Fréttablaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 8
14. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
ÞAÐ GETA EKKI ALLIR
VERIÐ GORDJÖSS
Það er mikið í mig lagt
Þú veist það um leið og þú sérð hann. Það er eitthvað einstakt við Range Rover Evoque. Hönnunin grípur þig
samstundis. Útlitið er loforð um ævintýri, þægindi og óbeislaða upplifun. Búnaðurinn er á heimsmælikvarða,
hvort sem um ræðir aksturseiginleika, fjöðrunarbúnað, drifkerfi eða afl.
Reynsluaktu Evoque og leyfðu honum að heilla þig. Hafðu samband í síma 525 8000 eða komdu í heimsókn.
www.landrover.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
11
4
5
*M
ið
að
v
ið
u
pp
ge
fn
ar
v
ið
m
ið
un
ar
tö
lu
r
fr
am
le
ið
an
da
u
m
e
ld
sn
ey
tis
no
tk
un
í
bl
ön
du
ðu
m
a
ks
tr
i.
RANGE ROVER EVOQUE – VERÐ FRÁ 8.770.000 KR.
4x4 - TD4 2,2 dísil, 9 þrepa sjálfskipting. Eyðsla 6,5 l/100 km.*
BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000
➜ Sparnaður ríkissjóðs vegna stöðvana bóta, eftir flokkum
Heimilisuppbót
Mæðra-/feðralaun
Meðlag
Búsettir erlendis
549.000 kr.
62.564.000 kr.
690.000 kr.
5.941.000 kr.
878.000 kr.
12.266.000 kr.
1.863.000 kr.
17.354.000 kr.
2007 2013
Sparnaður í heild ef bætur sem voru
stöðvaðar árin 2007 - 2013 hefðu ver-
ið greiddar áfram í fi mm ár eða tíu ár
2,3 milljarðar
miðað við fimm ár
4,6 milljarðar
miðað við tíu ár
VELFERÐARMÁL Mesti sparnaður-
inn sem hlotist hefur af eftirlits-
aðgerðum Tryggingastofnunar
með bótasvikum er vegna heimil-
isuppbótar, 240 milljónir frá árinu
2007. Þetta kemur fram í svari
félags- og tryggingamálaráðherra
við fyrirspurn Vigdísar Hauks-
dóttur þingmanns um bótasvik.
Næstmestur sparnaður hlaust
vegna stöðvunar meðlaga, eða
116 milljónir á tímabilinu 2007 til
2013. Þá er sparnaður vegna stöðv-
unar greiðslna til þeirra sem búa
erlendis 61 milljón á tímabilinu og
stöðvunar mæðra- og feðralauna
47 milljónir.
Hjá Tryggingastofnun feng-
ust þær upplýsingar að áhersl-
an á þessa bótaflokka helgist af
því hvaða upplýsingum stofnunin
hefur aðgang að.
„Sé eitthvert eftirlit réttlætan-
legt þá er það eftirlit með bóta- og
skattsvikum,“ segir Vigdís. Hún
hefur að auki lagt fram sambæri-
lega fyrirspurn á Alþingi sem snýr
að skattsvikum.
Hagræðingarhópur, sem Vig-
dís veitti formennsku, lagði til að
farin yrði svokölluð norsk leið þar
sem ein útgreiðslustofnun vegna
allra greiddra bóta hefur heimild
til að samkeyra opinber gögn til að
koma í veg fyrir rangar greiðslur
og bótasvik. Forstjóri Trygginga-
stofnunar, Sigríður Lillý Baldurs-
dóttir, hefur einnig lýst áhuga á að
fara þá leið.
„Í hagræðingarhópnum og í
fjárlaganefnd þurftum við að velta
fyrir okkur hverri einustu krónu,
og þá fór ég að hugleiða hvað fari
mikið fram hjá ríkissjóði í skatt-
og bótasvikum,“ útskýrir Vigdís,
en leggur áherslu á mikilvægi
góðs bótakerfis fyrir þá sem ekki
geta verið á vinnumarkaði.
Vigdís telur líklegt að kostnað-
ur vegna bótasvika sé enn hærri
en kemur fram í svari ráðherra.
„Sumir segja að þetta séu sex til
tíu milljarðar á ári,“ segir hún.
