Fréttablaðið - 31.01.2014, Page 39

Fréttablaðið - 31.01.2014, Page 39
SÚRSÆT BAKA Uppskriftina að sítr ónupæinu fékk Helga frá Halldóru vinkonu sinni sem heldur úti vefsíð- unni Nautnabelg- ur. Margir hafa lagt hönd á plóg við þróun pæsins. TÓNLISTARVEISLA Í BORGINNI Myrkir músíkdagar standa nú yfir í Reykjavík og verður margt um að vera í borginni um helgina. Hátíðin hefur verið einn mikilvægasti vettvangur framsækinnar nú- tímatónlistar á Íslandi frá árinu 1980. Auk Sinfóníuhljóm- sveitarinnar kemur fram fjöldi flytjenda á hátíðinni svo sem Kammersveit Reykjavíkur og CAPUT. Ég er með hálfgert blæti fyrir mat-reiðslubókum og finnst mjög gam-an að lesa þær,“ segir Helga glettin en hún er komin í sjálfskipað bann við kaupum á slíkum bókmenntum. Helga er í krefjandi starfi sem framkvæmda- stjóri en telur ekki eftir sér að elda eftir að heim er komið. „Ég hef áttað mig á því að það að stússast í eldhúsinu er af- slöppun fyrir mig. Þegar ég kem þreytt heim þá vinn ég úr hlutunum með því að elda eða baka.“ Helga reynir að hafa tilbreytingu í því sem hún eldar og prófar reglulega eitt- hvað nýtt. „Ég kýs helst einfalda, fljót- lega og létta rétti enda leiðist mér tilgerð í matargerð,“ segir hún glaðlega. Sítr- ónupæið sem hún gefur lesendum upp- skrift að passar vel við þessa lýsingu. „Pæið gefur mjög gott sætsúrt bragð. Stundum hef ég sett læm í stað sítrónu og það kemur líka mjög vel út.“ Uppskriftina fékk Helga frá Halldóru vinkonu sinni sem heldur úti vefsíðunni Nautnabelgur. „Margir hafa lagst á eitt til að búa til þetta pæ. Halldóra fékk uppskriftina hjá Agnesi vinkonu sinni sem hafði þróað hana með fjölskyldu sinni. Botninn kom frá pabba Agnesar sem hann fékk úr gamalli þýskri mat- reiðslubók. Fyllinguna kokkaði Rósa vin- kona hennar upp. Halldóra breytti svo uppskriftinni aðeins eftir sínu höfðu og skipti til dæmis hveiti út fyrir spelt- hveiti,“ lýsir Helga sem segir pæið henta vel á sumrin og passa sérlega vel með humri. ÞESSI UPPSKRIFT PASSAR Í RÚMLEGA EINA BÖKU Deig ■ 400 g fínt hveiti eða spelthveiti ■ 250 g smjör ■ 100 g sykur ■ 1 egg Fylling ■ 3 egg ■ 180 g sykur eða agavesíróp og þá 1 dl ■ Safi úr tveimur (lífrænum) sítrónum ■ Ysti börkurinn af einni lífrænni sítrónu ■ Örþunnar sítrónusneiðar ofan á Öllum efnum í deigið blandað saman og hnoðað. Stundum getur þurft að setja 1-2 msk. af vatni í deigið. Gott er að setja það stutta stund í ísskáp til að gera það meðfærilegra. Deigið er flatt út á borði eða bretti og gott að hafa smá hveiti við höndina svo að kökukeflið klístrist ekki. Gott er að setja bökuformið í frysti áður en deigið er sett í það. Ekki má vera neitt gat á deiginu þegar það er sett í formið því annars lekur fyllingin úr. Allt sem er í fyllingunni er hrært vel saman og sett yfir deigið í forminu. Skornu sítrónu- sneiðunum er raðað ofan á. Bakað við 175°C í u.þ.b. 40 mínútur. Bakan er best þegar hún er aðeins brúnleit á köflum. Bakan er góð ein og sér en gott er að nota með grískt jógúrt eða AB-mjólk sem sigtuð hefur verið í gegnum kaffibréf. SLÖKUN AÐ ELDA MATUR Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB, lumar á uppskrift að sólríku sítrónupæi. Margir hafa lagt hönd á plóg við þróunina. MEÐ PÆIÐ GÓÐA Helga segir pæið létt og ferskt með góðum súrsætum keim. MYND/STEFÁN Þórunnartún 2 - 105 Reykjavík idan@idan.is - www.idan.is Hefur þú starfað við matreiðslu eða framreiðslu í 5 ár eða lengur og vilt ljúka náminu? RAUNFÆRNIMAT NÁNARIUPPLÝSINGARÁ IDAN.IS Raunfærnimat miðar að því að meta færni og þekkingu sem viðkomandi býr yfir inn í skólakerfið. Að loknu raunfærnimati fara þátttakendur í skóla og ljúka því námi sem eftir stendur til að útskrifast. Inntökuskilyrði í raunfærnimat er 5 ára starfsaldur í greininni og 25 ára lífaldur. Þá gæti raunfærnimat verið fyrir þig! Nánari upplýsingar um raunfærnimat er að finna á http://idan.is/raunfaernimat eða með því að senda fyrirspurn á radgjof@idan.is. D A G SV ER K .IS / IÐ A N 01 14 HEILSURÉTTIR Fullir af trefjum, próteinum og góðum kolvetnum. Kryddaðir með ferskum hvítlauk, engifer og chilli. Án salts og sykurs. Eggjanúðlur með kjúklingi, eggjum og grænmeti Orka, kkal 92 Prótein 10,8 gr Kolvetni 10,2 gr Fita 1,4 gr 980 | 1340 065 Veitingahús Nings eru opin alla daga frá 11:30 til 22:00 - Suðurlandsbraut | Hlíðarsmári | Stórhöfði | www.nings.is Toppur 99 kr. með öllum heilsuréttum Nings í Janúar 2014
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.