Fréttablaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 12
14. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 NEYTENDUR Lítið hefur heyrst af Svarta lista Alþýðusambands Íslands frá því að um helmingur verkalýðsfélaga á almenna markaðnum felldi desem- berkjarasamningana í janúar. Á listanum eru fyrirtæki sem hækkuðu verð á vöru og þjónustu um áramót. „Við fórum af stað í upphafi af miklum krafti. En eftir að svo mörg félög felldu kjarasamn- ingana var ákveðið að leyfa rykinu að setjast aðeins,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá Alþýðu- sambandi Íslands (ASÍ). Hún segir að ákveðið hafi verið að setja verk- efnið á ís í bili en ASÍ haldi áfram hefðbundnu verð- lagseftirliti. Horft hafi verið á Svarta listann sem tíma- bundið verkefni en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort haldið verði áfram með hann síðar. Svarta listann er enn hægt að nálgast á netinu og þar er líka hægt að finna Græna listann. Á honum eru fyrirtæki sem lýstu því yfir um áramót að þau myndu ekki hækka verð á vöru og þjónustu. - jme ➜ Á svarta lista ASÍ eru fyrirtæki sem hækkuðu verð á vöru og þjónustu um áramót. Hönnunarsjóður Auroru kynnir nýtt verk efni á sviði byggða- og íbúðaþróunar í sam starfi við Hönnunarmiðstöð, Reykja víkur borg, Sam - tök iðnaðarins, Félags bústaði, Bú seta og Félags stofnun stúdenta. Verk efnið ber nafnið HÆG BREYTILEG ÁTT og er vett vangur þver fag legrar vinnu sem hefur að mar kmiði að kalla fram hug myndir er varpa ljósi á vistvænni, sam félags með vitaðri, hag kvæmari og fram sæknari íbúðar kosti í ís lensku þétt- býli.  Auglýst er eftir þátt tak endum, en stefnt er að ráðningu þriggja til fimm þver- faglegra hópa, sem hver hefur á að skipa fjórum til sex ein staklingum. Sóst er eftir ungum, efnilegum og fram sæknum: hönn- uðum, arkitektum og lista mönnum, ein stak- lingum úr viðskipta-, tækni- og iðn greinum, hug vísindum og raun vísindum, til að takast á við hús næðis áskor un framtíðar innar. Miðað er við að í hverjum hópi séu einn til tveir arki- tektar og tveir til fimm ein stak lingar úr öðrum greinum. Sér staklega verður hugað að því að veita fólki með stuttan starfsferil að baki tæki- færi.  Um sóknar frestur er til og með 21. febrúar 2014, en verk efnið hefst form lega 11. mars og stendur yfir í 4 mánuði. Áhuga samir eru hvattir til að senda inn um sókn á netfangið info@haegbreytilegatt.is Nánari upplýsingar á vefnum www. haegbreytilegatt.is H Æ G B R E Y T I L E G Á T T LANDBÚNAÐUR Að minnsta kosti þrjár afurðastöðvar hafa ákveðið hækka afurðaverð til nautgripa- bænda um allt að sex prósent. Ekki er að fullu ljóst að hve miklu leyti eða hversu hratt hækk- unin skilar sér í hækkuðu verði til neytenda. „ Þ e t t a e r lögmál ið um f r a mb o ð o g eftirspurn. Afurða stöðvarnar vantar gripi til slátrunar og til að reyna að fá þá grípa menn til þess ráðs að borga meira,“ segir Sigurður Loftsson, for- maður Lands- sambands kúa- bænda. Hann segir að það sé meiri eftirspurn en framboð eftir sláturgripum. Síðustu misseri hafi öllum gripum veið slátrað um leið og þeir hafi náð sláturstærð og aukin eftirspurn eftir mjólk hafi leitt til þess að færri kúm sé slátr- að nú en áður. „Það er samkeppni um slátur- gripina og skortur á gripum,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri SS á Hvolsvelli. Því hafi verið ákveðið að fara þá leið að hækka afurðaverð til bænda. Steinþór segir að meðalhækkun SS til bænda sé um fimm prósent. „Við ætlum ekki að hækka verð á vörum okkar þó hráefniskostnað- urinn hækki,“ segir Steinþór og bætir við að horft sé á verðbólgumarkmið og verðbreytingar verði ekki nema í kringum tvö prósent. Sláturhúsið á Hellu hækk- ar líka afurðaverð til bænda um 5 til 6 prósent. „Það er óhjákvæmilegt að hækkun á afurðaverði fari út í verðlagið og verð á nautakjöti hækki til neytenda,“ segir Þorgils Torfi Jónsson Verð hækkar til ræktenda á nautakjöti Skortur er á sláturgripum og hörð samkeppni. Naut- gripabændur fá allt að sex prósenta hækkun á afurða- verði. SS og KS segjast ekki hækka verð að svo stöddu. Alþýðusamband Íslands tekur upp hefðbundið verðlagseftirlit að nýju: Svarti listinn settur á ís í bili HENNÝ HINZ 0 1.000 2.000 3.000 4.000 5.000 SIGURÐUR LOFTSSON STEINÞÓR SKÚLASON ➜ Innlend framleiðsla á nautakjöti 2013 4. 08 2 to nn 2012 4. 11 3 to nn 2011 3. 85 8 to nn 2010 3. 89 5 to nn framkvæmdastjóri Sláturhússins á Hellu. „Við eigum ekki annan kost en að hækka verð, við getum ekki velt þessari kostnaðarhækkun yfir á annað,“ bætir hann við. Þorgils segist telja að hærra afurðaverð til bænda leiði á end- anum til hærra verðs til neytenda. Sumir framleiðendur ætli að taka hækkunina til bænda á sig að hluta eða öllu leyti en á endanum komi hún fram í hærra vöruverði til neytenda. Ágúst Andrésson, forstöðumað- ur kjötafurðastöðvar KS á Sauðár- króki, segir að ákveðið hafi verið að hækka verð til bænda um 5 prósent án þess að hækka verð til neytenda. „Hækkunin skilar sér með tím- anum í hærra verði til almennings. En í bili tökum við hana á okkur,“ segir Ágúst. johanna@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.