Fréttablaðið - 01.04.2014, Page 38
1. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 34
„Hann kemur hingað frá Noregi,
búinn að vera þar að gigga í nokk-
ur ár, svo eftir sumarið fer hann
aftur heim,“ segir Margrét Erla
Maack í Sirkus Íslands. Sirkusinn
mun ferðast um landið í sumar
og með í för verður sirkusbjörn,
sem getur húlað og hjólað. Í dag
verður ókeypis í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinn milli klukkan 16
og 17 fyrir alla þá sem mæta með
bangsana sína og geta gestir barið
sirkusbjörninn augum.
„Hann getur líka ýmislegt fleira
en við þurfum að sjá til hversu vel
hann treystir okkur, og hvern hann
velur til að verða vin sinn. Ég vona
að það verði ég, en ætli það verði
ekki Daníel (Hauksson, sirkus-
listamaður) sem hann velur,“ bætir
Margrét Erla við. Þjálfari og eig-
andi bjarndýrsins kemur með og
kynnir hann fyrir sirkusmeðlim-
um.
Björninn kemur úr sóttkví í dag,
þriðjudag, og þar til ferðalagið
hefst í júní verður hann í Húsdýra-
garðinum. „Við erum í samstarfi
við Fjölskyldu- og húsdýragarð-
inn með björninn okkar. Það hent-
ar okkur mjög vel, við æfum þarna
í næsta nágrenni,“ segir Margrét.
Tómas Óskar Guðjónsson hjá
Fjölskyldu- og húsdýragarðinum
er spenntur fyrir verkefninu.
„Við höfum verið að víkka
aðeins sjóndeildarhringinn með
til dæmis eðlum og einum snák.
Þetta er stórt verkefni og er ágæt-
is æfing fyrir þennan ísbjörn sem
var lofað fyrir nokkrum árum.
Sirkusbjörn er þó mun gæfara og
viðráðanlegra dýr en ísbjörn, enda
taminn.“
„Það hefur verið erfitt að halda
þessu leyndu, en við vildum ekk-
ert segja fyrr en það væri alveg
hundrað prósent á tæru að björn-
inn væri unninn,“ segir Lee Nelson
sirkusstjóri. „Bæði hefði ýmislegt
getað komið fyrir á ferðalaginu til
landsins og síðan var mikill reglu-
gerðartangó við Matís.“ TVG Zim-
sen flutti björninn til landsins og
líka sirkustjaldið sem verður nýtt
á ferðalaginu í sumar.
„Þetta er án efa eitt óvenjuleg-
asta og skemmtilegasta verkefni
sem TVG-Zimsen hefur tekið þátt
í. TVG-Zimsen mun sjá um alla
skipulagningu, framkvæmd og
flutning á búnaði og birni fyrir
sirkusinn,“ segir Björn Einarsson,
framkvæmdastjóri TVG-Zimsen.
En fær björninn íslenskt nafn?
„Hann heitir Bamse, en ætli við
köllum hann ekki bara Bangsa,“
segir Margrét. Bangsi er mikil
félagsvera og er búinn að vera ein-
mana í sóttkvínni að sögn hennar.
Því vill Sirkus Íslands kynna hann
fyrir ungum sem öldnum í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum í dag.
liljakatrin@frettabladid.is
Fyrsti íslenski sirkus-
björninn til sýnis
Sirkus Íslands býður fólki að sjá björninn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í
dag. Björninn kemur frá Noregi og heitir Bamse en verður kallaður Bangsi.
EINMANA Í SÓTTKVÍ Björninn kemur úr sóttkví í dag og því vill Sirkus Íslands
kynna hann fyrir landsmönnum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá klukkan
16 til 17. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
The Coocoo‘s Nest á Grandagarði
23 er í uppáhaldi og þar eru falar
myndir eftir kærustu mína, Hörpu
Einars.
Snorri Engilbertsson leikari
BESTI BITINN
Hann getur líka
ýmislegt fleira en við
þurfum að sjá til hversu
vel hann treystir okkur,
og hvern hann velur til
að verða vin sinn. Ég
vona að það verði ég.
Margrét Erla Maack
„Þetta var nú bara Facebook-áskor-
un frá Hanna trommara, ég legg
það nú ekki í vana minn að klæð-
ast svona Buffalo-skóm,“ segir Her-
bert Viðarsson, bassaleikari Skíta-
mórals, en hann stal senunni með
því að vera í hvítum Buffalo-skóm
á dansleik sem sveitin kom fram á
um liðna helgi á skemmtistaðnum
Spot. Skórnir, sem voru skjanna-
hvítir, vöktu mikla athygli enda
talsverður tími síðan Buffalo-skór
voru í tísku en þeir voru alls ráð-
andi í skótísku landsmanna um
miðjan tíunda áratug síðustu aldar.
„Ég keypti skóna í Þýskalandi
fyrir um tveimur árum. Við Gunni
Óla vorum þar í menningarferð og
keyptum þá á sígaunamarkaði í
Frankfurt, þeir voru allavega ónot-
aðir og lúkka vel,“ segir Herbert
um skóna en hann fékk þó engan
kjánahroll yfir að vera í þeim um
helgina.
