Fréttablaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 1
VINNUMARKAÐUR Ein aðalkrafa Félags háskólakennara er að sama stigakerfi starfsmanna gefi sömu laun, óháð starfsheiti. Krafan er að öllum akademískum starfs- mönnum verði varpað inn í sömu launatöflu. Þá er þess krafist að laun annarra starfsmanna verði færð til samræmis við breytingar sem verða á launum akademískra starfsmanna. Þetta þýðir á mannamáli að krafa háskólakennara og akademískra starfsmanna snýst um að laun þeirra hækki um 10 til 14 prósent. Sem dæmi má taka að lektor sem hefur unnið sér inn 400 stig vegna rann- sókna og greinaskrifa er með 455 þúsund krónur á mánuði. Prófessor sem er með sama stigafjölda er með 523 þúsund á mánuði. Háskólakenn- arar telja að laun þessara tveggja manna eigi að vera þau sömu. Félag háskólakennara telur að þeir hafi dregist aftur úr prófess- orum í launum á undanförnum misserum. Laun háskólakennara og pró- fessora ákvarðast að hluta til af því hversu margar rannsóknir þeir gera og hversu margar grein- ar þeir fá birtar í viðurkenndum vísindaritum. Þetta er reiknað til stiga samkvæmt ákveðnum reglum og hækkar laun þeirra. Í kröfugerð háskólakennara kemur fram að prófessorar, sem eru í sér stéttarfélagi, og aðrir aka- demískir starfsmenn háskólanna gangast undir sama hæfnismat við ráðningu í störf og árangur þeirra í starfi er mældur með sama hætti. Að sama stigakerfi gefi sömu laun óháð starfsheitum telja háskólakennarar leiðréttingu á launum. En auk þess krefjast háskólakennarar sömu hækkana og Bandalag háskólamanna. Félag háskólakennara hefur boðað tímabundið verkfall frá 25. apríl til 10. maí að báðum dögum meðtöldum. Þetta er á prófatíma háskólans. Fari háskólakennarar í verkfall lamast starfsemi skólans algjörlega. Þó að prófessorar og stundakennarar leggi ekki niður vinnu þá geta þeir ekki lagt próf fyrir nemendur sína. Jörundur Guðmundsson, formaður Félags háskólakennara, segir að það megi ekki halda próf nema undir stjórn kennslusviðs og prófstjóra og þetta fólk sé í Félagi háskóla- kennara. „Við stöndum fastir á því að það verði ekki haldin nein próf. Það þarf að auglýsa prófafyrirkomu- lag í upphafi misseris. Það er ekki hægt að breyta því allt í einu núna,“ segir Jörundur. Haldnir hafa verið nokkrir árangurslausir sáttafundir í deil- unni og í dag er nýr sáttfundur boðaður. - jme GÓÐA FERÐSafetravel mun setja upp skjáupplýsingakerfi á allt að 30 helstu viðkomustöðum ferða-manna víðsvegar um landið. Þetta er gert til að auka upplýsingagjöf til ferðamanna. Á skjáunum verður til dæmis hægt að skoða vefmyndavélar, færð á vegum og kort. pípulagnir ehf. Erum með skolpmyndavél, hita- og rakamyndavél, hreinsidælu fyrir forhitara og ofnakerfi. Snögg og góð þjónusta Bergur GuðbjörnssonLöggiltur Pípulagningameistari Sími 860 8089 M asterline-húðvörur eru nú komnar á markað hér á landi en Masterline-hárvörurnar slógu í gegn eftir að þær komu til landsins fyrr á þessu ári. „Masterline Body er ítölsk húðlína inn-blásin af straumum og stefnum snyrtivöruh isegir Magðalena S K mjúk og góð blanda sem nærir vel allan líkamann. Hún er sérstaklega góð fyrir þurra og mjög þurra húð og inniheldur meðal annars Sh B argan olíu HEILBRIGÐ HÚÐ SKIPTIR MÁLIHALLDÓR JÓNSSON EHF. KYNNIR Masterline-hárvörurnar hafa slegið í gegn á Íslandi og nú er komið að Masterline Body-línunni fyrir líkamann. GÓÐAR VÖRURMasterline-hárvörurnar frá Halldóri Jónssyni eru án parabena og eru ofnæmisprófaðar. „Vörulínan er innblásin af straumum og stefnum snyrtivöruheimsins,“ segir Magðalena S. Kristjánsdóttir vöru-merkjastjóri. MYND/STEFÁN DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerískgæðavara Amerískgæðavara GRÆNN APRÍLMIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Kynningarblað EarthCheck-vottun og græn ráð fyrir eldhúsið, bílinn og baðið www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 9. apr íl 2014 | 27. tölublað | 10. árgangur V IÐ ELS KUM AÐ PRE NTA ! Símafélagið þjónusta D ohop Símafélagið hefur samið við hugbúna ðarfyrirtækið Dohop um að félag ið veiti Dohop inter net- og síma- þjónustu vegna sta rfsemi sinnar. Doh op hefur und- ð finn dohop is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Miðvikudagur 14 3 SÉRBLÖÐ Markaðurinn | Grænn apríl | Fólk Sími: 512 5000 9. apríl 2014 84. tölublað 14. árgangur Við stöndum fastir á því að það verði ekki haldin nein próf. Það þarf að auglýsa prófafyrirkomulag í upphafi misseris. Það er ekki hægt að breyta því allt í einu núna. Jörundur Guðmundsson, formaður Félags háskólakennara SPORT Íslandsmeistarinn gagnrýnir unglingastarf í badminton. 