Fréttablaðið - 19.12.2013, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 19.12.2013, Blaðsíða 96
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 84 FÓTBOLTI „Mér finnst ég eiga mikið inni á erlendri grundu. Sérstaklega í ljósi þess að ég er laus við meiðslin,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Marka- drottningin er samningslaus en hún varð þriðji til fjórði markahæsti leikmaður sænsku deildarinn- ar með Kristianstad á síðustu leiktíð með 13 mörk. Samningur hennar rann út í kjölfarið og kaus hún að endurnýja hann ekki að svo stöddu. Margrét Lára hefur verið á Íslandi undanfarnar vikur og notið þess að vera í fríi frá fótbolta. „Maður er svo sem aldrei í fríi. Þegar maður er atvinnumaður æfir maður allt árið,“ segir Margrét Lára. Hún fagnar því að geta loksins gert æfingar sem hafa reynst henni erfiðar undan farin ár sökum langvinnra meiðsla. Hún vill ekkert gefa upp um líklegan áfangastað en segir þó að spennandi tímar séu framundan. Þurfti að breyta um lífsstíl „Það má segja að ég sé að fá mitt annað tækifæri á ferlinum til þess að spila fót- bolta. Ég þarf að nýta það rétt,“ segir framherjinn sem spilaði meidd í heil fimm ár og gat ekki beitt sér að fullu. Sökum þess yfirgaf hún mikið æfingaálag hjá þýska félaginu Turbine Potsdam og gekk í raðir Kristi- anstad sumarið 2012. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið og mætti Margrét Lára miklum skilningi hvað meiðslin varðaði og æfingaálag- ið minnkaði til muna. „ Ég þurft i að breyta um lífsstíl. Ég var vön að æfa tíu til tólf sinnum í viku en æfi nú sex til sjö sinnum. Þannig verð- ur mín framtíð ef ég ætla að spila fótbolta,“ segir Eyjamærin 27 ára. Hún þurfi að æfa minna en einfaldlega nýta æfingarnar betur. „Ef ég fer í nýtt umhverfi þarf að vera skilningur á þessu svo ég geti notið mín og blómstrað.“ Margrét Lára er ekki sú eina í fjölskyldunni sem liggur undir feldi þessa dagana. Elísa, yngri systir hennar, sem spilað hefur undanfarin sjö sumur með uppeldisfélagi sínu, ÍBV, er með tilboð frá fleiri íslenskum félögum að sögn Margrétar. Þá hafi erlend félög sýnt henni áhuga. Launin skipta ekki mestu „Hún er metnaðarfull og langar eins og marga að reyna fyrir sér erlendis,“ segir Margrét um Elísu sem er 22 ára. Elísa hefur spilað mest sem hægri bakvörður en einnig mið- vörður með Eyjaliðinu. Hlaupageta hennar er með ólíkindum og var hún í landsliðshópi Íslands á EM síðastliðið sumar. „Hún verður að halda áfram að sýna sig og standa sig vel,“ segir Margrét. Elísa þurfi að passa að taka rétt skref ætli hún í nýtt umhverfi og skoða hlutina í víðu samhengi. Þjálfarateymi, sam- herjar og umhverfið skipti meiru máli en launin. „Fólk má auðvitað samt ekki svelta í hel,“ segir Margrét Lára. Hún reiknar með því að þær systur taki ákvörð- un um framtíð sína áður en árið er úti. „Það er alltaf rosa- lega gott að vera búin að ákveða sig þegar nýtt ár gengur í garð. Vera búin að setja sér mark- mið og geta skálað fyrir þeim og góðu ári. Við systurnar munum gera það.