Fréttablaðið - 01.05.2014, Page 3

Fréttablaðið - 01.05.2014, Page 3
SAMFÉLAG FYRIR ALLA 1. MAÍ 2014 Verkalýðshreyfingin hefur alla tíð barist fyrir samfélagi jafnréttis og jafnra tækifæra meðfram kjarabaráttunni. Misskipting fer nú vaxandi í þjóðfélaginu á mörgum sviðum. Kostnaður vegna lyfja og læknisþjónustu er kominn langt yfir öll þolmörk. Sífellt fleiri fjölskyldur eru á hrakhólum vegna mikils húsnæðiskostnaðar og hópur fólks hefur ekki lengur efni á að aðstoða börn sín við að ljúka viðurkenndu framhaldsnámi eftir að skyldunámi lýkur. Þessa þróun verður að stöðva og verkalýðshreyfingin þarf að beita afli sínu til þess. Við krefjumst þess að hér verði byggt upp réttlátt þjóðfélag. Samfélag þar sem allir fá að njóta sín, óháð efnahag. Við viljum samfélag fyrir alla. ASÍ óskar launafólki til hamingju með daginn og hvetur til samstöðu í aðgerðum stéttarfélaganna 1. maí.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.