða 32
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 32
Tómas Guðmundsson skrif-
aði eitt sinn að landslag yrði
lítils virði ef það héti ekki
neitt. Gildir kannski það
sama ef fólk hefur ekki
frelsi til að njóta þess?
Nokkuð hefur verið rætt
innan ferðaþjónustunnar
og ferðaklúbbsins 4x4, hve
markvisst hefur verið unnið
að því að skerða ferðafrelsi
á Íslandi. Ferðafólk er dreg-
ið í dilka eftir ferðamáta,
sumt þykir tilhlýðilegt og
annað ekki. Hesturinn hefur verið
nefndur „þarfasti þjónninn“, og
það hefur þótt göfugt í seinni tíð að
fara sem mest um á „tveimur jafn
fljótum“. Þegar „sjálfrennireiðin“
og önnur vélknúin farartæki komu
fyrst til landsins hófust nýir tímar,
leitað var nýrra leiða við að komast
milli byggðra bóla.
Síðar var farið að gera akhæfa
vegi, til að komast á milli staða á
fljótlegri máta en ríðandi eða gang-
andi og Íslendingar hófu að sækja
inn á hálendið á jeppum og trukk-
um. Leitað var leiða sem farartækj-
um þessum væru færar, og byrj-
að að gera ófærur færar. Þeir sem
stunduðu þessar ferðir voru hetjur
hálendisins, og enn í dag förum við
þessar leiðir. Sumar hafa verið lag-
færðar til muna og eru mikið eknar,
aðrar minna. Þessir vegslóðar eru
hluti af menningu okkar og sögu og
mega ekki glatast.
Gríðarleg þróun
Ferðamennska á vélknúnum far-
artækjum hefur þróast gríðarlega
og á aðra vegu en í öðrum löndum.
Ísland er jú strjálbýlt og við eigum
gríðarleg víðerni, við höfum þróað
og smíðað sérhönnuð farartæki til
ferðalaga um landið á öllum
árstíðum. Þetta eru svo-
kallaðir „ofurjeppar“, sér-
breyttir jeppar til aksturs
á stórum dekkjum, þannig
að hleypa megi lofti úr –
mýkja til aksturs á vondum
vegum og vegleysum, og
mýkja enn meira í til að aka
á snjó. Þetta eru farartækin sem
flytja okkur hraðar og öruggar um
vegi og vegleysur en þekkist annars
staðar, enda eru íslenskar aðstæð-
ur einstakar. Ekki hafa aðeins verið
þróuð farartæki, heldur hefur orðið
til þekking og reynsla til ferðalaga
allt árið.
Það er svo mikill munur á ferða-
mennsku Íslendinga og erlendra
gesta sem aka um landið án leið-
sagnar eða handleiðslu fagmanna,
að tímabært er að gera þar grein-
armun á. Markvisst er unnið að því
að fjölga erlendum ferðamönnum á
Íslandi, - ómarkvisst er unnið að því
að taka á móti þeim og stýra hegð-
un þeirra. Víða er Ísland selt sem
haftalaust til ferðalaga: leigðu 4x4
bíl og þú mátt aka nánast hvar sem
þú vilt. Það sýnir sig að upplýsinga-
gjöf yfirvalda til erlendra ferða-
manna er í molum, á meðan t.a.m.
ferðaklúbburinn 4x4 hefur haldið
uppi þrotlausum áróðri gegn utan-
vegaakstri og komið að stikun vand-
farinna leiða og uppgræðslu rof-
svæða. Á sama tíma fara erlendir
ferðamenn um landið og hafa litlar
sem engar upplýsingar um landið og
viðkvæma náttúru þess. Þar er oft
hengdur bakari fyrir smið.
Tilfærsla peninga á milli
knýjandi verkefna er ekki
öfundsvert hlutskipti. Því
fylgir oft að vandanum er
ekki bara skotið á frest,
heldur fluttur hreppaflutn-
ingum. Þessi lenska hefur
líka tíðkast innan heilbrigð-
iskerfisins.
Verkefnin og þörfin
gufa ekki endilega upp þó
þjónustan sé ekki lengur
til staðar eða seglin rifuð.
Þegar dregið er saman í
heilsugæslu, heimilislækn-
um fækkar eða heil héruð verða
læknislaus er leitað annað.
Þetta annað er yfirleitt Landspít-
ali. Þess vegna þarf dýran og óhag-
kvæman flugvöll í túnfæti hans.
Á Landspítala eru allar dyr opnar.
Alltaf og fyrir alla.
En nú bregður svo við að færri
fást til að standa þar vaktina.