30 SKOÐUN Már Egilsson skrifar um niðurskurð hjá Heilsugæslunni. 15 Opið allan sólarhringinn í Engihjalla og Vesturbergi Skyrta kr. 2.490.- NEXT • KRINGLUNNI • SÍMI 551 3200 Stærðir: 3 mán. til 5 ára LÍFIÐ Fjöldi þekktra lista- manna kemur fram á Bræðslunni í sumar. 28 MENNING Útundan verður frumsýnt í Tjarnarbíói annað kvöld. 24 MARKAÐURINN Vilja tugþúsunda leiðréttingu Félag háskólakennara telur að laun þeirra eigi að hækka úr 455 þúsundum á mánuði í 523 þúsund. Þeir verða þá á pari við laun prófessora. Stundakennarar og prófessorar sem ekki fara í verkfall mega ekki leggja fyrir próf. NJÓTTU ÞÍN Í LYON Tímabil: 15.06.-29.06. Bolungarvík 3° SA 4 Akureyri 6° SV 2 Egilsstaðir 6° S 2 Kirkjubæjarkl. 5° SSA 2 Reykjavík 6° SSV 5 Skúrir syðst Í dag má búast við fremur hægum suðlægum áttum, yfirleitt 2-8 m/s. Stöku skúrir S-til en annars úrkomulítið. Hlýjast SA-lands. 4 STUND MILLI STRÍÐA Reynt getur á taugarnar að ferðast á milli landa, sér í lagi þegar brestur á með verkfallsaðgerðum líkt og gerðist í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gærmorgun. Þessir krakkar tóku hins vegar töfi nni létt og létu bara fara vel um sig við innritunarborðið. Sjá síðu 4 FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FERÐAÞJÓNUSTA Íslandshótel ætla að byggja fjögur ný hótel og stækka þrjú önnur á næstu þremur árum. Heildarfjárfest- ing fyrirtækisins við aukningu hót- elrýmisins nemur 7,2 milljörðum króna. Núna eru Íslandshótel með 1.100 herbergi í notkun. Við bætast 825 herbergi, sem er aukning um 75 prósent. „Við erum nánast að tvöfalda okkar herbergjafjölda á næstu þremur árum,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Núna er unnið að stækkun hótels við Höfn í Hornafirði og verklok áætluð í júní. Þá stendur til að opna nýtt hótel í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði. - hg / sjá Markaðinn Íslandshótel bæta við sig: Auka hótelrými um 75 prósent DAVÍÐ TORFI ÓLAFSSON VELFERÐARMÁL Reiknað er með að 1.400 Reykvíkingar missi bóta- rétt sinn hjá Vinnumálastofnun á næstu tveimur árum. Jafnvel þótt einhver hluti hópsins fái atvinnu gerir Reykjavíkurborg ráð fyrir að nokkuð stór hluti hópsins verði háður framfærslu frá borginni. Sveitarfélagi er skylt að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu ein- staklinga og fjölskyldna sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar. Borgin hefur áætlað fjóra milljarða í fjárhagsaðstoð á árinu 2014 til að svara aukinni þörf. „Við gerðum einnig áætlun fyrir fjár- magn í fjárhags- aðstoð fyrir árið 2013 en notuðum ekki allt það fjár- magn sem við áætluðum vegna árangursríkra virkniúrræða. Við spöruðum um sex hundruð milljónir með því að koma fólki í vinnu,“ segir Björk Vilhelms- dóttir, borgarfulltrúi Sam- fylkingar og formaður velferðarráðs. -ebg / sjá síðu 12 Reykjavíkurborg áætlar fjögurra milljarða kostnað við fjárhagsaðstoð: Á annað þúsund missir bótarétt BJÖRK VILHELMSDÓTTIR Vöxtur styrkist á heimsvísu Heimshagkerfið styrkist þrátt fyrir ýmsar ógnir segir í nýrri hagspá Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Yfir standa vorfundir stofnunarinnar. FRÉTTIR Búllan á nýjum stað Áttunda Hamborgarabúlla Tómasar verður opnuð í Kaupmannahöfn í næsta mánuði. 2 Vilja ekki spá um lok máls Of snemmt er að spá um hvort umfjöllun utanríkismálanefndar um tillögur um viðræðuslit við ESB lýkur fyrir þinglok. 2 Vilja milda höggið Fiskvinnslan Vísir leitar leiða til að milda afleiðingar fyrirhugaðs flutnings til Grindavíkur. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.