Fréttablaðið - 19.12.2013, Side 30
19. desember 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Í síðustu viku var í fyrsta skipti úthlutað
úr nýjum hönnunarsjóði íslenska ríkis-
ins. Fyrir á bæli eru ýmsir aðrir gagnlegir
sjóðir t.d. rannsóknarsjóður í sjávarútvegi,
framleiðnisjóður landbúnaðarins, byggða-
sjóður og atvinnuþróunarsjóðir, en þetta er
fyrsti hönnunarsjóðurinn.
Hönnunarsjóður veitir styrki til verk-
efna á sviði hönnunar og arkitektúrs;
m.a. þróunar og rannsókna, verkefna og
markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Sjóður-
inn veitir að hámarki 5 milljónir króna til
hvers verkefnis og aldrei meira en 50%
kostnaðaráætlunar. Styrkþegar fjármagna
því verkefnin að stærstum hluta með
öðrum hætti. Hæsti styrkur sjóðsins í ár er
3,8 milljónir, en meðalupphæð styrkja er
1-2 milljónir króna.
Þegar umsóknarfrestur rann út höfðu
rúmlega 200 umsóknir borist um 400
milljónir króna, eða tífalda þá upphæð sem
til skipta var. Þessi mikli áhugi hönnunar-
geirans er ánægjuleg staðfesting á þörf
og mikilvægi sjóðsins. Með þennan fjölda
góðra umsókna var sjóðsstjórn vandi á
höndum. Ásamt samhentu og metnaðar-
fullu starfi starfsmanna Hönnunarmið-
stöðvar Íslands tókst að þrengja valið. Það
segir sig sjálft að mörg verðug verkefni
urðu útundan. Þeim til huggunar er ein-
ungis sú staðfesta stjórnar að sjóðurinn fái
framhaldslíf og eflist síðan með hverju ári
sem líður. Von um framsýni þingmanna við
fjárlagagerð skaðar ekki heldur.
Meðal verkefna sem hljóta styrki í ár eru
nýjar fatalínur eldri og leiðandi, sem og
ungra og upprennandi fatahönnuða. Nokk-
ur fatahönnunarfyrirtæki hljóta styrki til
markaðssetningar erlendis. Það gera líka
vöru- og húsgagnahönnuðir og er um að
ræða mikilvæga fjárfestingu í starfsemi
fjölmargra fyrirtækja. Einnig hljóta verk-
efni á sviði grafískrar hönnunar og arki-
tektúrs styrki ásamt þróunarverkefnum í
leirkerahönnun, skartgripahönnun og text-
ílhönnun. Þá hljóta fimm rannsóknar- og
söguskráningarverkefni einnig styrki.
Styrkirnir dreifast jafnt til ungra
hönnuða, sem eru að stíga sín fyrstu skref,
og þeirra reyndari sem hyggja á land-
vinninga. Hvort tveggja er mikilvægt fyrir
fjölbreytni og heilbrigði í íslensku atvinnu-
lífi.
Nú var 42 milljónum dreift á 49 einstak-
linga og fyrirtæki. Það er þunnt smurt, en
ef framlegð og ávöxtun verður í átt að því
sem kom fram á síðum Fréttablaðsins um
nýsköpunarsjóði fyrir skömmu gæti upp-
skera ríkisinss orðið rúmlega 420 milljónir
eftir 10 ár.
Það er ágætis viðbit fyrir komandi kyn-
slóðir.
Þeir fi ska sem róa
HÖNNUN
Ólafur
Mathiesen
formaður stjórnar
Hönnunarsjóðs
„MJÖG FÍN OG
ÁHUGAVERÐ BÓK SEM ÉG
MÆLI MEÐ FYRIR ALLA.“
HARPA MJÖLL REYNISDÓTTIR, DV
Rökrétt hjá ESB
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra
og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir
rökrétt hjá ESB að hafa hætt við að
greiða Íslendingum IPA-styrki, þetta
kom fram í fréttum RÚV í gær. Bjarni
sagði að ekki mætti draga of miklar
ályktanir af þessari ákvörðun ESB og
kvaðst ráðherrann ekki gera neinar
sérstakar athugasemdir við ákvörð-
unina nema þá að fyrirvarinn hefði
verið heldur skammur. Þetta eru hóf-
stilltari viðbrögð en hjá Gunnari Braga
Sveinssyni utanríkisráðherra. Hann
brást ókvæða við þessari ákvörðun ESB
og sagði hana koma sér í opna skjöldu
og vinnubrögðin forkastanleg. Þrátt
fyrir að hann hefði sjálfur tilkynnt
ESB í sumar að hlé yrði gert á aðildar-
viðræðum og hafa á síðasta kjörtíma-
bili kallað styrkina mútur.
Ekki sáttur við desemberuppbót
Karl Garðarsson, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, er ekki ýkja glaður
með þá ákvörðun Alþingis að greiða
atvinnulausum desemberuppbót.
