Fréttablaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 4
14. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
41 hjólreiðamaður lenti í um-ferðarslysi á Íslandi árið
1982.
Þrjátíu árum síðar, 2012, lentu 87
hjólreiðarmenn í umferðarslysi á
landinu. Heimild: Hagstofan.is.
FJÁRÖFLUN Meistaranemar í við-
skiptafræðideild við Háskóla
Íslands standa að átakinu „Öll
í einn hring“ sem snýst um að
safna fé til tækjakaupa fyrir
Barnaspítala Hringsins. Átakið
stendur 15. til 20. febrúar.
„Þetta er málefni sem snertir
okkur öll og því er unnið að þessu
verkefni af mikilli ánægju og
áhuga. Við höfum einnig mætt
gríðarlegum velvilja almenn-
ings,“ segir Sigrún Halldórsdóttir
meistaranemi. Hægt verður að
leggja átakinu lið á Bland.is. - fb
Meistaranemar við HÍ:
Átak fyrir
Barnaspítalann
BARNASPÍTALI HRINGSINS Átakið
„Öll í einn hring“ hefst á laugardaginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
-90%
AFSLÁTTUR
ALLT AÐ
Við höfum opnað útsölumarkað í öllum
okkar verslunum, mikið úrval af skrifstofu-
vörum, föndri, spilum , leikföngum, náms-
og kennsluvörum og fleira og fleira,
allt að 90% afsláttur.
Komdu við og gerðu góð kaup.
ÚTSÖLUMARKAÐUR
A4 Skeifunni 17 / A4 Smáratorgi 1 / A4 Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði
A4 Dalsbraut 1, Akureyri / A4 Egilsstöðum / A4 Selfossi
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Sunnudagur
5-10 m/s.
HELGARVEÐRIÐ Veðrið verður útivistar- og skíðafólki svo sannarlega í hag um
helgina. Vindur verður víðast fremur hægur og úrkomulaust að mestu en stöku él
norðaustan til. Frystir um allt land og því eins gott að klæða sig vel!
-1°
12
m/s
1°
10
m/s
3°
7
m/s
5°
8
m/s
Á morgun
3-10 m/s.
-4°
-4°
-4°
-5°
-6°
Alicante
Basel
Berlín
21°
11°
6°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
6°
6°
8°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
4°
4°
23°
London
Mallorca
New York
11°
21°
3°
Orlando
Ósló
París
20°
2°
12°
San Francisco
Stokkhólmur
14°
2°
2°
5
m/s
2°
13
m/s
0°
8
m/s
0°
9
m/s
-1°
6
m/s
0°
9
m/s
-4°
8
m/s
-2°
-4°
-3°
-2°
-3°
BYGGINGAR „Heilbrigð skynsemi
segir manni að ef einhver skemm-
ir fyrir manni eigi hann að bæta
fyrir það,“ segir Auður Sigríður
Kristinsdóttir, íbúi á Grandavegi.
Auður telur að vegna sprenginga
á klöpp á Lýsisreitnum þar sem
byggja á fjölbýlishús hafi molnað
úr grjótveggjum í kjallara timbur-
húss hennar sem byggt var 1981.
Einnig hafi molnað úr fúgum á
baðherbergi og klukka sem oft
hafi dottið úr hillu í stofu gangi
ekki lengur.
„Fyrir tveimur vikum kölluð-
um við á forstjóra Hagtaks, und-
irverktakans sem sér um spreng-
ingarnar, og fulltrúa VÍS sem er
tryggingafélag hans. Þeir sögðu
þetta afleitt en svo héldu þeir bara
áfram að sprengja.“
Auður segir að á fundi íbúa í
Vesturbænum á mánudag með
fulltrúum ýmissa hlutaðeigandi
hafi byggingarfulltrúi sagt kraft
sprenginganna hafa verið innan
leyfilegra marka reglugerðar.
„Fulltrúi VÍS sagði að þess
vegna væri tryggingafélagið ekki
skyldugt til að bæta skaðann. Þeir
greiddu bara ef um sök væri að
ræða. Eftir fundinn funduðu eft-
irlitsaðilar með verktakanum og í
kjölfarið var krafturinn í spreng-
ingunum minnkaður.“
Svanlaug Rós Ásgeirsdóttir býr
á Lágholtsvegi, aðeins sex metrum
frá klöppinni sem sprengd er.
„Hér hefur allt nötrað og skolf-
ið fimm til sex sinnum á dag frá
því byrjað var að sprengja. Það
er sprunga í vegg innanhúss og
klæðningin utan á húsinu er að
losna.
Það virð-
ist vera
sem reglu-
gerðin um
sprengingar
sé ansi rúm og
ekki eiga við í
þéttbýli. Hins
vegar hef ég heyrt að það sé yfir-
leitt venjan þegar sprengt er í þétt-
býli eða nálægt húsum að minnka
leyfilegan hámarkskraft í spreng-
ingum um helming sem nú er loks-
ins búið að gera hér. Þetta er orðið
mun bærilegra en samt ansi mikið.
Þeir eru svo svakalega nálægt.“
Svanlaug segir verktakann hafa
greint frá því að íbúar þyrftu ekki
að hafa miklar áhyggjur því hann
væri með tryggingu.
„Svo var maður upplýstur um
að hún gilti bara ef krafturinn í
sprengingunum væri of mikill
eða ef verktakinn hefði sýnt af sér
vítavert gáleysi. En í reglugerðinni
segir að huga þurfi að nágrenninu
og að ekki megi valda skemmdum.
Þar með eru þeir búnir að brjóta af
sér.“
ibs@frettabladid.is
Ef einhver skemmir fyrir
manni á hann að bæta það
Íbúar nálægt Lýsisreitnum segja sprengingar þar vegna byggingaframkvæmda hafa valdið skemmdum á
húsum þeirra. Þeir vilja bætur. Tilkynnt að sprengikraftur hafi verið innan leyfilegra marka reglugerðar.
Reisa á fjölbýlishús með 141
íbúð á Lýsisreitnum á mótum
Grandavegar og Eiðsgranda.
Hinn 6. janúar síðastliðinn
var byrjað að sprengja klöpp á
reitnum sem er fyrir bílakjallara
og er sprengt fimm til sex sinnum
á dag. Áætluð lok sprenginga voru
um mánaðamót febrúar og mars.
„Það gæti dregist vegna
ákvörðunar um að draga
úr krafti sprenginga. Magn
sprengiefnis var minnkað um
helming,“ segir Brynjar Einars-
son, talsmaður Þingvangs, bygg-
ingarfélagsins sem stendur að
framkvæmdunum. Hagtak, sem
er undirverktaki Þingvangs, sér
um sprengingarnar.
Áætlað er að byggingu
fjölbýlishússins verði lokið í lok
næsta árs eða í byrjun
ársins 2016.
➜ Magn sprengiefnis
minnkað um helming
Á fundi Hverfisráðs Vesturbæjar í
gær var meðal annars fjallað um
áhyggjur íbúa vegna sprenging-
anna á Lýsisreitnum. Hildur Sverr-
isdóttir, borgarfulltrúi og formaður
ráðsins, segir að ákveðið hafi verið
að beina því til umhverfis- og
skipulagsráðs Reykjavíkurborgar
að það beitti sér fyrir því að tekið
yrði föstum tökum hver innan
borgarkerfisins geti borið ábyrgð á
framkvæmdum eins og þeim sem
eru á Lýsisreitnum.
„Á fundi með íbúum kom
fram að verktakinn telur sig vera
innan lagalegra viðmiða. Þegar
fyrir liggur að stefna borgarinnar
er að þétta byggð er það brýnt
hagsmunamál fyrir íbúa að það sé
skýrt hver beri ábyrgðina. Fram-
kvæmdir eiga að ganga betur en
svo að íbúar séu óöruggir með
rétt sinn,“ segir Hildur.
➜ Liggja þarf fyrir
hver ber ábyrgð
FRAMKVÆMDIR Á
LÝSISREITNUM Hús
Svanlaugar Rósar
Ásgeirsdóttur er í
aðeins sex metra fjar-
lægð frá þeim stað
þar sem verið er að
sprengja.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DÓMSMÁL Í ljósi þess að sérstakur
saksóknari hefur gefið út ákæru
á hendur Þorvaldi Lúðvík Sig-
urjónssyni, framkvæmdastjóra
Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarð-
ar (AFE), hefur stjórn AFE orðið
við ósk hans um tímabundið leyfi
frá starfsskyldum.
Í fréttatilkynningu kemur fram
að Oddur Helgi Halldórsson muni
sinna opinberum skyldum félags-
ins á meðan en Þorvaldur mun þó
áfram sinna öðrum verkefnum
sem hann hefur haft með höndum
fyrir félagið. - eh
Ákæra gefin út í Stím-máli:
Fer í leyfi vegna
ákæru sérstaks
SPRUNGA Svan-
laug Rós bendir á
sprungu í vegg.
MANNRÉTTINDI Illugi Gunnarsson
menntamálaráðherra kom í gær
heim frá Rússlandi eftir að hafa
verið viðstaddur Vetrarólympíu-
leikana í Sotsjí.
Illugi bar sem kunnugt er trefil
í regnbogalitunum við setningar-
athöfn leikanna en trefilinn fékk
hann að gjöf frá samtökunum ´78
og Hinsegin dögum í Reykjavík
áður en hann hélt utan.
Illugi sagði fulltrúunum að
hann væri fyrst og fremst að fara
til Rússlands til að þiggja boð á
Ólympíuleika og hann vissi ekki
hvort hann myndi hitta rússneska
ráðamenn.
Það kom svo á daginn að Illugi
hitti enga rússneska ráðamenn en
Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoð-
armaður ráðherra, sagði í samtali
við Fréttablaðið að ráðherra hefði
gert það sem hann gat.
„Illugi hitti íþróttamálaráðherra
annarra Norðurlanda og gerði það
sem hann hafði tækifæri til að
gera til að koma mótmælum gegn
mannréttindabrotum á framfæri,“
sagði Sigríður og vísaði til mynd-
arinnar með trefilinn. - eh
Illugi Gunnarsson sneri heim í gær af Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí:
Hitti enga rússneska ráðamenn
TREFILLINN Illugi bar sem kunnugt er
trefil frá samtökunum ´78 við setning-
arhátíð Ólympíuleikanna í Sotsjí.
BRETLAND, AP William Hague,
utanríkisráðherra Bretlands,
segist hafa trú á því að nú muni
baráttan gegn viðskiptum með
fílabein fara að ganga betur.
Á alþjóðlegri ráðstefnu í Lond-
on í gær hétu fulltrúar stjórn-
valda víða um heim því að herða
nú róðurinn gegn veiðiþjófnaði,
með það fyrir augum að bjarga
Afríkufílnum og fleiri dýrateg-
undum í útrýmingarhættu. Skor-
að var þau á ríki sem gert hafa
fílbein upptækt að eyða því. - gb
Ráðast gegn veiðiþjófnaði:
Reynt að bjarga
afrískum fílum