Fréttablaðið - 01.05.2014, Qupperneq 12
1. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTASKÝRING | 12
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR REYKJAVÍK
Vekjum upp líkamsvitundina og
uppskerum betri líkamsstöðu, aukinn
styrk og betra jafnvægi til að takast á
við daglegt amstur.
Hefst 6. maí
Þri. og fim. kl. 12:00-13:00
Kennari: Gyða Dís
Verð kr. 13.900.-
Jóga
2,
7% 3,
7% 5
,2
%
vi
km
ör
k
1,
6%
1,
1% 0,
2%
0,
3%
34
,7
%
29
,3
%
21
,6
%
3,
0%
Elsa
Yeoman
2
Ilmur
Kristjánsdóttir
Eva
Einarsdóttir
3
4
Björn
Blöndal
1
33
,6
%
23
,1
%
27
,0
%
3,
2%
Júlíus V.
Ingvarsson
2
Kjartan
Magnússon
Áslaug M.
Friðriksdóttir
Hildur
Sverrisdóttir
3
4
5
Halldór
Halldórsson
1
9,
6% 10
,5
%
2,
2%
Þórgnýr
Thoroddsen
2
Halldór A.
Svansson
1
7,
2%
9,
5%
8,
7%
2,
1%
Sólveig
Tómasdóttir
1
19
,1
%
23
,0
% 2
6,
6%
3,
2%
Björk
Vilhelmsdóttir
2
Hjálmar
Sveinsson
Kristín S.
Jónsdóttir
3
4
Dagur B.
Eggertsson
1
Skúli
Helgason
5
Kosningar 29.5.2010
Könnun 12.3.2014
Könnun 29.4.2014
Næstur inn Næstur inn
FYLGI FLOKKA Í REYKJAVÍK
Borgarstjórnarmeirihluti Besta
flokksins og Samfylkingar heldur
velli, samkvæmt nýrri skoðana-
könnun Fréttablaðsins og Stöðvar
2. Í síðustu kosningum fengu þessir
flokkar, eða fyrirrennarar þeirra,
níu fulltrúa af fimmtán. Besti flokk-
urinn vann þá stórsigur og fékk sex
borgarfulltrúa kjörna.
Fylgi Bjartrar framtíðar mælist
nú 21,6% og dygði það til að ná inn
fjórum mönnum í borgarstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig
fylgi, fengi 27% atkvæða og fimm
menn í bæjarstjórn. Í humátt á eftir
honum kemur Samfylkingin með
26,6% atkvæða og fjóra menn.
Píratar mælast með 10,5% fylgi
og einn mann inni. Vinstri græn eru
með 8,7% og einn mann inni.
Framsóknarflokkurinn mælist
með 5,2% en nær ekki manni inn
í borgarstjórn samkvæmt könnun-
inni. Dögun mælist vart, er með
0,2% fylgi samkvæmt þessu.
Ef þetta verða úrslit kosninga í
vor er samstarf Bjartrar framtíðar
og Samfylkingar líklegasti kostur-
inn. Jón Gnarr, fráfarandi borgar-
stjóri, hefur látið hafa það eftir sér
að hann vilji sjá Dag B. Eggertsson,
oddvita Samfylkingar, sem næsta
borgarstjóra. Einnig hafa skoðana-
kannanir sýnt að meirihluta borgar-
búa vilji helst sjá Dag í borgarstjór-
astólnum eftir kosningar.
Fjármál borgarinnar
Ársreikningur Reykjavíkurborgar
var kynntur á síðasta borgarstjórn-
arfundi þann 29. apríl. Þar kom fram
að skuldir A-hluta borgarsjóðs hafa
hækkað og eru skuldir A-hlutans
62,2 milljarðar króna. Þegar á heild-
ina er litið er rekstrarafkoma borg-
arsjóðs jákvæð á árinu 2013 um 8,8
milljarða. Skiptar skoðanir voru
milli meiri- og minnihluta um stöðu
fjármála í borginni. Halldór Hall-
dórsson segir að skuldir borgarinnar
hafi aukist um 30% á kjörtímabilinu.
Dagur B. Eggertsson telur mikinn
árangur hafa náðst á kjörtímabilinu
og segir að 35 milljarða skuldalækk-
un á kjörtímabilinu sé met.