Voru meðlimir Skítamórals ekki
allir miklar Buffalo-aðdáendur á
sínum tíma? „Við vorum aldrei í
Buffalo-skóm en við vorum meira
í Swear-skóm úr Gallabuxnabúð-
inni, þeir voru sverari en Buffalo-
skór og voru líka háir.“
Herbert segir allt geta gerst
næst þegar Skítamórall kemur
fram. „Það er aldrei að vita hvað
gerist næst, þetta var bara áskor-
un sem ég tók, kannski skora ég á
Hanna að spila í bleikum netbol á
næsta balli,“ segir Herbert léttur í
lundu. - glp
Hvítir buff alo skór stela senunni
Herbert Viðarsson, bassaleikari Skítamórals, stal senunni þegar sveitin kom
fram á Spot á laugardagskvöld, þegar hann klæddist hvítum Buff alo-skóm.
GEGGJAÐIR SKÓR Herbert Viðarsson
er hér í glæsilegu hvítu Buffalo-skónum
sínum. MYND/DJ ATLI
PAAPAAAAAPAAAPAPPPAAPAPPPPP
RRRRRRRRRRR
\\\\\\\\\\T
BW
A
TB
W
A
A
W
A
W
A
W
A
TB
W
A
BWBWWWTB
WWBWTBT
••
AAA
AAAAAAAAAAAAAAAAAAAA
S
ÍAAASÍ
A
SÍ
A
S
ÍA
SS
••••••••••••
30
95
30
95
13
09
5
13
09
5
13
09
5
30
9
1313
444
11
IP
A
R\
PI
PA
R\
PA
R\
PI
PA
R\
A
R\
PI
PA
R
PI
PA
R
PI
PA
R
PA
PI
PA
PI
PA
PI
PIPI
PIPIIPIPIPIIPIIPIPIPIPPPPPP
TT
AAAAAAAA
BW
A
W
AA
BW
AA
BW
AA
•
SÍ
A
•••
S
A
•
SÍSÍ
A
SÍ
A
•
••
S
ÍA
•
S
ÍAÍÍÍSÍ
A
••
SÍ
A
•
Í
••••••••••
PI
PPPPPIPPI
P
PI
P
PI
PP
PI
PPPPP
PI
PPPIPIPPI
P
PI
P
PI
PIIIIIPPPPPPI
PPPIPPI
P
PI
PP
PI
PPP
PI
PPIPPI
P
PI
P
PI
PIIPPP
PAAAAPAPAAAAAPAPAPAPAAAAPAPAPAPAPAPAAAAAAAA
111111 RRRRRRR
44444444 \\\\\\\\\\\\\\T
BW
A
TB
W
A
W
A
W
A
W
A
W
A
BWWWTB
W
TB
W
TBTBTTTB
W
A
TB
W
A
W
A
W
A
W
A
W
A
BWWWBWTB
W
TBTBTT
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS
„Það er búið að vera ýmislegt í gangi,“ segir Dísa
Jakobs tónlistarkona en hún er með mörg járn í eld-
inum í Danmörku. „Ég var að setja saman nýja hljóm-
sveit,“ segir Dísa en hún hitaði upp fyrir Ellie Gould-
ing fyrr á árinu. „Það var rosalega skemmtilegt, við
spiluðum á stað sem heitir Tap1,“ segir Dísa, en um
síðustu helgi hitaði hún líka upp fyrir Ásgeir Trausta.
„Síðan er ég náttúrulega með efni í svona þrjár plöt-
ur,“ segir Dísa. Það er útgáfufyrirtækið Tigerspring
sem gefur út tónlist hennar en hún einbeitir sér að því
að gefa út smáskífur frekar en stórar plötur.
„Það er einhvern veginn meira frelsi í því. Annars
verður það svo stór pakki að gefa út eina stóra plötu,“
segir Dísa en hún er að leggja lokahönd á nýjasta lag
sitt, Marry You.
„Þetta er popplag með pakistönsku ívafi og hörðum
takti.“ Dísa stefnir að því að gefa út lagið ásamt tón-
listarmyndbandi á næstu vikum. Máni Sigfússon gerði
myndbandið fyrir síðasta lag hennar, Stones.
„Hann Máni er algjör snillingur, myndbandið var
rosalega flott,“ segir Dísa en ásamt því að semja og
spila tónlist þá er hún í lagasmíðanámi við Tónlistar-
akademíuna í Kaupmannahöfn.
„Mér finnst ég samt búin að vera hérna aðeins of
lengi. Ég ætla að klára námið og síðan er ég mjög til í
að prófa eitthvað nýtt.“ - bþ
Hitaði upp fyrir Ellie Goulding
Dísa Jakobs kann vel við sig hjá danska útgáfufyrirtækinu Tigerspring.
LÍKAR VEL FRELSIÐ Dísa einbeitir sér frekar að smáskífum.