Fréttablaðið - 19.12.2013, Side 86
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING |
Í ár er fimmti desembermánuður-
inn þar sem ég skrifa pistil fyrir
Fréttablaðið um kynlíf og jóla-
gjafir. Ég hef farið um víðan völl
í þeim málum og gjarnan reynt að
stýra lesendum í gegnum þessa
verslun og byggt bæði á minni
reynslu og faglegri þekkingu. Ég
hef talað gegn því að gefa nærfatn-
að í jólagjöf því slík gjöf endur-
speglar oftar langanir þess sem
gefur frekar en þess sem þiggur.
Það má vel vera skemmtileg gjöf
að gefa, og jafnvel þiggja, en að
mínu mati á einhverjum öðrum
árstíma, við annað tilefni. Sama
má segja um kynlífstæki. Það
getur verið vandasamt verk að
velja slík tól og því vissara að gefa
það sem tækifærisgjöf (mögulega
að morgni aðfangadags í einrúmi).
Ég er hrifin af gjöfum sem
stuðla að afslöppun og vellíðan
eins og gjafabréf í nudd eða ein-
hverja aðra upplifun, jafnvel ávís-
un á stefnumót. Hér vísa ég í hina
sígildu inneignarmiða sem mér
þykja vera góð og hugulsöm gjöf.
Ég er kannski ögn væmin en
ég er einnig hrifin af skírskotun í
innileika sambandsins í gegnum
tónlist eða myndaalbúm. Jólagjaf-
irnar sem mér þykir hvað vænst
um fást því ekki í næstu verslun
nema að hluta til. Hér má endi-
lega gefa ímyndunaraflinu lausann
tauminn og setja markið hátt.
Þessar hugleiðingar hafa leitt
mig um nokkrar verslanir þar sem
ég plokka út smáhluti sem ég tíni
svo saman í gjöf handa mínum
heittelskaða. Stundum hefði verið
skynsamlegra að kaupa bara eina
stóra gjöf, það sem hann hafði
beðið mig um og virkilega langað í,
en ekki bláu skyrtuna sem minnti
mig á fyrsta ferðalagið okkar en
var ekkert sérlega klæðileg. Ég er
að reyna að tóna mig niður í tákn-
rænu gjafavali og vera skynsam-
legri, kaupa frekar út frá prak-
tík, en þó í bland við hugulsemi.
Reyndar ber að taka fram að við
gefum hvort öðru mjög magran
fjárhagsramma fyrir jólagjafir
svo úrvalið þrengist enn frekar við
það. Er ég velti þessu fyrir mér
þá rann það upp fyrir mér að ég
vildi gefa honum gjöf sem uppfyllti
mín skilyrði en var þó innan fjár-
hagsrammans. Ég gaf honum geit,
verkfæri, og kassa af smokkum
sem hann svo gaf til einstaklinga
í mismunandi löndum í Afríku í
gegnum Hjálparstarf kirkjunnar
og Unicef.
Eiginmanninn vantar nefnilega
ekkert nema kannski meiri tíma
með fjölskyldunni. Ætli það sé ekki
samnefnari með okkur flestum um
jólin. Það eina sem við virðumst
aldrei eiga nóg af er tími svo það
gæti verið verðmætasta jólagjöfin
Fyrir afganginn getur þú svo glatt
einhvern hinum megin á hnett-
inum.
KYNLÍF TAKTU ÞÁTT!
Sendu Siggu Dögg póst og
segðu henni frá vandamáli
úr bólinu. Lausnin gæti
birst í Fréttablaðinu.
kynlif@frettabladid.is
Ekki gefa kynlífstæki í jólagjöf
„Þetta var hálfgerð kraftaverka-
stund, þetta var virkilega hátíð-
legt,“ segir söngkonan Hallveig
Rúnarsdóttir, sem stóð á sviði í
miðju tónleikahaldi í Vesturkirkj-
unni í Þórshöfn í Færeyjum, þegar
rafmagnið fór af. Tónleikagestir
tóku þá upp snjallsíma sína og kerti
og lýstu upp kirkjuna svo hægt
væri að halda tónleikunum áfram.
„Ég held að enginn sem var við-
staddur þessa tónleika muni gleyma
þessu. Ég mun muna þetta alla ævi.
Þetta er eitt það magnaðasta sem ég
man eftir á mínum ferli,“ útskýrir
Hallveig. Sólveig hélt tónleika
ásamt Havnarkórnum færeyska,
sem er undir stjórn hins skelegga
Ólavs Hátún.
„Ólavur lætur aldrei neitt stoppa
sig. Það var hræðilegt veður í
Þórshöfn þegar tónleikarnir fóru
fram. Rétt fyrir tónleikana sagði
hann mér að við myndum örugg-
lega fá fleiri tónleikagesti en gert
hafði verið ráð fyrir, því nánast
allt annað í bænum var lokað og
öðrum tónleikum aflýst.“ Í miðjum
tónleikunum slokknaði á öllum
ljósum.
