Fréttablaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 2
14. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
FÓLK „Stærstu sigurvegararnir
sem við höfum kynnst í okkar
starfi eru í hópi fólks í yfirvigt.“
Þetta segir Páll Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Ferðafélags
Íslands, sem er að hleypa af stokk-
unum nýju verkefni, The Biggest
Winner, sem ætlað er feitum, flott-
um og frábærum.
„Við erum bjartsýn á góða þátt-
töku. Þetta er verkefni fyrir fólk í
yfirvigt þar sem boðið verður upp
á rólegar gönguferðir auk stöðuæf-
inga. Stór hópur sem er að berjast
við ofþyngd vill komast út í náttúr-
una. Við ætlum að hjálpa þessum
einstaklingum til að taka fyrsta
skrefið og síðan eitt skref í einu.“
Niðurstöður rannsóknar Kenn-
araháskóla Íslands, Reykjalundar
og Ferðafélags Íslands fyrir tveim-
ur árum á áhrif gönguferða sem
heilsubót fyrir of þunga voru sér-
lega jákvæðar, að sögn Páls.
„Í þessum hópi voru meðal ann-
ars einstaklingar sem voru 120 til
150 kg. Þeir áttu fyrst erfitt með
að ganga nokkur hundruð metra á
jafnsléttu. Síðan gátu þeir svo farið
á létt fjöll og enduðu jafnvel með
því að klífa hæstu tinda landsins og
fræg fjöll víða um heim. Við sáum
ótrúlegar framfarir hjá fólki.“
Læknar og sjúkraþjálfarar taka
þátt í nýja verkefninu, að því er
Páll greinir frá. „Það verður boðið
upp á mælingar og fylgst verður
með fólki. Það verður lögð áhersla
á að vinna með einstaklinga á
jákvæðan og uppbyggilegan hátt
og út frá styrkleikum hvers og
eins. Um leið og fólk vinnur með
styrkleika sína er það betur í stakk
búið til að takast á við veikleik-
ana.“ ibs@frettabladid.is
Fjallgöngur hjá FÍ
fyrir feita og flotta
Ferðafélag Íslands býður upp á gönguferðir fyrir of þunga. Góður árangur af
slíkum ferðum í rannsóknarverkefni. Einstaklingar sem voru 120 til 150 kíló gátu í
lokin klifið hæstu tinda landsins. Ótrúlegar framfarir, segir framkvæmdastjóri FÍ.
Þótt Pálmi Gestsson leikari hafi verið í góðu formi þegar hann ákvað að
klífa eitt fjall á viku með Ferðafélagi Íslands í fyrra velti hann því fyrir
sér hvort hann gæti í raun og veru staðið við þessa ákvörðun.
„Það kom fyrir mig sem ég hugsa að komi fyrir marga. Ég taldi að ég
gæti aldrei staðið við þetta en svo áttaði ég mig fljótlega á því að ég
þótt ég tæki þátt í þessu væri það ekki skylda að fara á öll
fjöllin 52. Hvert fjall sem ég gengi á væri bara plús,“
segir hann og bætir því við að hann hafi þurft að
sleppa nokkrum fjallgöngum vinnu sinnar vegna.
Pálmi, sem kveðst vera alinn upp í sjávarþorpi
og hafa leikið sér í fjörunni og fjallinu og alls
staðar þar á milli, hefur verið í hestamennsku og
stundað annars konar líkamsrækt í gegnum tíðina.
„Fjallgöngurnar eru hins vegar besta og áhrifa-
mesta líkamsræktin. Ég fór í þetta til þess að rækta
bæði líkama og sál og hvet svo sannarlega alla til
þess að taka þátt í svona ferðum.“
Fjallgöngur áhrifamesta líkamsræktin
Óskar, fara þá ekki allir að síma
í tíma?
Jú, og í ótíma líka.
Óskar S. Einarsson er skólastjóri Fossvogs-
skóla, þar er farsímanotkun ekki leyfð á skóla-
tíma. Formaður skólastjórafélagsins segir hins
vegar að kenna ætti börnum notkun farsíma
í skólum.
FJALLGANGA Göngufólk á fallegum degi á fjöllum.
DÓMSMÁL Hæstiréttur sýknaði í gær þá
Lárus Snorrason, áður þekktan sem Lárus
Welding, og Guðmund Snorrason í Vafn-
ingsmálinu svokallaða.
Guðmundur og Lárus, fyrrverandi stjórn-
endur Glitnis banka, höfðu í héraði hlotið
níu mánaða fangelsisdóm fyrir umboðs-
svik með því að hafa samþykkt rúmlega
100 milljóna evra lánveitingu til félagsins
Milestone árið 2008 og hafa þannig misnot-
að aðstöðu sína og stefnt fé Glitnis banka í
stórfellda hættu.
Hæstiréttur sýknaði hins vegar tvímenn-
ingana á þeim forsendum að ósannað væri
að farið hefði verið umfram þá áhættu sem
bankinn hefði talið viðunandi og því væri
skilyrði umboðssvika um verulega fjár-
tjónsáhættu ekki uppfyllt.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur sak-
sóknari, sagði í samtali við Fréttablaðið að
í kjölfarið yrði farið vandlega yfir dóminn
og forsendur hans.
