Fréttablaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 32
FRÉTTABLAÐIÐ Kristín Sof f ía Jónsdóttir. Valentínusardagurinn. Dagur í lífi Írisar Bjarkar. Spjörunum úr og bloggarinn. 6 • LÍFIÐ 14. FEBRÚAR 2014 Þ að er fyndið að segja frá því hvernig ég byrjaði í pólitík. Ég hætti að reykja í októ- ber 2008 og það tók svolítið á. Ég varð dálítið skapstygg eins og gengur. Svo hrundi Ísland sem bætti ekki úr skák. Til þess að vinna úr allri gremjunni fór ég að hlaupa, með vinkonu minni. Við hlupum Sæbrautina þvera og endi- langa, framhjá bönkunum og end- uðum oft við Skarfabakka, gegnt Viðey, þar sem við áttum það til að öskra á Friðarsúluna,“ rifjar Krist- ín upp, en hún var á þessum tíma aðstoðarkennari í stærðfræði í HÍ meðfram námi. „Ég keypti mér íbúð 2004 á 100% verðtryggðu láni og var að láta krakkana reikna út hvað væri að verða um þetta lán. Einhvern daginn var ég orðin nokkuð tryllt yfir verðbólgu og frekar svart- sýn á framhaldið og ég hringdi í pabba og jós úr skálum reiði minn- ar. Hann svaraði mjög rólegur að það væri fundur á Hallveigarstíg sem Samfylkingin væri að halda og ég ætti bara að drífa mig þang- að. Þannig að ég skokkaði þarna inn, þekkti engan, setti mig á mæl- endaskrá, fór upp í pontu og bil- aðist. Og sagði þeim að þeir gætu nú bara verið ánægðir með að fólk væri ekki að fatta hversu slæmt ástandið væri, því þá væru menn að kveikja í strætisvögnum. Eftir það kippti Dagur [Dagur B. Egg- ertsson] mér inn og ég hef ekkert litið til baka síðan,“ segir Kristín, og hlær. Enginn óttast ungt fólk Kristín er 32 ára gömul og er nú yngst af þeim sem náðu kjöri. „Ef ekkert kemur á óvart í nýjum framboðum, og allt geng- ur að óskum, yrði ég sennilega yngsti borgarfulltrúinn. Þó er ég strax orðin af annarri kynslóð en yngstu kjósendur. Mér finnst ungt fólk stundum ekki alveg fatta að það er verið að senda því reikn- inginn. Lobbíismi, hann virk- ar, svo ég tali hreint út. Þeir sem öskruðu á skuldaniðurfellingar fengu þær í gegn, þeir sem vildu ekki hafa veiðigjöld fengu þau felld niður. Hvað er gert fyrir ungt fólk? Jú, innritunargjöld í HÍ eru hækkuð, það fær skerðingu hjá LÍN og reikninginn fyrir skulda- niðurfellingum. Það græðir ekk- ert á þeim. Þetta er orðin frek- ar svört mynd. Hvert er auðveld- ast að senda reikninginn? Á þann sem þegir. Það óttast enginn ungt fólk. Ef við erum með kynslóð sem heldur að það sé tvíhliða samning- ur að skipta sér ekki af pólitík, þá er hætt við ákveðinni bjögun í því hvernig stjórnvöld haga sér. Þótt þú skiptir þér ekki af pólitík, þá skipta stjórnvöld sér nákvæmlega jafn mikið af þér og næsta manni.