Fréttablaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Föstudagur 18 SINFÓ OG PERLUR HVÍTA TJALDSINS Sinfóníuhljómsveit Íslands verður með fjölskyldutónleika í Eldborgarsal Hörpu á morgun kl. 14. Þar lifna við eftirlætislög úr töfraheimi kvikmyndanna, ódauðlegar perlur af hvíta tjaldinu. Flutt verða lög úr Mary Poppins, Steinaldarmönnunum, Bleika pardusnum, Galdrakarlinum í Oz og fleiri. Kynnir er hinn sívinsæli Gói. BRAGÐGÓÐIR LEGGIR Sterkt kryddmauk er undirstaðan í ljúffengri sósu með stökku leggjunum. MYND/VILHELM M atreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holta-kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar okkur uppskrift að soðnum og djúpsteiktum kjúklinga- leggjum í kryddraspi með harissa-sósu. Úlfar eldaði þessa girnilegu máltíð síðasta föstudag á sjónvarps- stöðinni ÍNN. Uppskrift þáttarins í kvöld birtist síðasta föstudag í Fréttablaðinu. Einnig er hægt að horfa á þættina á heimasíðu ÍNN, inntv.is. ELDAÐ MEÐ HOLTA HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi. SOÐNIR OG DJÚPSTEIKTIR KJÚKLINGAL Í KRYDDRASPI MEÐ H KJÓLARDAGAR Í FLASH Lífi ð 14. FEBRÚAR 2014 FÖSTUDAGUR Kristín Helga Guðmundsdóttir FLÓAMARKAÐUR TIL STYRKTAR KONUKOTI 2 Maggý Mýrdal eigandi Fonts.is INNLIT Á FALLEGT HEIMILI HENNAR 4 Íris Björk ljósmyndari í London ÞAÐ ER ENGINN DAGUR EINS Í MÍNU LÍFI 10 2 SÉRBLÖÐ Lífið | Fólk Sími: 512 5000 14. febrúar 2014 38. tölublað 14. árgangur Mestu svikin í heimilisuppbót Hæstu upphæðirnar í bótasvikum tengjast heimilisuppbót lífeyrisþega. Eftirlit hefur sparað ríkissjóði háar upphæðir á undanförnum sex árum. 8 Leyfa líknardráp á börnum Frum- varp um líknardráp á börnum var samþykkt á belgíska þinginu í gær með miklum meirihluta. Belgía verður þar með fyrsta landið sem heimilar líknardráp án lágmarksaldurs. 10 Hart slegist um nautakjöt Skortur er á sláturgripum og hörð samkeppni um nautakjöt. Nautgripabændur fá allt að sex prósenta hækkun á afurða- verði. 12 SPORT Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson hefur náð undraverðum árangri með lið Eisenach í Þýskalandi. 42 LÍFIÐ Vildi ekki hætta í neyslu Aldís Ósk Egilsdóttir vildi ekki hætta í neyslu og var á meðferðarheimilum frá 13 aldri. Hún segir stofnanirnar nauðsynlegar til að kippa börnum út úr skaðlegum aðstæðum. 16 FRÉTTIR Sushi allan sólarhringinn! Rómantík á Valentínusardaginn STJÓRNSÝSLA „Þetta verkefni hefur ekki komist á koppinn ennþá, og það er rétt sem segir í bréfinu að við höfum ekki verið að fram- fylgja þessu. Ég gengst við því,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um eftirlit Fiskistofu með merkingum norskra eldisseiða í sjókví- um hér við land. Strangar reglur eru um eftirlit. Óðinn Sig- þórsson, for- maðu r L a nds - sambands veiðifélaga, sendi fiskistofustjóra bréf á mánudag til að fá upplýsingar um hvernig eftirliti með laxeldi í sjó er hátt- að. Tilefni bréfsins var óskýr svör um eftirlit með laxeldi í sjókvíum frá starfsmönnum Fiskistofu, eins og segir í bréf- inu. - shá / sjá síðu 6 Landssamband veiðifélaga krefur Fiskistofu um svör vegna laxeldis í sjó: Lögboðnu eftirliti ekki framfylgt EFNAHAGSMÁL „Seðlabankinn er bara að vinna þá vinnu sem hann þarf að