Fréttablaðið - 14.02.2014, Side 25
SINFÓ OG PERLUR HVÍTA TJALDSINS
Sinfóníuhljómsveit Íslands verður með fjölskyldutónleika
í Eldborgarsal Hörpu á morgun kl. 14. Þar lifna við
eftirlætislög úr töfraheimi kvikmyndanna, ódauðlegar
perlur af hvíta tjaldinu. Flutt verða lög úr Mary Poppins,
Steinaldarmönnunum, Bleika pardusnum, Galdrakarlinum
í Oz og fleiri. Kynnir er hinn sívinsæli Gói.
BRAGÐGÓÐIR
LEGGIR
Sterkt kryddmauk er
undirstaðan í ljúffengri
sósu með stökku
leggjunum.
MYND/VILHELM
Matreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holta-
kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar okkur
uppskrift að soðnum og djúpsteiktum kjúklinga-
leggjum í kryddraspi með harissa-sósu. Úlfar eldaði
þessa girnilegu máltíð síðasta föstudag á sjónvarps-
stöðinni ÍNN. Uppskrift þáttarins í kvöld birtist
síðasta föstudag í Fréttablaðinu. Einnig er hægt að
horfa á þættina á heimasíðu ÍNN, inntv.is.
ELDAÐ MEÐ HOLTA
HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann
sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með
honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi.
12-16 kjúklingaleggir
2 hvítlauksgeirar, gróft saxaðir
1 msk. engifer, gróft saxað
1/2 chilli-pipar
2 tsk. harissa-mauk
1 tsk. salt
Vatn þannig að fljóti yfir leggina.
Setjið allt í pott og sjóðið við vægan hita í 2 mín. Veiðið þá legg-
ina upp úr vatninu og kælið lítið eitt.
KRYDDRASPUR
1-2 dl hveiti
2 egg
1 dl mjólk
1 dl brauðrasp
1 dl kurlað Pesto Cruton (brauðteningar), fæst í Hagkaup
Setjið hveitið í skál. Pískið saman egg og mjólk og setjið í aðra
skál. Blandið saman raspi og kurluðu Pesto-brauðteningunum
og setjið í þriðju skálina.
Veltið leggjunum fyrst upp úr hveiti, síðan eggjablöndunni og
síðast raspinu. Djúpsteikið leggina í 180°C heitri olíu í 4 mín. eða
þar til leggirnir eru orðnir fallega gullinbrúnir. Berið leggina fram
með harissa-sósunni og til dæmis heimalöguðum kartöfluflög-
um og salati.
HARISSA-SÓSA
1 dl sýrður rjómi
1 dl Ab-mjólk
1 dl majones
3-4 tsk. harissa-mauk
Fínt rifinn börkur og safi úr 1 límónu
1 tsk. hlynsíróp
2 msk. kóríander, smátt saxað, má sleppa
Salt og nýmalaður pipar
Allt sett í skál og blandað vel saman.
SOÐNIR OG DJÚPSTEIKTIR KJÚKLINGALEGGIR
Í KRYDDRASPI MEÐ HARISSA-SÓSU
Sjá fleiri myndir á
Kjóll áður 16.990
Nú 12.990 kr.
Kjóll áður 12.990
Nú 9.990 kr.
KJÓLARDAGAR Í FLASH
Lægra verð
HEILSURÉTTIR
Fullir af trefjum, próteinum og góðum kolvetnum.
Kryddaðir með ferskum hvítlauk, engifer og chilli.
Án salts og sykurs.
Eggjanúðlur með kjúklingi, eggjum og grænmeti
Orka, kkal 92 Prótein 10,8 gr Kolvetni 10,2 gr Fita 1,4 gr
980 | 1340
065
Veitingahús Nings eru opin alla daga frá 11:30 til 22:00 - Suðurlandsbraut | Hlíðarsmári | Stórhöfði | www.nings.is
Toppur
99
kr.
með öllum
heilsuréttum Nings
í Janúar 2014