Læknar skila sér ekki í lausar stöð-
ur og lausum stöðum fjölgar enn ef
fram heldur sem horfir.
Þannig bítur einn í annars skott.
Læknaskortur á hvorum tveggja
vígstöðvum og spírallinn spinnur
niður. Þjónustu hrakar og álag á
starfsfólk eykst. Heilsuvandi sem
auðveldlega mætti leysa heima í
héraði og hjá heimilislækni flyst á
Landspítala. Í dýrari úrræði. Miklu
dýrari. Raunkostnaður þjóðfélags-
ins eykst. Allir tapa. Mest þeir sem
þurfa á þessari þjónustu að
halda og veikastir eru. Þetta
hafa meira að segja svokall-
aðir excel-sérfræðingar
bent á í skýrslum sem liggja
í skúffum á æðstu stöðum.
Það er umhugsunarvert
að enn skuli áformað að
draga úr fjárveitingum til
Heilsugæslu höfuðborg-
arsvæðisins. Hver verð-
ur afleiðing þess að draga
saman fjárveitingar sem
nemur rekstri einnar heilsu-
gæslustöðvar? Á að loka á
Seltjarnarnesi, í Garðabæ eða Mos-
fellsbæ eða jafnvel í Kópavogi?
Verður það kannski í efra Breið-
holti?
Þingmenn standi
með stefnumótun
Ábyrgð alþingismanna lýkur ekki
við debet- og kreditfærslu ríkis-
reiknings. Þeir verða að velja.
Standa með stefnumótun sinni.
Líka þeirri sem snýr að heilsu-
gæslunni. Á höfuðborgarsvæðinu
og úti á landi. Koma með ábyrga
langtímastefnu. Spurt er, hvar á að
hagræða? Verður það bara fyrir-
buramóttaka heilsugæslunnar sem
víkur eða bætist þar í hóp þjónusta
við börn með þroskavanda og hegð-
unarmisfellur? Dregið úr framlög-
um til framhaldsnáms lækna næstu
kynslóða sem vilja mennta sig hér
heima? Hvert leita foreldrar með
fyrirburana sína? Hverjir kenna
ungum læknum sem vilja mennta
sig í heimilis- eða héraðslækning-
um? Er bara betra að það sé í Sví-
þjóð og þeir hverfi af íslenskum
vinnumarkaði í 4 til 6 ár? Hvernig á
heilsugæsla að þróast, breytast og
bæta þjónustu á næstu árum?
Frumheilsugæsla er viðkvæm
þjónusta. Hún er hagkvæm. Vel
skipulögð léttir hún á öðrum og
dýrari úrræðum. Þetta er þjónusta
sem er þjóðhagslega mikilvæg. Hún
er öryggisnet fyrir íbúa og hluti af
þjónustu sem hvert bæjarfélag ætti
að standa vörð um. Líka kjörnir full-
trúar í bæjarstjórnun á höfuðborg-
arsvæðinu. Hver er afstaða þeirra?
Að þetta sé ekki þeirra ársreikning-
ur – ekki þeirra höfuðverkur? Íbúar
geti leitað annað?
Tilfærsla fjárveitinga frá heilsu-
gæslu léttir ekki á heldur eykur
vanda annars staðar í kerfinu. Bítur
þá sem síst skyldi.
Í þriggja dálka aðalfyrir-
sögn á forsíðu Fréttablaðs-
ins mánudaginn 9. des-
ember var sagt frá því að
erlendir háskólanemar á
Íslandi kostuðu 500 millj-
ónir. Í fréttinni sjálfri var
sagt að 1.152 útlendir nem-
endur stunduðu nám við
Háskóla Íslands í vetur.
Þeir lykju 8% af námsein-
ingum við stofnunina, og
8% af „kennslufjárveitingum“ til
Háskólans næmu 500 milljónum.
Lög heimiluðu aðeins 75.000 króna
innritunargjöld af hverjum nem-
anda svo að reikna má út að eitthvað
rúmlega 400 milljónir vanti upp á að
útlendu nemendurnir stæðu undir
kostnaði.
Góðir og sterkir nemendur
Tveir starfsmenn Háskólans tjá
sig um þetta í fréttinni og mæla
þessum útgjöldum nokkra bót. For-
stöðumaður skrifstofu alþjóðasam-
skipta við stofnunina segir að við
fáum góða og sterka nemendur sem
auðgi Háskólann og gott orðspor
hans fari víða. Framkvæmdastjóri
reksturs og fjármála bendir á að
Íslendingar stundi nám víðs vegar
um heiminn án þess að greiða kostn-
að af því. Þetta eru góðar röksemd-
ir, samt er nærtækast að lesa frétt-
ina svo að einhver sé að telja
þetta eftir. Því finnst mér
ástæða til að fara nánar
ofan í málið.