Þingamaðurinn sagði við upphaf þing-
fundar í gær að allir vildu að atvinnu-
lausir hefðu það gott eins og aðrir
landsmenn um jólin. Það hljóti hins
vegar að þurfa að setja spurningar-
merki við að fara þá leið að greiða
desemberuppbót ekki síst vegna eðlis
hennar. Desemberuppbót sé
hugsuð sem uppbót
fyrir unnin störf og
því verði að spyrja af
hverju hún sé látin ná
yfir atvinnuleitendur.
Elín gleðst
„Ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða
atvinnuleitendum desemberuppbót.
Nú er hægt að halda gleðileg jól. Ég er
stolt af mínu fólki,“ bloggar Elín Hirst,
þingkona Sjálfstæðisflokksins. Þá lýsir
hún mikilli ánægju með að sérstakt
áhugamál hennar og fleiri um að fatl-
aðir fái endurgreiddan virðisaukaskatt
af íþróttatækjum er í höfn. „Þetta
eru oftast rándýr tæki sem þarf að
hanna sérstaklega til dæmis skíði fyrir
lamaða og svo framvegis, en reynast
afar vel og gera fólki kleift að njóta
gæða lífsins. Það er nú bæði inn í
fjáraukalögum fyrir 2013 og fjár-
lögum 2014 en hafði áður verið
fellt út úr fjárlögum líklega í
kringum árið 2010, en eng-
inn skilur af hverju,“ segir
Elín. johanna@frettabladid.is
S
igurður Pálmi Sigurbjörnsson kaupmaður skrifaði
athyglisverða grein í Fréttablaðið í gær. Hann vísaði
þar til viðtals við Andrés Magnússon, framkvæmda-
stjóra Samtaka verzlunar og þjónustu, í fréttum RÚV
þar sem fjallað var um dræma sölu á fatnaði fyrir jólin.
Sigurður Pálmi gefur ekki mikið fyrir þær útskýringar
Andrésar að háum tollum,
verzlunarferðum Íslendinga og
aukinni netverzlun sé um að
kenna. Hann bendir á að þegar
sem bezt gekk hjá fataverzlun-
inni hafi Íslendingar ekki
síður verið duglegir að fara í
verzlunarferðir og getað keypt
inn á mun hagstæðara gengi en
nú. Ofan á vörur keyptar á netinu bætist sendingarkostnaður,
tollar og virðisaukaskattur, rétt eins og á vörur sem kaupmenn
flytji inn. Tollar og virðisaukaskattur hafi lítið breytzt frá því í
góðærinu.
Kaupmaðurinn í Sports Direct segir að verzlunin verði að
líta í eigin barm: „Það liggur fyrir að íslensk verslun er óhag-
kvæm, hún kaupir inn á háu verði vegna smæðar og fjarlægðar
við meginlandið og hefur offjárfest gríðarlega í verslunarhús-
næði. Íslensk verslun notar til dæmis tæplega þrisvar sinnum
meira verslunarhúsnæði en breskir kollegar. Og fjármagnið
til að borga eitt hæsta leiguverð í Evrópu kemur beint úr vasa
neytenda.“
Það er heilmikið til í þessari gagnrýni – frá kaupmanni sem
hefur stuðlað að lækkun vöruverðs í sínum geira. Í skýrslu
McKinsey um hvernig mætti efla hagvöxt á Íslandi kom fram
að ein leiðin til að efla framleiðni í íslenzkri verzlun væri að
lækka tolla, en íslenzk verzlun væri líka langt á eftir nágranna-
löndunum hvað varðaði framleiðni bæði vinnuafls og verzlunar-
rýmis. Með öðrum orðum vinna of margir í búðum á Íslandi
og þær eru í of stóru húsnæði. Það getur enginn lagað nema
verzlunarfyrirtækin sjálf.
Andrés Magnússon sagði í áðurnefndu sjónvarpsviðtali að
stjórnvöld bæru mesta ábyrgð á stöðunni. „Þau hafa í hendi sér
að ná þessum viðskiptum heim,“ sagði hann. En það er ekkert
endilega hlutverk stjórnvalda að „ná viðskiptunum heim“.
Íslenzk verzlun má alveg hafa dálitla útlenda samkeppni til að
halda henni á tánum.
SVÞ hafa réttilega lagt mikla áherzlu á að draga úr tollvernd
og öðrum hindrunum í vegi innflutnings búvara, til þess að
landbúnaðurinn fái aukna samkeppni og neytendur njóti lægra
verðs sem af henni hlýzt. En svo kvarta þau þegar nefnd um
eflingu póstverzlunar leggur til að sendingar sem kosta minna
en 2.000 krónur verði undanþegnar aðflutningsgjöldum. Kaup-
menn þiggja með öðrum orðum tollverndina þegar hún er í boði.
Þetta mál er ekki svart og hvítt. Auðvitað þarf íslenzk verzlun
að búa við hagstætt tollaumhverfi. En það er rétt hjá Sigurði
Pálma að verzlunin þarf að vera sveigjanlegri til að geta
brugðizt við nýrri samkeppni á borð við alþjóðlega netverzlun.
Það dugir ekki að ákalla bara stjórnvöld sér til hjálpar.
Verzlunarfyrirtækin þurfa að líta í eigin barm:
Að ná við-
skiptunum heim
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is