vinna,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra furðaði sig í ræðu á Viðskiptaþingi í fyrradag á því að Seðlabankinn skyldi leggja vinnu í greiningu á áhrifum skuldaleið- réttinga ríkisstjórnarinnar á verð- bólgu sem birt var í Peningamálum bankans, þegar ríkisstjórnin biði enn eftir greiningu á greiðslujöfn- uði Íslands. „Það var fyrirsjáanlegt að við þessar aðgerðir yrði um töluverða breytingu á þjóðhagsspá að ræða og þess vegna þurfti að skoða þetta sérstaklega. Þessi viðauki var nauðsynlegur liður í að undirbúa bæði ákvarðanir í peningamálum og síðan að gera þá greiðslujafn- aðargreiningu sem Seðlabankinn er að vinna að,“ segir Stefán. „Til að vinna greiðslujafnaðar- greininguna þarf þessi vinna að fara fram, það þarf að meta stöð- una í efnahagslífinu og það sem fram kemur í Peningamálum er liður í því,“ segir Stefán. Forsætisráðherra sagðist furða sig á að hagfræðideild Seðlabankans eyddi tíma og orku í ítarlega greiningu á áhrif- um skuldaleiðréttingarinnar. Hagfræðideild Landsbank- ans segir ríkisstjórnina vantreysta Seðlabankanum til að sinna lögbundnum skyldum. Stefán segir að Seðlabankinn eigi að stuðla að stöðugu verðlagi og ákveðið sjálfstæði vera falið í því. Hann tjái sig ekki um hvort vantraust sé milli Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar. - fbj / sjá síðu 10 Seðlabankinn segist vinna það sem þurfi Greining Seðlabankans á áhrifum skuldaleiðréttinga ríkisstjórnarinnar er for- senda þess að bankinn geti gert greiningu á greiðslujöfnuði, sem ríkisstjórnin bað um, segir talsmaður bankans. Forsætisráðherra gagnrýndi bankann harðlega. FÓLK „Glaðasti hundurinn ætlar í útrás,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni. Búið er að hljóðrita lagið Glaðasti hundur í heimi á grænlensku, færeysku og dönsku. Friðrik Dór Jónsson syngur nýju útgáfurnar eins og þá fyrstu. „Ég hefði ekki getað gert þetta án þeirrar aðstoðar sem ég fékk frá grænlenskum vini mínum, John Kristiansen,“ segir Friðrik Dór. „Frikki varð alveg smá pirr- aður þegar illa gekk með græn- lenskuna en það var bara fyndið,“ bætir Dr. Gunni við. - glp / sjá síðu 46 Dr. Gunni og félagar í útrás: Glaði hundurinn nú á grænlensku Bolungarvík -1° NA12 Akureyri -1° NA 6 Egilsstaðir 0° NA 8 Kirkjubæjarkl. 2° NA 5 Reykjavík 3° NA 7 KÓLNANDI Minnkandi norðaustanátt og úrkoma, víða 5-13 m/s og él NA-lands en bjartviðri S- og V-til. Kólnar í veðri. 4 SKOÐUN Soffía Sigurgeirsdóttir hvetur til þess að dansað verði fyrir betri heimi. 19 MENNING Kraftlyftingar kvenna njóta síaukinna vinsælda meðal ís- lenskra kvenna. 36 SPRENGT Í BAKGARÐINUM „Hér hefur allt nötrað og skolfi ð fi mm til sex sinnum á dag frá því að byrjað var að sprengja,“ segir Svanlaug Rós Ásgeirsdóttir sem býr aðeins sex metra frá þeim stað þar sem sprengt er fyrir bílakjallara fj ölbýlishúss á Lýsisreitnum. Íbúar vilja bætur vegna skemmda en verktakinn segist hafa sprengt innan viðmiðunarmarka. Sjá síðu 4. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JOHN KRISTIANSEN OG FRIÐRIK DÓR Það var fyrirsjáan- legt að við þessar aðgerðir yrði um töluverða breytingu á þjóðhagsspá að ræða. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðla- banka Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.