Ástæðum þess að útlend-
ir stúdentar sækjast eftir
námi í íslenskum háskóla
má skipta í tvennt. Annars
vegar gera þeir það af því
að þeir vilja afla sér þekk-
ingar á sérkennilegum
verðmætum sem Ísland
og Íslendingar hafa að bjóða. Ekki
svo að skilja að Íslendingar búi yfir
eitthvað merkari verðmætum en
íbúar annarra landa, allir hafa eitt-
hvað sérstætt að bjóða, og hjá okkur
eru það einkum íslenskar fornbók-
menntir og íslensk náttúra. Það er
beinlínis hlutverk okkar í heimin-
um að miðla þessum verðmætum til
annars fólks, og það er okkar gróði.
Ekki bara tekjurnar
Ég er ekki að tala um tekjur af
ferðamönnum, þótt ég þykist vita
að sú þekking sem Háskóli Íslands
veitir útlendingum á bókmennt-
um og náttúru landsins skili okkur
meira en 500 milljónum á ári. Ég er
að tala um lífsnautn okkar sjálfra,
heilbrigt stolt og ánægju af að geta
lagt eitthvað fram til að gera heim-
inn auðugri og skemmtilegri en ella.
Hins vegar koma hingað á síð-
ustu árum margir háskólanemar
til að nema fræði sem eru öllum
menntuðum hluta heimsins sam-
eiginleg, í heilbrigðisvísindum,
verkfræði, raunvísindum, félags-
vísindum. Ekki veit ég hvers vegna
í ósköpunum þeir koma. En ég er
sannfærður um að það sé ómetan-
legt fyrir okkur, eins smá og við
erum í heiminum, að eignast út
um allan heim fólk með sérfræði-
þekkingu á ólíkum sviðum sem
hefur raunveruleg kynni af Íslandi
og finnst jafnvel að það eigi því
þakkarskuld að gjalda. Við erum
að stríða við að halda uppi tækni-
væddu menningarsamfélagi, ótrú-
lega fá og með tungumál sem nán-
ast engir aðrir skilja. Við erum
óhjákvæmilega í einangrunarhættu
og þurfum því umfram flest annað
að eiga tengsl við umheiminn.
En erum við ekki í fjárþröng,
Íslendingar? Alls ekki, hér eru
nógir peningar ef við bara leigjum
á eðlilegu verði réttinn til að veiða
fiskinn í lögsögu okkar.
Öryrkjar hafa orðið fyrir
mikilli kaupmáttarskerðingu
á krepputímanum samkvæmt
athugun sem Talnakönnun
gerði fyrir Öryrkjabandalag
Íslands. Samkvæmt könnun-
inni hækkaði launavísitalan
um 23,5% á tímabilinu 2009-
2013 og neysluverð hækkaði
um 20,5% á sama tímabili en
meðaltekjur öryrkja (allar
tekjur, fjármagnstekjur með-
taldar) hækkuðu aðeins um
4,1% á sama tímabili( tekjur
eftir skatta). Verðbólga var
á tímabilinu 20,5%. Kaupmáttar-
skerðing er því mjög mikil.
Talnakönnun athugaði einnig
breytingu bóta, verðlags og launa á
tímabilinu 2008-2013. Þá kom eftir-
farandi í ljós: Lágmarkslaun hækk-
uðu á þessu tímabili um 54,3% en
lífeyrir einhleypra öryrkja hækk-
aði á sama tímabili aðeins um 29%.
Lífeyrir sambúðarfólks hækkaði
um 29,7%.
Kjaraskerðing aldraðra
Þessar tölur eru mjög í
samræmi við þá útreikn-
inga, sem kjaranefnd
Félags eldri borgara í
Reykjavík hefur gert.
Við höfum að vísu ein-
ungis reiknað út breyt-
ingar á lágmarks-
launum og breytingu
tryggingabóta aldraðra
á tímabilinu 2009-2013.
En samkvæmt okkar
útreikningum hafa lág-
markslaun hækkað um
40% á þessu tímabili en lífeyrir
einhleypra eldri borgara, sem ein-
göngu hafa tekjur frá TR, hefur
hækkað um 17% á sama tímabili.
Kjaragliðnunin er því mjög mikil
hvort sem miðað er við tímabilið
2008-2013 eða tímabilið 2009-2013.
Laun hafa hækkað mikið meira en
bætur aldraðra og öryrkja á þess-
um tímabilum. Báðir stjórnar-
flokkarnir lýstu því yfir fyrir þing-
kosningar sl. vor, að leiðrétta ætti
þessa kjaragliðnun og það ætti að
leiðrétta hana strax.