„Við munum leggja til grundvallar þær
niðurstöður sem dómurinn kemst að, horfa
til þeirra atriða sem hann byggir á og nota
þau við úrvinnslu þeirra mála sem ennþá
eru til meðferðar hjá embættinu,“ sagði
Ólafur Þór. - eh
Sýkna Lárusar Welding og Guðmundar Snorrasonar í Hæstarétti í gær hefur áhrif á önnur mál:
Saksóknari fylgir fordæmi Vafningsdóms
NIÐURSTAÐAN
SKOÐUÐ Ólafur
segir að þau
mál sem eru til
úrvinnslu hjá
embættinu verði
skoðuð samhliða
dómnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
PÁLMI
GESTSSON
BANDARÍKIN, AP „Þetta hefur verið erfiður vetur. Það er engu líkara en
honum ætli aldrei að ljúka,“ segir Deb Ragan, sem í gær bisaði við að
moka gangstétt í borginni Philadelphiu.
Snjónum hefur kyngt niður á austurströnd Bandaríkjanna í slíku
magni að annað eins hefur ekki sést áratugum saman.
Loka þurfti báðum flugvöllum höfuðborgarinnar Washington vegna
fannfergis. Fella þurfti niður meira en sex þúsund flugferðir í gær.
Meðal þeirra sem hafa áhyggjur af ástandinu eru blómasalar, sem
sjá fram á að óvenju fáir komist leiðar sinnar til að kaupa blóm á Val-
entínusardeginum, sem er í dag.
Um 750 þúsund heimili og fyrirtæki hafa verið rafmagnslaus í
Georgíu, Suður-Karólínu, Norður-Karólínu og Alabama. Þá hafa að
minnsta kosti sautján manns látist af völdum veðursins, flestir reynd-
ar í umferðarslysum. - gb
Að minnsta kosti sautján látnir vegna vetrarveðurs:
Snjórinn lamar mannlífið vestra
LÉTU EKKI FANNFERGIÐ TRUFLA SIG Nokkrir dugnaðarforkar sáust hlaupa
framhjá minnismerkinu um Abraham Lincoln í Washington. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KJARAMÁL Framhaldsskólakennarar munu í
næstu viku greiða atkvæði um hvort boðað
verði til verkfalls vegna yfirstandandi
kjaradeilu þeirra við ríkið. Þetta var ákveðið
á fundi trúnaðarmanna og foramanna kenn-
arafélaga í gær.
Undirbúningur atkvæðagreiðslunnar er
þegar hafinn og mun hún fara fram 18. til 21.
febrúar. Verði af verkfallinu má búast við að
það verði eftir um það bil mánuð en sam-
kvæmt lögum um kjarasamninga opinberra
starfsmanna ber að tilkynna ríkissáttasemj-
ara og þeim sem vinnustöðvun beinist gegn
um vinnustöðvun að minnsta kosti 15 sólar-
hringum áður en hún skal hefjast.
Kjarasamningar framhaldsskólakennara
hafa verið opnir síðan 31. janúar og hafa við-
ræður kennara við ríkið staðið yfir síðan í
desember.
Enn ber mikið á milli samningsaðila en
ríkið hefur boðist til að mæta 17 prósenta
launahækkunarkröfu framhaldsskólakenn-
ara með 2,8 prósenta hækkun launa. - eh, sój
Forystumenn félaga framhaldsskólakennara boða til atkvæðagreiðslu:
Atkvæðagreiðsla um verkfall
KJARAMÁL Síðdegis í gær var
gengið frá nýjum samningi
sjúkraþjálfara við Sjúkratrygg-
ingar Íslands. Starfsemi sjúkra-
þjálfara verður því með venju-
bundnum hætti frá og með
deginum í dag, með greiðsluþátt-
töku Sjúkratrygginga Íslands
samkvæmt nýrri reglugerð sem
einnig var sett í gær.
Í tilkynningu fagnar Félag
sjúkraþjálfara því að heilbrigðis-
ráðherra hafi áttað sig á alvar-
leika málsins og fundið leið til
að leysa þann hnút sem það var
komið í. - sój
Samið við Sjúkratryggingar:
Sjúkraþjálfun
áfram óbreytt
SVEITARSTJÓRNARMÁL Kópavogs-
bær og Garðabær hafa gert sam-
komulag við Hestamannafélagið
Sprett um rekstrarstyrk vegna
starfsemi félagsins með það að
markmiði að efla barna- og ung-
lingastarf á vegum þess.
Sveitarfélögin munu hvort um
sig greiða sex milljónir gegn því
að Sprettur ráðstafi styrknum til
reksturs nýrrar reiðhallar og til
barna- og unglingastarfs.
Sprettur vígði á dögunum nýja
4.000 fermetra reiðhöll á Kjóa-
völlum en reiðhöllin er sú stærsta
á landinu. -eh
Hestamannafélag fær styrk:
Leggja grunn
að barnastarfi
VERKFALL Fari framhaldsskólakennarar í verkfall mun það án efa bitna
á þeim nemendum sem hyggja á útskrift í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SPURNING DAGSINS
í afmæliskaffi
Frábær
afmælistilboð
Hlökkum til
að sjá þig!
Stofnuð 15. febrúar 1974
OPIÐ
Föstudag 11 - 18
Laugardag 11 - 16