“ kolbeinntumi@frettabladid.is Systurnar munu skála um áramótin Margrét Lára Viðarsdóttir hefur ekki ákveðið hvar hún spilar fótbolta á næstu leiktíð. Eyjamærin 27 ára segist vera að fá sitt annað tækifæri á ferlinum í íþróttinni eft ir langvarandi meiðsli. Systurnar Elísa og Margrét stefna á ákvörðunartöku fyrir áramótin. „Potsdam fær ekki til sín erlendan leikmann til að vera á bekknum,“ segir Margrét Lára um nýtt félag Guðbjargar Gunnarsdóttur. Lands- liðsmarkvörðurinn gekk til liðs við þýska risann á dögunum en Margrét varð þýskur meistari með liðinu árið 2012. „Þetta verður vonandi gæfuspor fyrir hana og á eftir að gera hana að enn betri leikmanni,“ segir Margrét. Hún segir liðið klárlega eitt af þremur stærstu í Evrópu enda berjist liðið árlega um titlana í Þýskalandi og Meistaradeild Evrópu. „Með fullri virðingu fyrir öðrum liðum er þetta toppurinn.“ Margrét Lára segir félagaskiptin enn eitt dæmi þess hve hátt íslenskir leikmenn séu metnir í Evrópu. Liðið hafi verið í markvarðar- leit í eitt og hálft ár. Sú sem standi í markinu núna hafi verið þriðji kostur fyrir tveimur árum er Margrét Lára var á mála hjá félaginu. „Gugga er bara miklu betri markvörður.“ Gugga er bara miklu betri markvörður NÚMER 13 Guðbjörg fékk langþráð tækifæri á milli stanganna hjá landsliðinu á EM í sumar sökum meiðsla Þóru Bjargar Helgadóttur. Guðbjörg sló í gegn og hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Tottenham og West Brom eru í leit að nýjum stjóra eftir að Andre Villas-Boas og Steve Clarke voru reknir á dögunum. Fimm stjórar hafa fengið að taka pok- ann sinn á leiktíðinni og ljóst að þolinmæði eigenda ensku úrvals- deildarfélaganna gagnvart mönn- unum í brúnni er lítil. Eftir að Sir Alex Ferguson lét af störfum í vor eftir 27 ár í starfi hjá Manchester Uni- ted ber Arsene Wenger, stjóri Arsenal, höfuð og herðar yfir kollega sína í deildinni þegar kemur að lengd starfsferils. Frakkinn hefur stýrt Arsenal frá haustinu 1996 þegar hann tók við liðinu af Bruce Rioch. Forveri Wen- gers hékk í starfi í eitt ár áður en hann fékk að fjúka. Sá líftími er í takt við þann sem stjórar á Englandi og víðar búa við. Reyndar eru laun stjóranna af þeirri stærðargráðu að enginn ætti að missa svefn yfir starfsskilyrðum þeirra. Helmingur stjóranna í ensku úrvalsdeildinni hefur verið skemur en eitt ár í starfi. Sá sem hefur verið næstlengst í starfi er Alan Pardew, stjóri New- castle. Sá enski heldur upp á þriggja ára afmæli í starfi hjá þeim svörtu og hvítu í mánuðnum. Meðalstarfsaldur stjóranna átján sem stýra liðum í ensku úrvalsdeildinni í dag er rétt rúm tvö ár. Starfs- aldur Wengers skekkir myndina töluvert. Sé hann ekki talinn með er meðalstarfs- aldur hinna sautján þrettán mánuðir. - ktd Wenger í sérfl okki Helmingur stjóranna hefur verið innan við ár í starfi . Stjórar Félag Þjóðerni Mánuðir í starfi Arsene Wenger Arsenal Franskur 207 Alan Pardew Newcastle United Enskur 36 Malky Mackay Cardiff Skoskur 30 Sam Allardyce West Ham Enskur 30 Paul Lambert Aston Villa Skoskur 18 Steve Bruce Hull City Enskur 18 Brendan Rodgers Liverpool Norður-Írskur 18 Chris Hughton Norwich City Enskur 18 Michael Laudrup Swansea City Danskur 18 Mauricio Pochettino Southampton Argentínskur 11 David Moyes Manchester United Skoskur 7 Mark Hughes Stoke City Velskur 7 Jose Mourinho Chelsea Portúgalskur 6 Roberto Martinez Everton Spænskur 6 Manuel Pellegrini Manchester City Chileskur 6 Gus Poyet Sunderland Úrúgvæskur 2 Tony Pulis Crystal Palace Velskur 1 Rene Muelensteen Fulham Hollenskur 0 Tottenham og West Brom eru án knattspyrnustjóra þessa stundina. ÍS LE N SK A/ SI A. IS /N AT 6 18 85 1 1/ 12 Settu hátíðarkraft í sós una með Knorr – kraftinum sem þú þekkir og treystir! ...kemur með góða bragðið! Hátíðarkrafturinn kemur úr Knorr Starfstími stjóranna átján á Englandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.