Sparnaðurinn sem hlýst af eftir-
liti Tryggingastofnunar er settur
í samhengi við aðrar greiðslur
stofnunarinnar í svari ráðherra.
Tæplega 120 milljónir króna spör-
uðust með eftirliti á árinu 2012, en
útgjöld vegna maka- og umönnun-
arbóta námu alls 127 milljónum
árið 2013.
Þá greiddi stofnunin tæplega
tvö þúsund foreldrum langveikra
og alvarlega fatlaðra barna sam-
tals 121 milljón króna í umönnun-
argreiðslur í janúar 2014.
Í svarinu kemur einnig fram að
Tryggingastofnun hafi ekki tekið
saman þann sparnað sem hlýst
af svokölluðu samtímaeftirlit, en
talið er að þær upphæðir hlaupi á
milljörðum króna.
Forstjóri Tryggingastofnunar
segir enga leið að meta heildar-
umfang bótasvika út frá aðgerð-
um eftirlitsdeildar stofnunarinnar.
„Við erum rétt að snerta yfirborðið
miðað við nágrannalöndin,“ segir
Sigríður Lillý. eva@frettabladid.is
Flest svik tengjast heimilisuppbót
Eftirlit með bótasvikum hefur sparað ríkissjóði háar upphæðir á undanförnum sex árum. Hæstu upphæðirnar tengjast heimilisuppbót líf-
eyrisþega og fylgist Tryggingastofnun sérstaklega vel með þeim bótaflokki. Þingmaður telur líklegt að upphæðirnar séu enn hærri og vill
leggja meira í eftirlitið. Framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins bendir á að ekki sé auðvelt að komast á örorkubætur og mikið eftirlit fylgi.
Hjá Tryggingastofnun fengust þær upplýsingar að
ástæða þess, að heimilisuppbót er stærsti bótaflokk-
urinn þegar kemur að sparnaði vegna bótasvika, er að
heimilisuppbót er útgjaldamikill bótaflokkur. Tiltölu-
lega auðvelt er að sannreyna undirliggjandi forsendur,
miðað við aðra flokka, auk þess sem reynslan hafi sýnt
að fylgjast þurfi vel með þessum bótaflokki.
Skilyrðin sem þarf að uppfylla til þess að fá heimilis-
uppbót er að búa einn og vera búsettur á Íslandi.
Þá mega ellilífeyrisþegar hafa tekjur allt að 290.300
krónum á mánuði, en örorkulífeyrisþegar 294.592
krónur, áður en heimilisuppbótin fellur niður.
Heimilisuppbót er tæpar 32.809 krónur á mánuði,
eða um það bil 15 prósent af heildarupphæð bóta.
Jafnvel þótt sambýlingur lífeyrisþega sé tekjulaus, fellur
heimilisuppbótin niður um leið og bótaþegi býr ekki
lengur einn. Þá fellur hún einnig niður þegar börn líf-
eyrisþega ná 18 ára aldri.
➜ Hvað er heimilisuppbót?
„Það er nauðsynlegt að hafa í huga
að inni í þessum tölum eru auk
örorkulífeyrisþega ellilífeyrisþegar
og aðrir hópar sem fá bætur,“ segir
Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastýra
Öryrkjabandalagsins. Hún bendir
jafnframt á að það séu dæmi um að
fólk fái ekki greitt það sem því ber.
Ellilífeyrisþegar voru tæplega þrjátíu
þúsund árið 2013 en örorkulífeyrisþegar rúmlega
sextán þúsund.
Lilja leggur áherslu á að meginþorri lífeyrisþega
er heiðarlegur. „Það fer mikið púður í að rannsaka
bótasvik, en fólk þarf að vita að það er ekki auðvelt
að komast á örorkubætur og það er mikið eftirlit í því
ferli,“ segir Lilja. Árið 2013 voru skráð bótasvikamál
hjá TR samtals 627, en heildarfjöldi lífeyrisþega það
ár var 48.411, auk annarra hópa sem þiggja bætur.
➜ Ekki auðvelt að komast á örorkubætur
BÓTASVIK Rúmlega sex hundruð bóta-
svikamál komu inn á borð eftirlitsdeild-
ar Tryggingastofnunar á síðasta ári.
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA.