Fréttablaðið - 14.02.2014, Síða 26

Fréttablaðið - 14.02.2014, Síða 26
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir SKEMMTILEG KEPPNI Brettakeppnin á Ráðhústorgi er einn af hápunktum Éljagangs á Akureyri. MYND/ÚR EINKASAFNI HUNDASLEÐAR Gestum Éljagangs gefst kostur á að prófa hundasleða. MYND/ÚR EINKASAFNI Vetrar- og útivistarhátíðin Élja-gangur hófst í gær á Akureyri og stendur fram á sunnudag. Þetta er fjórða árið í röð sem hátíðin er haldin en þar er boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá í tengslum við útivist og vetrarsport fyrir alla aldurs- hópa. „Allt áhugafólk um útivist getur fundið eitthvað við sitt hæfi á Éljagangi enda er þetta ein stærsta hátíð sinnar tegundar hérlendis. Óhætt er að segja að hvergi sé að finna eins mikla fjöl- breytni í útivist og afþreyingu að vetrar- lagi og verður á Akureyri um helgina,“ segir Dagný Reykjalín, framkvæmda- stjóri og einn af skipuleggjendum há- tíðarinnar. Margir ókeypis viðburðir eru á dag- skrá, til dæmis brettakeppni á Ráðhús- torgi, snjóbrettamót í Hlíðarfjalli og vélsleðaprjónkeppni. Sleðaspyrnan í Hlíðarfjalli er líka mjög vinsæl að sögn Dagnýjar en hún fer fram í flóðlýsingu eftir að skíðasvæðinu hefur verið lokað. „Snjókarlinn sem hefur verið karakter vetrarbæjarins Akureyrar mun núna rísa á túninu fyrir neðan Samkomuhúsið og verður stærri en nokkru sinni fyrr.“ Auk þess bjóða ferðaþjónustu- aðilar frá Norðurlandi upp á fjölmargar skemmtilegar og spennandi ferðir og nefnir Dagný þar meðal annars snjó- sleða- og hestaferðir, snjóþrúgugöngu, troðaraferðir og þyrluskíðaferðir. Ýmis námskeið og kynningar verða auk þess í boði um helgina og má þar nefna skíðanámskeið fyrir fatlaða, gönguskíðanámskeið og sleðahunda- kynningu. Nóg af snjó er á svæðinu og veður- spáin er góð fyrir helgina að sögn Dag- nýjar. „Þessi hátíð hefur verið vel sótt undanfarin ár og við búumst við miklum fjölda í bænum um helgina. Gestir hátíðarinnar eiga að minnsta kosti von á góðri skemmtun í fallegu vetrarveðri. Það verður kalt en þá er um að gera að vera bara vel klæddur.“ Að skipulagi hátíðarinnar koma Akur- eyrarstofa, Hlíðarfjall, Vetraríþróttamið- stöð Íslands, KKA akstursíþróttafélag og Blek auglýsingastofa. Nánari upplýsingar um Éljagang má finna á www.eljagangur.is en á vefnum verður bein útsending frá Ráðhústorgi og þeim viðburðum sem verða haldnir þar. FJÖLBREYTT ÚTIVIST OG AFÞREYING VETRARHÁTÍÐ Akureyri verður vettvangur mikillar vetrar- og útivistarhátíðar um helgina. Fjöldi ókeypis viðburða er í boði fyrir alla aldurshópa. FJÖLSKYLDU- SKEMMTUN „Allt áhugafólk um útivist getur fundið eitthvað við sitt hæfi á Éljagangi,“ segir Dagný Reykjalín, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. MYND/AUÐUNN Verið velkomin! Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Basel Torino SÓFAR Í MIKLU ÚRVALI 20% afsláttur af öllum sófum / sófasettum í völdum áklæðum Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.