Fréttablaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 26
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir SKEMMTILEG KEPPNI Brettakeppnin á Ráðhústorgi er einn af hápunktum Éljagangs á Akureyri. MYND/ÚR EINKASAFNI HUNDASLEÐAR Gestum Éljagangs gefst kostur á að prófa hundasleða. MYND/ÚR EINKASAFNI Vetrar- og útivistarhátíðin Élja-gangur hófst í gær á Akureyri og stendur fram á sunnudag. Þetta er fjórða árið í röð sem hátíðin er haldin en þar er boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá í tengslum við útivist og vetrarsport fyrir alla aldurs- hópa. „Allt áhugafólk um útivist getur fundið eitthvað við sitt hæfi á Éljagangi enda er þetta ein stærsta hátíð sinnar tegundar hérlendis. Óhætt er að segja að hvergi sé að finna eins mikla fjöl- breytni í útivist og afþreyingu að vetrar- lagi og verður á Akureyri um helgina,“ segir Dagný Reykjalín, framkvæmda- stjóri og einn af skipuleggjendum há- tíðarinnar. Margir ókeypis viðburðir eru á dag- skrá, til dæmis brettakeppni á Ráðhús- torgi, snjóbrettamót í Hlíðarfjalli og vélsleðaprjónkeppni. Sleðaspyrnan í Hlíðarfjalli er líka mjög vinsæl að sögn Dagnýjar en hún fer fram í flóðlýsingu eftir að skíðasvæðinu hefur verið lokað. „Snjókarlinn sem hefur verið karakter vetrarbæjarins Akureyrar mun núna rísa á túninu fyrir neðan Samkomuhúsið og verður stærri en nokkru sinni fyrr.“ Auk þess bjóða ferðaþjónustu- aðilar frá Norðurlandi upp á fjölmargar skemmtilegar og spennandi ferðir og nefnir Dagný þar meðal annars snjó- sleða- og hestaferðir, snjóþrúgugöngu, troðaraferðir og þyrluskíðaferðir. Ýmis námskeið og kynningar verða auk þess í boði um helgina og má þar nefna skíðanámskeið fyrir fatlaða, gönguskíðanámskeið og sleðahunda- kynningu. Nóg af snjó er á svæðinu og veður- spáin er góð fyrir helgina að sögn Dag- nýjar. „Þessi hátíð hefur verið vel sótt undanfarin ár og við búumst við miklum fjölda í bænum um helgina. Gestir hátíðarinnar eiga að minnsta kosti von á góðri skemmtun í fallegu vetrarveðri. Það verður kalt en þá er um að gera að vera bara vel klæddur.“ Að skipulagi hátíðarinnar koma Akur- eyrarstofa, Hlíðarfjall, Vetraríþróttamið- stöð Íslands, KKA akstursíþróttafélag og Blek auglýsingastofa. Nánari upplýsingar um Éljagang má finna á www.eljagangur.is en á vefnum verður bein útsending frá Ráðhústorgi og þeim viðburðum sem verða haldnir þar. FJÖLBREYTT ÚTIVIST OG AFÞREYING VETRARHÁTÍÐ Akureyri verður vettvangur mikillar vetrar- og útivistarhátíðar um helgina. Fjöldi ókeypis viðburða er í boði fyrir alla aldurshópa. FJÖLSKYLDU- SKEMMTUN „Allt áhugafólk um útivist getur fundið eitthvað við sitt hæfi á Éljagangi,“ segir Dagný Reykjalín, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. MYND/AUÐUNN Verið velkomin! Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Basel Torino SÓFAR Í MIKLU ÚRVALI 20% afsláttur af öllum sófum / sófasettum í völdum áklæðum Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.