Fréttablaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 62
9. apríl 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 34 MORGUNMATURINN „Disney-skipin eru sérstaklega hugsuð fyrir fjölskyldufólk,“ segir Jóhann Bogason, deildarstjóri hjá TVG-Zimsen en skemmtiferða- skipið Disney Magic mun koma til Reykjavíkur í júlí á næsta ári og stoppa yfir nótt við Skarfabakka. Þetta er í fyrsta skipti sem Disney- skip kemur til Íslands. Skemmti- ferðaskipið skartar öllu því helsta frá Disney World og má meðal ann- ars sjá Mikka mús, Guffa og litlu hafmeyjuna í sölum skipsins. „Um borð eru vatnsrennibrautagarðar, bíósalir og boðið verður upp á flug- eldasýningu,“ segir Jóhann. „Síðan er hver ferð með ákveð- ið þema og verður Íslandsferðin undir áhrifum Disney-myndarinnar Frozen sem var frumsýnd í fyrra.“ Skipið er 84 þúsund rúmlest- ir að stærð og tekur tæpa tvö þúsund farþega. Skipið er í flota Disney Cruise Line en TVG-Zim- sen mun þjónusta skipið á meðan á dvöl þess stendur í Reykjavík. Aðspurður hvort einhverjir íslensk- ir tónlistarmenn muni stíga á svið í skemmtiferðaskipinu segist Jóhann ekki draga það í efa að Disney muni setja upp einhvers konar uppákom- ur í kringum þetta en ljóst er að það verður mikið fjör í kringum komu skipsins. - bþ Disney-skip stoppar í Reykjavík Um borð í skemmtiferðaskipinu má fi nna vatnsrennibrautagarð og bíósal. RISASTÓRT Skemmtiferðaskipið tekur tæpa tvö þúsund farþega. „Laktósafrí AB-mjólk og Cheerios, súrdeigsbrauð með smjöri og banana koma þessari vél í gang á morgnana.“ Natalie G. Gunnarsdóttir, plötusnúður VILT ÞÚ LÆRA ALÞJÓÐA- SAMNINGATÆKNI Á 20 MÍNÚTUM? International Negotiations: A 20 minute crash course Háskólinn í Reykjavík heldur opinn fund og vinnustofu um alþjóðasamningatækni miðvikudaginn 9. apríl kl. 12-13 í stofu M103. Leiðbeinandi er Paul Meerts, sérfræðingur í alþjóðasamningatækni. Fundurinn skiptist í tvo hluta. Fundargestir eyða fyrstu 20 mínútunum í að semja, svo er næstu 20 mínútum fundarins varið í að fara yfir samningaferlið og þær niðurstöður sem fyrir liggja. Paul Meerts er Senior Research Associate hjá Clingendael - alþjóðastofnuninni í Hollandi. Hann er jafnframt gestafyrirlesari í alþjóðasamningatækni við College of Europe í Brugge, Belgíu. Hann hefur kennt á samningatækninámskeiðum í yfir 90 löndum á aldarfjórðungi og hefur starfað í fjölda ára við úrlausn alþjóðlegra deilumála. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Kennt er á ensku. www.hr.is „Ég spila þetta reglulega en það eina sem fer í taugarnar á mér er þessi borði sem kemur upp þegar ég spila og á stendur The Best in the Bible in Iceland, það setur auka pressu á mann, enda eru margir hér á landi mun fróðari um Biblíuna en ég,“ segir séra Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindakirkju, en hann er í fyrsta sæti á landsvísu í spurningum úr Biblíunni í QuizUp. Annar prestur, Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson, prestur í Seljakirkju, er sem stendur í fjórða sæti á lands- vísu í spurningum úr Biblíunni í QuizUp. Eins og margir vita, þá er QuizUp eitt vinsælasta smá- forrit landsins og þótt víðar væri leitað og þar er hægt að taka þátt í spurningakeppni úr ansi fjölbreyttu efni. Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart að tveir prestar séu á topp fimm lista á landsvísu í spurningum úr Biblíunni. „Ég var í fyrsta sæti á tímabili en svo tók Gummi Kalli fram úr mér. Maður þarf að vera duglegur að spila þetta til að halda sér í topp- baráttunni,“ segir Ólafur Jóhann, sem ætlar sér að komast í toppsæt- ið á nýjan leik. „Þegar maður er kominn með háskólagráðu í þessu, þá á maður að skora hátt. Það er mikil pressa á okkur,“ bætir Ólaf- ur Jóhann við. „Ég hef einu sinni skorað Óla Jóa á hólm í QuizUp, hann hefur þó ekki skorað á mig til baka. Maður klikk- ar alveg á spurningum þó svo ég sé frekar minnugur á það sem ég les,“ segir Guðmundur Karl léttur í lundu en hann vann Ólaf Jóhann þegar þeir öttu kappi fyrir skömmu. „Gummi Kalli vann mig en þess má til gamans geta að hann skoraði á mig seint um kvöld og ég var orðinn þreyttur þannig að þreytan á lík- lega sinn þátt í tapinu,“ segir Ólafur Jóhann og hlær, en þeir eru miklir og góðir vinir þrátt fyrir keppnina. Þess má til gamans geta að séra Kjartan Sigurbjörnsson, sjúkra- hússprestur á Landspítalanum, er í tíunda sæti á sama lista á QuizUp. Þeir félagar keppa þó í fleiri greinum en í spurningum úr Biblí- unni. „Ég er góður í enskri staf- setningu og Hollywood-leikurum en samt ekki á neinum topplista,“ segir Guðmundur Karl spurður út í hæfnina á öðrum sviðum. „Ég er ekki á topplista í öðrum greinum en hef þó gaman af því að spila við son minn í spurningum sem tengj- ast vörumerkjum,“ bætir Ólafur Jóhann við. Forvitnilegt verður að fylgjast með toppbaráttunni í biblíufræðum á QuizUp og hver veit nema Ólafur Jóhann endurheimti toppsætið af Guðmundi Karli. gunnarleo@frettabladid.is Prestar að gera góða hluti í biblíufræðum Tveir prestar eru á topp fi mm lista QuizUp í spurningum tengdum Biblíunni. KAPPSAMIR Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindakirkju, og Ólafur Jóhann Borgþórsson, prestur í Seljakirkju, eru fróðir þegar kemur að spurningum úr Biblíunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hljómsveitin GusGus gefur út nýja plötu þann 23. júní, en sveitina skipa Birgir Þórarinsson, Högni Egilsson, Stephan Stephansen og Daníel Ágúst Haraldsson. Platan heitir Mexico og er áttunda plata sveitarinnar. „Við vorum alltof lengi að vinna að þessari plötu,“ segir Birgir, betur þekktur sem Biggi veira, léttur í bragði. „Menn voru að vinna að ýmsu öðru, Stebbi fór í skútuferðalag og Högni gerði sólóplötu. Þannig að þetta tók tíma í almanakinu og það tekur svo sem alltaf tíma að melta svona verk. En í ferlinu varð líka mikið til sem fer ekki á plötuna,“ útskýrir Biggi. Urður Hákonardóttir, fyrrverandi söng- kona GusGus, syngur eitt lag á plötunni. „Við eigum mjög erfitt með að sleppa Urði. Mér þykir svo vænt um að heyra röddina hennar,“ heldur hann áfram. Aðspurður segir Biggi engar miklar breytingar í vændum frá sveit- inni. „Það urðu engar stökkbreytingar, en við vorum að leika okkur með nýja hluti og það sem okkur finnst skemmtilegt, og mér finnst það hafa komið vel út.“ Síðasta plata GusGus, Arabian Horse, kom út árið 2011. „Platan varð gríðarlega vinsæl, þannig að menn ákváðu að vera ekki neitt sérstaklega stressaðir eða of metnaðarfullir í því að næsta plata yrði að vera eitthvert kraftaverk. Við gerðum bara það sem okkur finnst skemmtilegt að gera sem er að búa til tónlist.“ - ósk Eiga mjög erfi tt með að sleppa Urði Hljómsveitin GusGus gefur út nýja plötu, Mexico, þann 23. júní, en síðasta plata þeirra kom út árið 2011. HÓPURINN Urður Hákonardóttir er hætt í hljómsveit- inni, en syngur þó á nýju plötunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.