Fréttablaðið - 19.12.2013, Side 4
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
ÖRYGGISMÁL Starfsmenn Tollstjóra
og Geislavarna ríkisins hafa á þessu
ári gert upptæka allmarga leysi-
benda sem eru margfalt aflmeiri en
almenn notkun réttlætir. Þeir sem
reyna að koma slíkum tækjum inn
til landsins eru oft unglingar.
Þorgeir Sigurðsson, fagstjóri hjá
Geislavörnum, segir að leysi bendar
sem eru ætlaðir til almennra nota
hafi geislun sem er undir einu
millivatti (mW). Sérstakt leyfi
fyrir sterkari bendum fær venju-
lega aðeins fagfólk til sértækra
nota, enda getur leysir sem er afl-
meiri en eitt mW valdið sjónskaða
á augnabliki.
Að sögn Þorgeirs er styrkur afl-
mesta leysibendisins sem reynt
hefur verið að koma inn í landið
5.000 mW [5W] og var tækið
stöðvað í tolli. Slíkt tæki er stór-
hættulegt, enda þarf aðeins endur-
kastið af geisla af styrk yfir 500
mW til að valda augnskaða, auk
hættu á bruna á húð og íkveikju-
hættu.
Spurður hverjir það séu helst
sem sækjast eftir því að eignast
leysibenda sem eru svo öflugir
segir Þorgeir það í langflestum til-
fellum vera stráka og stelpur undir
18 ára aldri sem hafa aðgang að
greiðslukorti.
Á vefsíðu, þaðan sem margir
af vinsælustu leysunum koma, er
algengt að styrkur þeirra sé 100-
2000 mW. Þeir eru hins vegar
ekki merktir framleiðanda og eru
oft mun öflugri en þeir eru gefnir
upp fyrir að vera. Þorgeir minnir
á að þegar hefur notkun þessara
tækja valdið fólki skaða hér á landi.
Augnlæknar fengu 13 ára gamlan
dreng til meðferðar á Landspítala í
maí með alvarlegan skaða á báðum
augum af völdum leysibendis sem
var langt undir 100 mW. Dæmin eru
fleiri um augnskaða, en önnur alvar-
leg dæmi eru þar sem börn hafa
gert sér það að leik að beina öflug-
um geisla að ökumönnum flugvéla
og bifreiða. svavar@frettabladid.is
1 af hverjum tíu Íslendingum, rétt rúmlega, notuðu
ljósabekki þegar notkun þeirra
var könnuð nú í ágúst.
Einhverjum þætti það mikið en
kannski ekki ef litið er aftur til
janúarmánaðar árið 2004.
Þá var hlutfallið 30% aðspurðra sem
„fóru reglulega í ljós“.
Einar Stefánsson, prófessor og yfirlæknir augndeildar Land-
spítala, annaðist drenginn sem hlaut augnskaðann í vor en
er ekki heimilt að gefa upplýsingar um líðan hans í dag.
„Hins vegar get ég sagt að almennt séð valda svona brunar
varanlegum skaða. Sem betur fer get ég ekki sagt að þetta sé
algengt en maður sér á almannafæri oft græna geisla dansa á
húsum. Það eru því allmargir guttar sem eru með svona tæki
undir höndum,“ segir Einar en vill ekkert fullyrða um hvort
mikið sé af tækjum sem hafa ógnarstyrk eins og þeir sem
hafa verið gerðir upptækir.
Hann segir að kannski sé alvarlegast að börn og unglingar líti á tækin
sem leikföng, þegar ekkert gæti verið fjær sanni. „Í því felst hættan, og
þetta er sami hópurinn og er að leika sér með flugelda í kringum áramót,
oft með skelfilegum afleiðingum. Þetta verða foreldrar og aðrir að hafa
hugfast.“
Einar segir að leysibendir sem er 5.000 mW sé án nokkurs vafa stór-
hættulegt tæki og tekur dæmi. „Tækin sem við notum í lækningum til að
brenna í augað eru nokkur hundruð millivött. Þannig að tækin sem verið
er að smygla hingað eru 10 til 20 sinnum aflmeiri en það sem við notum í
lækningaskyni,“ segir Einar.
Margfalt aflmeiri en lækningatækin
Leysibendar sem brenna og
blinda stoppaðir í tollinum
Brögð eru að því að reynt sé að flytja til landsins leysibenda sem eru þúsundfalt aflmeiri en almenn notkun
réttlætir. Þeir aflmestu brenna húð og valda sjónskaða á augnabliki. 13 ára drengur slasaðist alvarlega í vor.
LEYSIBENDAR Líta sakleysislega út en tækin geta valdið stórskaða, t.d. sjónskaða
á augnabliki.
EINAR
STEFÁNSSON
Samgöngur: Geisli sem
beint er aðeins augnablik
í augu fl ug- eða ökumanns
getur orsakað stórslys.
Augu: Geisli sem er upp
að 5mW er talinn að
mestu skaðlaus, nema
horft sé beint í hann. Yfi r
50 mW ógnar geislinn sjón
alvarlega. Ef geislinn er
500 mW eða sterkari þá
veldur hann sjónskaða án
undantekninga.
Húð: 200-300 mW geisli
veldur óþægindum í húð.
Geisli yfi r 500 mW veldur
bruna á húð.
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Laugardagur
5-10 m/s en hvassara á Vestfj örðum.
HVASSVIÐRI víðast hvar í dag með mikilli úrkomu um norðan- og austanvert landið
en veðrið gengur niður síðdegis norðaustantil. Ágætt veður í fyrstu á morgun einkum
fyrir norðan en næsta lægð kemur síðdegis með hvassri austanátt og úrkomu syðra.
-1°
10
m/s
0°
10
m/s
0°
8
m/s
3°
18
m/s
Á morgun
Vaxandi A-átt með úrkomu síðdegis.
Gildistími korta er um hádegi
0°
0°
0°
-2°
-6°
Alicante
Basel
Berlín
18°
6°
7°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
7°
8°
5°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
6°
6°
21°
London
Mallorca
New York
11°
18°
6°
Orlando
Ósló
París
22°
3°
10°
San Francisco
Stokkhólmur
14°
2°
-2°
12
m/s
3°
18
m/s
2°
10
m/s
4°
12
m/s
-2°
12
m/s
0°
11
m/s
-6°
0
m/s
2°
-1°
1°
-2°
-3°
BRUSSEL, AP Evrópskir fjármála-
ráðherrar eru nálægt samkomu-
lagi sem eykur líkur á sameigin-
legu regluverki Evrópulanda um
fjármálafyrirtæki.
Tilgangurinn er að auka tiltrú
á bönkum, auka aðhald gagnvart
þeim og koma í veg fyrir að þeir geti
ógnað efnahag heilu landanna, líkt
og gerðist í bankahruninu hér.
Fjárhagsvandræði margra
Evrópulanda eru rakin til þess
að þau hafi þurft að hlaupa undir
bagga með bönkum sínum.
Ráðherrar frá evrulöndunum
sautján funduðu stíft í Brussel í gær
áður en rætt var við kollega utan
hópsins. Jeroen Dijsselbloem, fjár-
málaráðherra Hollands og leiðtogi
evruhópsins, segir ráðherrana hafa
lagt mikið á sig í leit að leiðum til
að fjármagna aðgerðir til stuðnings
bönkum sem standi höllum fæti.
Deilt hefur verið um hvort fjár-
magna eigi aðgerðir með skattfé.
Þjóðverjar telja að bankarnir eigi
sjálfir að annast þessar greiðslur.
- fb
Evrópskir fjármálaráðherrar nálgast samkomulag í tengslum við bankana:
Styttist í evrópskar bankareglur
RÆÐA MÁLIN Jeroen Dijsselbloem,
fjármálaráðherra Hollands (til hægri),
ræðir við Margrethe Vestager, fjármála-
ráðherra Danmerkur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ATVINNUMÁL Íslenski sjávar-
klasinn (ÍS) hefur vakið athygli
utan landsteinanna en í byrjun
mánaðarins heimsótti stór
hópur fólks frá sveitarfélögum
á Norður löndunum hús Sjávar-
klasans. Þar fékk hópurinn kynn-
ingu á starfsemi ÍS og verkefnum
innan hans.
Fólkið starfar við atvinnu-
þróun víða um Norðurlönd og
var hér á landi í samvinnu við
Reykjavíkur borg. Koma þess er
í tengslum við verkefni sænska
ráðgjafafyrirtækisins Tendensor
um stjórnun aðdráttarafls fyrir
hæfileika og hæfni fyrir minni
borgir og sveitarfélög. - shá
Hópur heimsótti hús ÍS:
Sjávarklasinn
vekur athygli
JÓL Þrátt fyrir að margir hafi þann
háttinn á að senda jólakveðjur á
rafrænan hátt,
til dæmis með
tölvupósti eða
í gegnum sam-
félagsmiðla,
hefur ekki dreg-
ið úr fjölda jóla-
korta sem send
eru með pósti.
Þ et t a seg i r
Brynjar Smári
Rúnarsson,
markaðsstjóri Póstsins.
„Við áætlum að við munum
koma um 2,5 milljónum jólakorta
til skila í ár, sem er mjög svipað
og verið hefur síðustu ár.“
Brynjar segir að vissulega hafi
almennar bréfasendingar með
pósti dregist verulega saman
síðustu árin, en svo virðist þó
vera að jólakortahefðin muni lifa
enn um sinn. - þj
2,5 milljónir korta sendar:
Jólakort halda
sínum hlut
BRYNJAR SMÁRI
RÚNARSSON
SAMGÖNGUR Strætisvagn á
vesturleið á milli Húsavíkur
og Akureyrar fór út af á norð-
austurvegi í gær, rétt við gatna-
mótin við hringveginn.
Fjórir farþegar voru í vagn-
inum en enginn slasaðist og var
þeim komið til Akureyrar. Ekki
urðu fleiri ferðir á þessari leið í
gær enda hált á þessum slóðum
og talið að vindhviða hafi feykt
vagninum af veginum. Óvíst er
um skemmdir á vagninum.
- ebg
Áætlunarferðir röskuðust:
Strætó fór út af
í hálku og roki