Vildu leiðrétta nú þegar
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
2013 var eftirfarandi samþykkt:
Ellilífeyrir sé leiðréttur strax til
samanburðar við þær hækkan-
ir, sem orðið hafa á lægstu laun-
um síðan í ársbyrjun 2009. Hér
er engin tæpitunga töluð. Það á að
leiðrétta kjaragliðnunina strax.
Nú eru hæg heimatökin hjá Sjálf-
stæðisflokknum í þessu efni, þar
eð flokkurinn er með fjármála-
ráðherrann, Bjarna Benediktsson,
sem jafnframt er formaður Sjálf-
stæðisflokksins. Hann getur haft
forgöngu um það, að staðið verði
við samþykkt landsfundar Sjálf-
stæðisflokksins og kjaragliðnun-
in leiðrétt strax á haustþinginu. Á
flokksþingi Framsóknarflokksins
var eftirfarandi samþykkt fyrir
kosningar: Lífeyrir aldraðra og
öryrkja verði hækkaður vegna
kjaraskerðingar þeirra (og kjaragl-
iðnunar) á krepputímanum.
Fyrstu skref máttleysisleg
Því miður voru fyrstu skref ríkis-
stjórnarinnar í því efni að leiðrétta
kjör aldraðra og öryrkja ansi mátt-
leysisleg. Ríkisstjórnin ákvað að
leiðrétta aðeins lítillega kjör þeirra
lífeyrisþega, sem best voru settir
en skildi hina eftir, sem höfðu verst
kjörin. Þeir lífeyrisþegar, sem
misstu grunnlífeyrinn 2009, fengu
hann aftur. Og þeir sem sættu
skerðingu á frítekjumarki 2009
vegna atvinnutekna (lækkun úr
110 þús. á mán. í 40 þús) fengu leið-
réttingu á frítekjumarkinu. Þess-
ir hópar voru sæmilega vel settir.
Þeir, sem misstu grunnlífeyrinn og
fengu hann aftur á sumarþinginu,
eru með nokkuð góðar lífeyris-
sjóðstekjur. Og þeir, sem eru á
vinnumarkaðnum, fá aukatekjur
af atvinnutekjum og eru því betur
settir en þeir, sem geta ekki unnið.
Kjaranefnd Félags eldri borgara
styður það samt, að þessir hópar
fái leiðréttingu á sínum kjörum en
kjaranefndin vildi að þeir sem eru
illa staddir fengju leiðréttingu á
sínum kjörum um leið. Þar er um
að ræða 28.000 lífeyrisþega, sem
sættu kjaraskerðingu 2009 vegna
þess að tekjutryggingin var skert;
skerðingarhlutfall hækkað úr
38,35% í 45%. Þessi hópur átti að
fá leiðréttingu á sumarþinginu um
leið og hinir. En það var ekki gert.
Væntanlega fær þessi hópur leið-
réttingu strax á haustþingi. Það má
ekki dragast lengur.
➜ Ég er að tala um lífsnautn
okkar sjálfra, heilbrigt stolt og
ánægju af að geta lagt eitthvað
fram til að gera heiminn auð-
ugri og skemmtilegri en ella.
➜ Kjaragliðnunin er því
mjög mikil hvort sem miðað
er við tímabilið 2008-2013
eða 2009-2013. Laun hafa
hækkað mikið meira en
bætur aldraðra og öryrkja.
➜ Ferðafólk er
dregið í dilka eftir
ferðamáta.
➜ Það er umhugsunarvert að
enn skuli áformað að draga úr
fjárveitingum til Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins. Hver
verður afl eiðing þess að draga
saman fjárveitingar sem
nemur rekstri einnar heilsu-
gæslustöðvar?
Mikil kaupmáttarskerðing öryrkja í kreppunni
KJARAMÁL
Björgvin
Guðmundsson
formaður kjarane-
fndar Félags eldri
borgara
Erlendir nemar: Happafengur
MENNTUN
Gunnar Karlsson
prófessor emeritus
Af skornum skammti
HEILBRIGÐISMÁL
Reynir
Arngrímsson
varaformaður
Læknafélags Rey-
kjavíkur
Ferðafrelsi? II. hluti
FERÐAÞJÓNUSTA
Þorvarður Ingi
Þorbjörnsson.
fj allabílstjóri og
leiðsögumaður
EKKI SKAFA
SKÍTINN
Rain-X verndar bílinn gegn frosti og tjöru
Rain-X sparar tíma við að skafa
Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti
Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu
www.lodur.is - Sími 544 4540