Fréttablaðið - 19.12.2013, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 19.12.2013, Blaðsíða 72
FIMMTUDAGUR 19. desember 2013 | MENNING | 60 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2013 Gjörningar 18.00 Brother Grass, Adda og Bell- stop halda tónleika í Lucky Records. Aðgangur ókeypis. Tónleikar 18.00 Tónleikaröðin Jólin allt um kring fer til Grindavíkur. Tónleikarnir verða í Grindavíkurkirkju. 20.00 Jón Jónsson og Steinar halda tónleika í Austurbæ. 20.00 Stefán Hilmarsson heldur jóla- tónleika í Salnum í Kópavogi. Þetta eru aukatónleikar, vegna einstaklegra góðrar miðasölu á tónleika hans. 20.30 Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram í Bíóhöllinni á Akranesi. 21.00 Kvartett Kristjönu Stefáns- dóttur heldur jóladjasstónleika í Tryggvaskála. Á tónleikunum mun kvartettinn leika jólalög í djössuðum útsetningum. Kvartettinn skipa, auk Kristjönu, Gunnar Jónsson á trommur, Smári Kristjánsson á bassa og Vignir Þór Stefánsson á píanó. 21.00 Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin en hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. 22.00 Gunnar Þórðarson leikur og syngur á tónleikum á Ob-La-Dí-Ob-La- Da, Frakkastíg 8. Leiklist 20.00 Nóttin var sú ágæt ein verður sýnd í Tjarnarbíói. 20.00 Jeppi á Fjalli verður sýnt á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu. Sýningar 17.00 Týsgallerí opnar einkasýninguna Bara barrtré með Söru Riel. Sýningin er opin til 20:00. 20.00 Breska sýningin STOMP verður í Eldborgarsal Hörpu. Hönnun og tíska 16.00 Sameiginleg vinnustofa Tíru og Reykjavík Trading Co. verður opin til 21. Vinnustofan er á horni Lækjargötu og Brekkugötu í Hafnarfirði. Uppistand 20.00 Listamaðurinn, uppistandarinn og þáttagerðarmaðurinn Hugleikur Dagsson mun fara með uppistandið Djókaín í Hofi á Akureyri. Þetta er í annað sinn sem Hugleikur kemur til Akureyrar með þessa sýningu en síðast var uppselt. 21.30 Jessica Delfino heldur uppistand á Bar 11. Jessica spilar bæði á gítar, ukulele og ýmis óvenjuleg hljóðfæri á sviði. Grínið hennar er blanda af uppistandi en þó aðallega tónlistargríni. Textarnir hennar eru snjallir og skömm- ustulausir en hún hefur unnið til fjölda verðlauna. „Þegar ég heyrði í honum vildi ég bara vita hvaða pjakkur væri að gera þetta stöff, mér finnst hann alveg frábær,“ segir tónlistar maðurinn Jón Ragnar Jónsson um hinn unga söngvara Steinar Baldursson, en félagarnir halda tvenna tónleika saman í Austurbæ í kvöld. Steinar hefur átt vinsælasta lag landsins undanfarnar vikur sem heitir Up. Jón er ánægður með að fá hann í lið með sér í kvöld. „Ég er voðalega glaður að hann ætli að koma fram í kvöld. Hann er svakalega efnilegur söngvari,“ segir Jón. Mikil eftirspurn var eftir miðum á tónleikana og seldust þeir upp á fáeinum dögum. Því ákváðu félagarnir að bæta við aukatónleikum. Fyrri tónleik- arnir fara fram klukkan 20 og þeir seinni 22.30. Jón ætlar að taka blöndu af eldri lögum og nýrri. „Ég verð minna í jólalögunum, en jólaandinn og kærleikurinn mun svífa þarna yfir öllu.“ - kak Vildi vita hver pjakkurinn væri Söngvararnir Jón Jónsson og Steinar halda saman tónleika í Austurbæ í kvöld. FINNST STEINAR GÓÐUR Jón Ragnar er mjög hrifinn af tónlist Steinars Baldurssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPARAÐU45.000 KR!! SPARAÐU150.000 KR!KR! Atriði úr myndinni Djúpinu eftir Baltasar Kormák komst á lista yfir 50 ógnvænlegustu atriðin í bíómyndum árið 2013 á heimasíðu Total Film: The Modern Guide to Movies. Myndin lenti í 42. sæti á listanum fyrir atriðið þegar skip- inu hvolfir úti á rúmsjó og Gulli lifir einn af í margra kílómetra fjarlægð frá landi. Fólki er ráðlagt að líta undan á meðan aðalpersónan syndir og syndir þannig að það virðist engan endi ætla að taka. - ue Ógnvænlegt atriði Atriði úr Djúpinu kemst á lista á erlendri vefsíðu. Í HÁSKA Ólafur Darri leikur aðal- hlutverkið í Djúpinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.