Orkuveita Reykjavíkur
Málefni Orkuveitu Reykjavíkur
voru fyrirferðarmikil í upphafi
kjörtímabilsins. Nýr forstjóri,
Bjarni Bjarnason, byrjaði 1. mars
2011 og á þeim tíma var ráðist í
endurskipulagningu á fjármálum
fyrirtækisins. Áætlunin, „Plan-
ið“, sem sett var á legg á þeim
tíma miðaði að því koma böndum
á reksturinn. Fjárhagserfiðleik-
arnir voru á þeim tíma taldir afar
miklir og ljóst að taka þyrfti til í
rekstrinum. Planið hefur gengið
eftir í öllum atriðum og gott betur
en það, og getur fyrirtækið stað-
ið við allar sínar skuldbindingar í
dag. Björn Blöndal, oddviti Bjartr-
ar framtíðar, telur árangurinn í
rekstri Orkuveitunnar sýna að vel
sé haldið á spöðunum í fjármálum
borgarinnar.
Í dag stendur Orkuveitan vel
og hefur greitt niður skuldir sam-
kvæmt áætlun. Sala eigna gengur
einnig vel. Því er líklegt að mál-
efni Orkuveitunnar verði dregin
upp í komandi kosningabaráttu af
hálfu meirihlutans til að sýna þann
árangur sem náðst hefur.
Stóru málin
Halldór Halldórsson, borgarstjóra-
efni Sjálfstæðisflokksins, vill leggja
áherslu á skólamál, húsnæðismál og
álögur borgarbúa.
„Við viljum setja nemandann í
fyrsta sæti og breyta skólakerfinu.
Við ætlum að leysa biðlistavanda-
mál barnafjölskyldna eftir plássi á
leikskóla með þjónustutryggingu,
leggja okkar af mörkum til að lækka
kaupverð íbúða og þar með leigu
með auknu lóðaframboði og með
breytingu á gjaldskrám. Einnig vilj-
um við lækka álögur á borgarbúa.“
Um málefni flugvallar í Vatns-
mýri segir Halldór að Sjálfstæð-
isflokkurinn hafni flutningi flug-
vallar til Keflavíkur. Flugvöllur í
Vatnsmýri verði þar um fyrirsjáan-
lega framtíð.
Gjaldfrjálsir leikskólar
Sóley Tómasdóttir, oddviti VG, telur
að samskiptin við meirihlutann hafi
verið með ágætum. Hún leggur
áherslu á að bæta kjör þeirra sem
lakast standa fjárhagslega í borg-
inni.
„Samskiptin hafa gengið ágæt-
lega, meirihlutinn hefur gert margt
gott en líka hluti sem ég hefði síður
viljað að þau hefðu gert. Stóru málin
munu snúast um næsta kjörtímabil,
að tryggja jöfnuð og sporna gegn
fátækt,“ segir Sóley.
„Gjaldfrjálsir leikskólar, skóla-
máltíðir og frístundaheimili fyrir
börn eru forgangsmál. Með þessu
tryggjum við jafnt aðgengi barna að
menntun og frístundum óháð efna-
hag foreldra.“
Þorleifur Gunnlaugsson, efsti
maður á lista Dögunar, leggur, líkt
og Sóley, áherslu á húsnæðismál.
„Húsnæðismál eru efst á baugi að
mínu mati, þar leggjum við ákveðn-
ar tillögur fram um félagsbústaði.
Boðum uppbyggingu á félagslegu
húsnæði.
Byggja þarf upp leigumarkað
þar sem félagsbústaðir eru stór
aðili á markaði. Einnig leggjum við
áherslu á að húsaleigubætur verði
hækkaðar um allt að 40 prósent,“
segir Þorleifur.
„Við leggjum áherslu á að leik-
skólinn verði gjaldfrjáls í skrefum
og að við tekjutengjum gjaldskrár
þannig að byrðum sé skipt eftir fjár-
hagslegri stöðu fólks.“
Þorleifur vill halda flugvellinum
í Vatnsmýri. „Flugvöllur á að vera
áfram í Vatnsmýri, hann er sam-
göngumiðstöð fyrir allt landið og
tenging landsbyggðar við höfuð-
borgina.“
Íbúar ósammála borgarstjórn
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
er nýr oddviti Framsóknarflokks-
ins.
