Fréttablaðið - 28.04.2014, Blaðsíða 14
28. apríl 2014 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT
Ástkær faðir okkar, afi og langafi,
ARTHUR ÞÓR STEFÁNSSON
húsasmíðameistari,
andaðist fimmtudaginn 17. apríl síðastliðinn.
Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju í dag
klukkan 13.00. Þeim sem vilja minnast hans
er bent á líknarfélög.
Áslaug Arthursdóttir Oddgeir Þór Árnason
Nanna Arthursdóttir Guðbergur Þorvaldsson
Þorsteinn Arthursson Guðrún Petra Guðnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Vil færa alúðarþakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför elskulegs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa, langafa og langalangafa,
HARALDAR HERMANNSSONAR
Frá Yzta-Mói, Fljótum,
Sauðármýri 3, Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á lyflækningadeild
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og starfsfólki á deild 1
á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki fyrir einstaka nærgætni,
alúð og hlýju í umönnun.
Guðmunda Hermannsdóttir og fjölskylda
Móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁSLAUG THORLACIUS
sem andaðist á dvalar- og hjúkrunar-
heimilinu Grund miðvikudaginn 16. apríl,
verður jarðsett í Áskirkju þriðjudaginn
29. apríl klukkan 13.00.
Örnólfur Thorlacius Rannveig Tryggvadóttir
Kristín R. Thorlacius
Kristín Bjarnadóttir
Hallveig Thorlacius Ragnar Arnalds
Kristján Thorlacius Ásdís Kristinsdóttir
barnabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Leikkonan Penélope Cruz Sánchez
fæddist í bænum Alcobendas í Madrid
á Spáni þennan dag árið 1974 og fagnar
því fertugsafmæli sínu í dag. Cruz lærði
klassískan ballett á yngri árum en flutti
síðar til Hollywood í Kaliforníu til að
sinna leiklistinni af fullum hug.
Fljótlega nældi hún sér í stór hlutverk
með meðleikurum á morð við Matt
Damon og Tom Cruise. Cruz hefur leikið
í mörgum bandarískum kvikmyndum en
einna helst ber að nefna kvikmyndirnar
Blow, Vanilla Sky og Vicky Christina
Barcelona. Árið 2009 vann hún Óskars-
verðlaunin sem besta leikkona í auka-
hlutverki fyrir Vicky Christina Barcelona
en hún er fyrsta spænska konan sem
hlýtur Óskarsverðlaun. Cruz hlaut einnig
Goya- og BAFTA-verðlaunin fyrir leik
sinn í þeirri mynd.
Penélope Cruz hefur unnið þrenn
Goya-verðlaun, tvenn evrópsk kvik-
myndaverðlaun og verið valin besta
leikkonan á kvikmyndahátíðinni í
Cannes. Hún hefur ekki gleymt rótum
sínum og hefur því valið að vinna mikið
með spænska leikstjóranum Pedro
Almodóvar. Árið 2010 giftist hún leikar-
anum Javier Bardem og saman eiga þau
börnin Leonard og Luna.
ÞETTA GERÐIST 28. APRÍL 1974
Spænsk stórstjarna fæðist
„Ég mun bjóða upp á bæði stuttar og langar
ítalskar óperuaríur úr hinum og þessum stykkj-
um. Tenóraríurnar eru oftast eins konar hetju-
tenórsaríur þar sem karakterinn er mikil kempa
og hástökkið í verkunum er þegar maður fer í
háu tónana,“ segir stórtenórinn Jóhann Friðgeir
Valdimarsson sem stígur á svið á hádegistón-
leikum Íslensku óperunnar í dag. Hann hleyp-
ur í skarðið fyrir Diddú sem forfallaðist vegna
veikinda. „Mér finnst oft miklu auðveldara að
syngja þegar ég er í karakter í búningnum í
óperu en að koma fram á tónleikum. Í búningn-
um á sviðinu líður mér einstaklega vel. Þegar
ég er úti er ég með svona 10-15 óperur sem ég
syng í og stundum þarf maður jafnvel að hlaupa
í skarðið þegar einhver veikist svo að ég er vanur að
stökkva til með litlum fyrirvara,“ segir hann.
Jóhann Friðgeir er einn fremsti tenórsöngv-
ari okkar Íslendinga og má búast við glæsi-
legum og kraftmiklum flutningi á nokkrum af
frægustu aríum óperubókmenntanna. Píanó-
leikari er Antonía Hevesi og verða meðal
annars fluttar óperuaríur eftir Verdi og fleiri
óperutónskáld.
Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum í Hörpu
kl. 12.15 og er aðgangur ókeypis eins og að
öllum hádegistónleikum Íslensku óperunnar
undanfarin misseri.
Jóhann Friðgeir hefur nóg fyrir stafni og
seinna í sumar mun hann koma fram á tíu ára
afmælistónleikum í Eldborg á vegum Íslensku
óperunnar ásamt fleiri íslenskum tenórum.
Hetjur og hástökkvarar
á Hádegistónleikum
Jóhann Friðgeir Valdimarsson á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í Norðurljósum í Hörpu.
JÓHANN FRIÐGEIR
VALDIMARSSON
ÓPERUTÓNLIST Jóhann Friðgeir Valdimarsson í hlutverki Manrico í óperunni Il Trovatore eftir Verdi hjá Íslensku óperunni haustið 2012.
MYND/ GÍSLI EGILL HRAFNSSON
MERKISATBURÐIR
1237 Bæjarbardagi er háður að Bæ í Borgarfirði og rúmlega
þrjátíu manns láta lífið.
1819 Tukthúsið í Reykjavík verður embættisbústaður
stiftamtmanns.
1920 Aserbaídsjan verður hluti af Sovétríkjunum.
1945 Benito Mussolini og Clara Petacci ástkona hans eru tekin
af lífi.
1969 Charles de Gaulle lætur af for-
setaembætti í Frakklandi.
1990 Axl Rose úr Guns and Roses
kvænist Erin Everly.
2001 Bandaríski milljónamæringurinn
Dennis Tito verður fyrsti geimferða-
maður í heimi.
1993 - Alþingi samþykkir aukaaðild
landsins að Vestur-Evrópusamband-
inu.
2007 - AFL Starfsgreinafélag er mynd-
að með sameiningu þriggja stéttar-
félaga á Austurlandi.