Fréttablaðið - 09.04.2014, Síða 8

Fréttablaðið - 09.04.2014, Síða 8
9. apríl 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 DÓMSTÓLAR Tveir karlmenn um tvítugt hafa verið dæmdir í 18 mánaða fangelsi, þar af 15 skil- orðsbundna, fyrir fólskulega lík- amsárás á Hallbjörn Hjartarson tónlistarmann. Dómur var kveðinn upp í Hér- aðsdómi Norður- lands vestra í gær. Hallbjörn var á gjörgæslu í átta daga eftir árásina og dvaldi á sjúkra- húsi í nokkrar vikur. Árásin átti sér stað í febrúar 2013. Árásarmennirnir báru fyrir dómi að árásin hefði tengst kyn- ferðisbroti Hallbjörns gegn þeim. Þeir hafi verið ölvaðir og æstir þegar þeir fóru heim til Hallbjörns og brutust þar inn. Hallbjörn er ákærður fyrir kyn- ferðisbrot gegn tveimur piltum og fer aðalmeðferð í því máli fram í Héraðsdómi Norðurlands vestra í dag. - sáp Árás á Hallbjörn Hjartarson: Tveir fengu 18 mánaða dóm HALLBJÖRN HJARTARSON – G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is 8BLSBÆKLINGURNETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP NR40 RISA PÁSKA EGG HEPPIN N FACE BOOK V INUR VINNUR 3KG P ÁSKAE GG FRÁ FR EYJU:) FRÍTT SENDUM ALLAR VÖRURTIL PÁSKA KRÍMSKAGI Fulltrúar Atlantshafs- bandalagsins og Evrópusambands- ins hafa lýst áhyggjum yfir að inn- limun Krímskaga sé aðeins fyrsti liðurinn í valdabaráttu Rússlands og Úkraínu. Óttast er að Rúss- ar stefni á yfirráð yfir enn fleiri landssvæðum. Evrópu- og Atlantshafsbanda- lagið fordæma innlimunina og segja hana ólöglega og vara Rússa við að ganga enn lengra. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir að þvingunum yrði beitt af fullum þunga láti Rússar ekki af aðgerð- unum og flytji allt herlið til baka frá landamærum Úkraínu. Kerry fundar í næstu viku með utanríkisráðherra Rússlands. Framkvæmdastjóri NATO, Anders Fogh Rasmussen, segir að aðgerðirnar séu söguleg mis- tök sem muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti Rúss- lands við Bandaríkin, og að Rúss- land muni þannig einangra sig enn frekar frá alþjóðasamfélaginu. Mikil ólga og óeirðir ríkja í Úkraínu, og í gær brutust út slags- mál í þinginu á milli þjóðernis- og aðskilnaðarsinna í umræðum um atburðina síðustu misseri, þegar tugir mótmælenda voru myrtir á Sjálfstæðistorginu. Nú þegar hefur þurft að binda enda á fjölmörg umsátur Rúss- landssinna við stjórnarbyggingar en ítrekað hefur verið ráðist inn í þær og rússneska fánanum sveifl- að. Stjórnvöld hafa hert öryggisað- gerðir í byggingunum til muna og þingið samþykkti nýlega að herða refsingar gagnvart mótmælend- um, því þeir séu taldir vera ógn við þjóðaröryggi landsins. Vladímír Pútín segist munu gera allt til að vernda Rússlandssinna í Úkraínu gagnvart aðgerðum lög- reglu. Viktori Janúkovítsj, fyrrver- andi forseta Úkraínu, var steypt af stóli fyrr á þessu ári eftir hörð mótmæli í Kænugarði, og er mótmælunum, sem nú skekja landið, talið svipa til þeirra. julia@frettabladid.is Rússum hótað þvingunum og einangrun Ekkert lát er á óeirðunum í Úkraínu og ofbeldið eykst með hverjum degi. Alþjóðasamfélagið hefur lýst yfir áhyggjum vegna aðgerða Rússa og stefnir í harðar efnahags- og viðskiptalegar þvinganir. RÚSSLANDSSINNAR MÓTMÆLA Stjórnvöld í Úkraínu hafa bundið enda á enn eitt umsátrið en mótmælendur halda sínu striki. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Til handalögmála kom í úkra- ínska þinginu í gær í umræðum um mótmælin í landinu. Slagsmálin brutust út skömmu eftir að Úkraína samþykkti að grípa til refsiaðgerða gegn að- skilnaðarsinnum sem standa fyrir umsátri í opinberum byggingum. Tveir fulltrúar þjóðernis- flokksins mótmæltu ásökunum kommúnistans Petros Symosj- enko um að þjóðernissinnar hefðu selt sig í hendur Rússa, og veittust að honum í ræðupúlti með þeim afleiðingum að flokks- menn beggja flokka slógust. Slagsmál í þinginu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.