„Við héldum að rafmagnið myndi
koma fljótt aftur á. Við vorum að
syngja Messías eftir Händel og
vildum ekki hætta. Tónleikagestir
tóku upp símana sína og einhverjir
fundu til kerti. Kirkjan ljómaði og
við gátum haldið áfram.“ Skömmu
seinna segir Hallveig að þau hafi
fengið fréttir um að rafmagnslaust
yrði alla tónleikana.
„Við fréttum að þakplata hefði
klippt rafmagnslínu í sundur. Við
héldum bara ótrauð áfram. Við end-
uðum tónleikana á því að ég söng
stóra aríu og léku þrír hljóðfæra-
leikarar undir. Þetta var einstök
upplifun. Kertaljósin lýstu kirkj-
una upp,“ rifjar Hallveig upp. Hún
segir ekkert ferðaveður hafa verið í
Þórshöfn að tónleikunum loknum en
henni var boðið í veislu ásamt með-
söngvurum sínum á hóteli í bænum.
„Sem betur fer var þetta hótel
með rafal svo hægt var að elda ofan
í okkar. Við gistum á öðru hóteli og
þar var ekkert rafmagn. Við klædd-
um okkur upp fyrir veisluna við
kertaljós og fengum þær fregnir
að lögreglan hafi hvatt fólk til að
halda sig innandyra, en áfram héld-
um við. Havnarkórinn lætur ekkert
stoppa sig!“ kjartanatli@frettabladid.is
Kraft averkastund í
rafmagnslausri kirkju
Söngkonan Hallveig Rúnarsdóttir var stödd á sviði í Þórshöfn í Færeyjum þegar
rafmagnið fór af. Tónleikagestir lýstu kirkjuna upp með símum og kertaljósi.
ÓGLEYMAN-
LEGT
Tónleikarnir lifa
ferskir í minni
Hallveigar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
300W 32 bita magnari
1 hátalari og þráðlaust bassabox
Bluetooth tengimöguleiki
Verð 79.990.-
Full HD 1920 x1080 punktar
200 Hz X-Reality myndvinnslukerfi
Nettengjanlegt og innbyggt WiFi
Tilboð 179.990.- Verð áður 199.990.-
Sony Center
Verslun Nýherja Borgartúni / 569 7700
Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri / 569 7645
SMÍÐUÐ FYRIR ÆVINTÝRIN
Sony ActionCam WIFI HDRAS30
Full HD vatnsheld upptökuvél
1/2.3 baklýst Exmor myndflaga
Carl Zeiss Tessar linsa f 2.8
Verð 59.990.-
GÓÐ KAUP Á ANDROID SNJALLSÍMA
Sony Xperia E
3,5” TFT snertiskjár með HD upplausn
3.2 pixla myndavél
Videoupptaka
Verð 25.990.-
FULLKOMNAR MYNDIR BEINT Í SÍMANN ÞINN
DSCQX10
Myndavél sem smellur á snjallsíma
18,2 pixla 1/2.3 Exmor myndflaga
Full HD Video
Verð 39.990.-
Frábært
verð!
FRAMÚRSKARANDI MYNDGÆÐI
42” Led sjónvarp KDL42W653
HEIMABÍÓ M. ÞRÁÐLAUSUM BASSAHÁTALARA
HTCT260H
5 ÁRA ÁBYRGÐ FYLGIR ÖLLUM SJÓNVÖRPUM
Hátíðartilboð
179.990.-
www.sonycenter.is
Aðalland 11
Reykjavík
Raðhús með bílskúr
Stærð: 152,7 fm
Fjöldi herbergja: 3
Byggingarár: 1983
Fasteignamat: 39.450.000
Bílskúr: Já
Verð: 44.900.000
Fallegt enda raðhús með bílskúr í fossvoginum. Húsið er 122 fm og bílskúr 30,7 fm.
í húsinu eru tvö herbergi, stór stofa, eldhús með nýlegri innréttingu, þvottahús og sólstofa. Úr stofu og
sólstofu er flott útsýni til suðurs yfir dalinn. Stór garður fylgir eigninni og bílskúr er sérstæður.
Kristján tekur vel á móti öllum í opnu húsi.
Lind
Þórunn Gísladóttir
Lögg. fasteignasali
Kristján Þórir
Sölufulltrúi
thorunn@remax.is
kristjan@remax.is
Opið
Hús
Open House ...
RE/MAX Lind - Hlíðasmára 6 - 201 Kópavogur - Sími: 5107900 - www.remax.is
5107900
6961122
Við fréttum að
þakplata hefði klippt
rafmagnslínu í sundur. Við
héldum bara ótrauð áfram.
Hallveig Rúnarsdóttir
74