„Flugvallarmálið er stórt kosninga-
mál sem og húsnæðisöryggi fyrir
íbúa Reykjavíkur. Einnig munum
við leggja áherslu á menntamál og
fjölskyldumál í komandi kosninga-
baráttu,“ segir Sveinbjörg.
„Við verðum að geta tryggt
búsetuúrræði fyrir alla í Reykjavík,
með öflugum leigumarkaði og fjöl-
breyttu búsetuformi.“
Sveinbjörg telur erfiðleika við
að ná saman lista ekki munu hafa
áhrif á flokkinn í kosningabarátt-
unni. „Þetta hefur verið erfið fæð-
ing en ég held að þetta muni ekki
hafa áhrif á okkur.“
Halldór Auðar Svansson er kaft-
einn Pírata. Píratar vilja auka lýð-
ræðið og leyfa íbúum að koma að
ákvarðanatöku beint.
„Stóru málin fyrir okkur pírata
eru umbætur á stjórnsýslu og aukið
lýðræði, það er kall tímans á öllum
stjórnsýslustigum og þess vegna
setjum við það í forgang.“
„Flugvöllurinn verður ekki í
sjálfu sér kosningamál,“ segir
Halldór. „Ég held hins vegar að
það sé bráðnauðsynlegt að lyfta
umræðunni á hærra plan og hafa
umræðuna um flugvöllinn opna og
með vitrænum hætti. Það er ekki
heilbrigt ástand að mínu mati að
stór meirihluti borgarbúa sé ósam-
stíga borgarstjórn í þessu máli. Á
því þarf að finna einhvern flöt.“
Pólitískur stöðugleiki
S. Björn Blöndal, oddviti Bjartr-
ar framtíðar, vill leggja áherslu á
hreinskiptin samskipti í borginni,
sem snúa að öllum þáttum borgar-
innar.
„Stóra málið verður líklega fjár-
mál borgarinnar. Við höfum reynt
að ástunda ábyrga fjármálastjór-
nun bæði í borginni og í Orkuveitu
Reykjavíkur. Síðasti ársreikning-
ur sýnir góðan árangur í fjármála-
stjórn borgarinnar og við erum stolt
af þeim árangri. Við viljum einnig
tala fyrir bættu borgarumhverfi
og bættum samgöngumálum innan
borgarinnar. Þau mál eru okkur
hugleikin og eru í senn fjárhags-
legt og lýðheilsulegt hagsmunamál
borgarbúa.“
Einnig telur S. Björn að sá árang-
ur sem unnist hafi sé einkum þeim
pólitíska stöðugleika að þakka sem
þeir komu á. „Ábyrgðin felst í að
sýna fram á stöðugleika í borgar-
stjórn. Við teljum okkur hafa komið
með stöðugleika inn í borgarstjórn.“
Dagur B. Eggertsson, oddviti
Samfylkingar, telur húsnæðismál og
málefni fjölskyldna í borginni verða
ofan á í kosningunum í lok maí.
„Fjölgun leiguíbúða og heilbrigð-
ari húsnæðismarkaður verður í
brennidepli að mínu mati. Við erum
með yfirgripsmikla aðgerðaráætl-
un um fjölgun leigu- og búseturétt-
aríbúða um 2.500 til 3.000 á næstu
þremur til fimm árum,“ segir Dagur.
„Einnig viljum við að áfram
verði friður og stöðugleiki við
stjórn borgarinnar. Sá stöðugleiki
sem hefur myndast síðustu fjögur
ár undir okkar stjórn kemur öllum
til góða. Samstarfið hefur gengið
mjög vel,“ segir Dagur, sem legg-
ur einnig mikla áherslu á skóla- og
velferðarmál.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Meirihlutinn í borgarstjórn heldur velli samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Fylgi Bjartrar framtíðar minnkar. Fram-
sókn og Dögun ná ekki manni inn í borgarstjórn. Húsnæðismálin verða í forgrunni ef marka má orð oddvita framboðanna.