Fréttablaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 62
14. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 46 „Bergur er svolítið marinn á sál- inni,“ segir Þórarinn Þórarins- son, nýr sambýlismaður hálf- villta stjörnukattarins Bergs. „Hann er varkár, en hann hefur staðið sig vel í þessa tvo sólar- hringa síðan hann kom hingað. Hann borðar matinn sinn og pissar í sandinn eins og fyrir- myndarköttur,“ segir Þórarinn. „Það er sambýlismaður minn, hann Óskar, sem lagði kettinum til þetta heimili okkar.“ Þórarinn og Óskar eru báðir miklir dýravinir. „Við unnum saman í gullfiskabúð í Fischer- sundi. Við erum mjög vel að okkur í köttum. Ég hef ekki tölu á þeim köttum sem við höfum átt, en við höfum reyndar aldrei átt kött saman áður. Við Óskar erum æskuvinir, en hann hirti mig upp af götunni í haust. Óskar er svolítið í því að taka að sér vegalausa ræfla. Það ríkir því mikill skilningur á milli mín og Bergs. Báðir höfum við verið til vandræða.“ Fyrsta kvöldið hreiðraði Berg- ur um sig í eldhúsvaskinum. „Hann hvæsti þegar ég nálgað- ist, þannig að það var ekki hægt að vaska upp það kvöldið,“ segir Þórarinn. - ue Hirðir upp vegalausa ræfl a Stjörnukötturinn Bergur er kominn á gott heimili þar sem hann hreiðraði um sig í eldhúsvaskinum. Nýir eigendur hans eru mjög vel að sér í köttum. FRÆGUR Kattholt bjargaði kettinum Bergi. Bergur er svolítið marinn á sálinni. Þórarinn Þórarinsson Beauty and the Beast. Disney er með mig í vasanum og ég kann öll lögin í þeirri mynd utanað. Átti plaköt, geisladiskinn, bolla og lykla- kippu. Var og er algerlega heilluð af þeirri mynd. Margrét Gauja Magnúsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar BÍÓMYNDIN „Glaðasti hundurinn ætlar í út- rás,“ segir Gunnar Lárus Hjálm- arsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, en hann vinnur hörðum höndum þessa dagana að því að klára þrjár nýjar útgáfur af lag- inu Glaðasti hundur í heimi. Búið er að hljóðrita lagið á grænlensku, færeysku og dönsku. „Þetta er bara hugmynd sem ég fékk, það væri gaman að geta farið til dæm- is til Grænlands að skemmta,“ segir Dr. Gunni. Friðrik Dór sem söng upphaf- lega útgáfu lagsins syngur einnig nýju útgáfurnar. „Grænlenskan var virkilega snúin og ég hefði ekki getað þetta án þeirrar aðstoð- ar sem ég fékk frá grænlenskum vini mínum, John Kristiansen,“ segir Friðrik Dór um grænlensk- una. Það voru Grænlendingarnir Avijaja Tryggvadóttir og John Kristiansen sem þýddu texta lags- ins og svo hjálpaði John Frikka með framburðinn og annað slíkt í upptökunum. „John sagði að ég væri alveg fínn í þessu,“ bætir Friðrik Dór við. Hann söng línu og línu og segist ekki hafa getað sungið lagið allt í gegn en atkvæð- in eru talsvert fl eiri í grænlensku útgáfunni en þeirri íslensku. „Frikki varð alveg smá pirraður þegar illa gekk með grænlensk- una en það var bara fyndið,“ bæt- ir Dr. Gunni við. Það gekk þó betur að syngja inn Hundinn á færeysku og dönsku. „Reynir Þór Eggertsson, betur þekktur sem Eurovision-Reynir, aðstoðaði mig við dönskuna, það gekk mjög vel og ég varð dönsku- kennurunum mínum allavega ekki til skammar,“ útskýrir Friðrik. Hann fékk þó ekki neinn leið- beinanda þegar hjólað var í upp- tökur á færeysku útgáfunni. „Ég er nú einn áttundi Færeyingur þannig að amma hefði orðið sár ef ég hefði klúðrað færeyskunni,“ segir Friðrik. Það kom þó til greina að fá Geir Ólafs til að að- stoða við færeyska framburðinn þar sem hann hefur sungið á færeysku. „Það kom til tals að fá Geir en þetta reddaðist,“ segir Friðrik. Þá er búið að teikna þrjá nýja hunda. „Grænlenski hundurinn er sleðahundur, danski hundur- inn er svona pulsuhundur og svo er færeyski hundurinn einhvers konar smalahundur,“ útskýrir Dr. Gunni. Nú tekur við hljóðblöndun og önnur vinnsla en gert er ráð fyrir að nýju útgáfurnar verði full- kláraðar á næstu vikum. „Þrjú ný myndbönd með teikningum Ránar Flygenring munu líta dags- ins ljós á næstu vikum og það er hin fi mmtán ára Didda sem býr til myndböndin,“ segir Dr. Gunni. gunnarleo@frettabladid.is Glaðasti hundur í heimi fer í útrás Búið er að taka upp þrjár nýjar útgáfur af laginu, grænlenska, færeyska og danska. „Grænlenskan var virkilega snúin,“ segir Friðrik Dór sem syngur lagið. GÓÐIR VINIR Friðrik Dór Jónsson og John Kristiansen eru hér hressir á milli upptaka á grænlensku útgáfunni af laginu Glaðasti hundur í heimi. John aðstoðaði Friðrik Dór við framburð, túlkun og annað á grænlenska textanum. MYND/GUNNAR LÁRUS HJÁLMARSSON Frikki varð alveg smá pirraður þegar illa gekk með grænlensk- una en það var bara fyndið. Gunnar Lárus Hjálmarsson Uanga nuannaarnerparpaavunga qimminit nunarsuarmi Ullut tamaviisa pattalaarneqar- tuartarpunga Nuannaarnerparpaavunga qimm- init nunarsuarmi Saanikorsuarmillu nerisassannik tunitsittarlunga Ég er glaðasti, glaðasti, glaðasti hundur í heimi. Mér er klappað á hverjum degi og ég er að fíl‘aða. Ég er glaðasti, glaðasti, glaðasti hundur í heimi. Lífið henti í mig beini og ég ætla að nag‘aða. Samanburður á viðlögunum á grænlensku og íslensku www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Grandi | Kræsingar & kostakjör ÞORSKLIFUR FERSK KILÓVERÐ 247,- ÞORSKHROGN FERSK KILÓVERÐ 691,- SPRIKLANDI FERSKT Í NETTÓ Hef hafið störf á Hársnyrtistofunni Primadonna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.