“ Gerði lítið úr kynjabaráttu Nú voru tvær konur í fyrstu fjór- um sætum í prófkjörinu. Er öðru vísi að vera stelpa en strákur í þinni vinnu? „Já, ég finn fyrir því að vera stelpa. Stundum held ég líka að ég gangi of auðveldlega inn í það hlut- verk sjálf. Maður er oft of fljót- ur að hlaupa í þjónustuhlutverkið ef manni líður óþægilega í aðstæð- um. Ég finn það hjá mér sjálfri, að finnast fínt að fara og hella upp á kaffi fyrir karlana ef maður er eitthvað stressaður eða upplifir að aðrir ætlist til þess af manni. Ég hélt þegar ég var yngri að konur væru með lægri laun, eða það væri borin minni virðing fyrir þeim, því þær væru bara ekki að krefjast þess sjálfar. Ég gerði lítið úr kynjabaráttu, í menntaskóla, þegar maður hélt að maður vissi allt. Og hélt að ef maður væri með munninn fyrir neðan nefið væri þessi kynjabarátta einhverra ann- arra kvenna sem þyrðu ekki að biðja um það sem þær vildu. Það var harður veruleiki að horfast í augu við að það er kynjamisrétti um allt, sérstaklega á almennum vinnumarkaði. Gott dæmi er að þegar ég út- skrifaðist úr menntaskóla byrjaði ég að vinna á matsölustað. Þá var reglan þannig að stelpur unnu í salnum og strákar á barnum. Svo var önnur regla, en hún var sú að þeir sem unnu á barnum voru með hærri laun en þeir sem unnu í saln- um. Við náðum á endanum að fá eitthvað fram, en þurftum að berj- ast með kjafti og klóm til að fá sömu laun og vinir okkar,“ segir Kristín. Bótox í baráttu við exem Kristín heldur að það sé betra að hafa kynjakvóta. Hún segir ekki eðlilegt að konur skipti sér bara af menntamálum og karlar af skipu- lagsmálum. „Það verður að hafa meiri kynjajöfnun alls staðar. Það er betra fyrir samfélagið ef full- trúar af báðum kynjum eru í öllum málaflokkum. Það er kannski sá kynjamúr sem er eftir. Nú erum við komin með kynjakvótann inn í ráð og nefndir en það vantar að kynin sjálf fari út fyrir sitt hlut- verk. Ég var eina konan af sjö í prófkjöri sem var í „hörðu málun- um“. Ég held að það sé líka mikil- vægt að við leyfum körlum að ein- beita sér að mennta- og velferð- armálum án þess að okkur finnist það skrýtið. Öll höfum við áhuga á öllum þessum málaflokkum, en til þess að við séum sterk þá vilj- um við sérhæfingu.“ Kristín held- ur áfram. „Það er til dæmis pressa á bæði stráka og stelpur að vera sæt og líka pressa á að fólk sé ungt og grannt. Þegar ég hugsa núna, um þetta viðtal, er ég ábyggi- lega stressaðri yfir því að mynd- in verði ljót en að ég segi eitthvað heimskulegt í viðtalinu. Sem er fá- ránlegt. Ég hef einu sinni farið að gráta eftir viðtal af því að hárið á mér var svo ljótt. Svo lenti ég einu sinni í því að fá exem í andlit- ið og ég hékk í speglinum alla daga að bera á mig sterakrem í barátt- unni við exemið, og ég hékk svo mikið í speglinum að ég var farin að sjá hrukku á milli augnanna á mér, sem ég held í dag að hafi ekki einu sinni verið þar. Svo einn Benetton Smáralind – Benetton Glerártorgi Joggingbuxur kr. 1.995 Margir litir, stærðir frá 74-160 KRISTÍN SOFFÍA ÖSKRAÐI Á FRIÐARSÚLUNA Kristín Soffía Jónsdóttir er spútnik í borgarlífi nu. Hún varð í fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í borginni um síðustu helgi og ætlar sér að verða borgarfulltrúi. Kristín er með BS-gráðu í verkfræði, vill að borgarbúar njóti þess að búa í Reykjavík og vill að ungt fólk fái málsvara í pólítík. NAFN: Kristín Soffía Jónsdóttir ALDUR: 32 ára STARF: Pólitíkus HJÚSKAPARSTAÐA: Í sambúð með Gesti Pálssyni Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.