Fréttablaðið - 01.05.2014, Side 24
1. maí 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
FRÁ DEGI
TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
H
in ýmsu samtök launafólks halda í dag upp á alþjóð-
legan baráttudag verkalýðsins, 1. maí. Víða er fundað
og farið í kröfugöngur undir merkjum samstöðu
launafólks. Það má hins vegar velta fyrir sér, í ljósi
þróunarinnar á vinnumarkaðnum að undanförnu,
hvort sú samstaða sé raunveruleg eða bara skylda að tala um hana
í ræðum á þessum hátíðisdegi.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti
Alþýðusambandsins, sagði í
Fréttablaðinu í gær að grund-
völlur samninga til tveggja eða
þriggja ára, sem átti að fara að
leggja drög að, væri brostinn.
Ástæðan væri samningar ríkis-
ins og sveitarfélaga við ýmsa
hópa í þeirra þjónustu, þar sem samið hefði verið um meiri hækk-
anir en ASÍ samdi um í desember síðastliðnum.
Markmiðið með þeim samningum var að halda launahækkunum
í hófi til að koma í veg fyrir að verðbólgan færi á flug og æti
þær upp á nýjan leik. Gylfi sagði í blaðinu að það gæti ekki verið
hlutskipti sumra hópa að slátra verðbólgunni en annarra að njóta
ávinningsins.
Forseti ASÍ vísar til þess að launahækkanir hjá starfsmönnum
ríkis og sveitarfélaga hafi verið réttlættar með því að þeir ættu
„leiðréttingu“ inni. Hann bendir á móti á að margir hópar innan
ASÍ ættu að fá svipaða leiðréttingu og hjá sumum atvinnugreinum
gangi vel þannig að þær ættu að geta greitt hærri laun. Engu að
síður hafi niðurstaðan verið að semja um minni kauphækkanir í
trausti þess að verðbólgan yrði minni og kaupmáttur ykist.
Það eru ekki bara ríkið og sveitarfélögin sem eru sökudólgarnir
hér; stéttarfélög opinberra starfsmanna hafa gert miklu hærri
launakröfur en félög á almenna markaðnum í nafni „leiðrétt-
ingar“; að þau hafi dregizt aftur úr sambærilegum hópum. Segja
sem svo að vissulega þurfi að passa verðbólguna og kaupmáttinn,
en þau geti bara ekki unað því að dragast aftur úr.
Þessi eilífu samanburðarfræði eru raunar líkleg til að knýja
áfram launahækkanir sem ekki er innistæða fyrir. Alltaf fær ein-
hver aðeins meira en sem nemur „leiðréttingunni“ þannig að aðrir
hópar sjá sig þá knúna til að fara líka fram á að verða leiðréttir.
Sérstaklega er þessi samanburður erfiður á milli opinbera
geirans og einkamarkaðarins, þar sem gildir önnur vinnulöggjöf,
ólíkt starfsöryggi og lífeyriskjör. Það er kannski engin furða að
það skorti á samstöðuna á milli opinberra starfsmanna og fólks á
almenna vinnumarkaðnum, þótt ræðumenn á 1. maí hátíðahöld-
unum komi úr hópi beggja og tali um gildi samstöðu.
Fyrst svo virðist sem tilraunin til að skapa samstöðu á vinnu-
markaðnum um litlar launahækkanir og baráttu gegn verðbólg-
unni sé að fara út um þúfur getur verið ástæða til að spyrja hvort
nálgun heildarsamninga með breiðri samstöðu hafi gengið sér til
húðar.
Kannski er nær að semja á grundvelli einstakra atvinnugreina
eða fyrirtækja – þá nýtur starfsfólkið góðrar afkomu fyrirtækja
og sennilega verður til meiri hvati til skipulagsbreytinga í sam-
starfi vinnuveitenda og launafólks sem skila meiri framleiðni.
Sama á við á opinbera vinnumarkaðnum; þar er nær að horfa á
það hvernig sé hægt að breyta vinnufyrirkomulagi til að auka
skilvirkni, nýta peninga skattgreiðenda betur og geta þar af
leiðandi borgað hærri laun, en að vera í þessum eilífa samanburði
á milli hópa.
Samanburður og samkeppni á vinnumarkaði:
Samstaða í raun?
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Hættuleg umræða
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for-
sætisráðherra var að vanda fljótur að
sjá flísina í augum annarra en missti
af bjálkanum í eigin auga þegar hann
svaraði fyrirspurn Katrínar Jakobs-
dóttur formanni Vinstri grænna um
lækkun á væntingavísitölu Gallups
þar sem svartsýni hjá tekjulægstu
hópum hefur aukist verulega.
Sigmundur sagði væntingar byggjast
á umræðunni, því sem fólki er sagt.
Hann óttast að ræða eins og sú
sem Katrín hélt sem innihélt
fyrirspurn hennar væri ekki til
þess að skapa miklar jákvæðar
væntingar hjá þeim tekju-
lægstu. Það er víst þannig í
forsætisráðuneytinu af ef
eitthvað er að þá er best að
tala sem minnst um það.
300 milljarðar
Það var mikið að gera hjá forsætis-
ráðherra í óundirbúnum fyrirspurna-
tíma í þinginu í gær. Hann þurfti ekki
bara að víkja sér undan því að svara
Katrínu heldur einnig Helga Hjörvar,
þingflokksformanni Samfylk-
ingarinnar. Hann spurði
Sigmund hvað liði
þeim 300 milljörðum
sem Framsókn lofaði
í kosningabaráttunni
sem myndu skapast í
samningum við þrota-
bú föllnu bankanna.
Sigmundur sagðist
hins vegar
aldrei
hafa
sagt
að það
yrðu endilega 300 milljarðar í því
svigrúmi. Hann hefur væntanlega
gleymt því að hafa svarað spurn-
ingunni ítrekað í kosningabaráttunni,
til dæmis í Kastljósi RÚV þar sem
ekki stóð á svörum Sigmundar þegar
hann var spurður nokkurn veginn
sömu spurningar og talaði
þá um jafnvel hærri
upphæð og sagði þá
leið bæði framkvæm-
anlega og eðlilega. Við
bíðum þá bara áfram
spennt eftir 300
milljörðunum okkar.
fanney@frettabladid.is
Upplýsingatækni í skólum hefur tekið
gríðarlegum breytingum undanfarin
ár og nú er svo komið að hún er ein af
undirstöðum undir árangursríkt starf
á öllum skólastigum. Í Kópavogi gerum
við okkur grein fyrir þessu og höfum
brugðist við með ýmsum hætti.
Í árslok 2012 og í ársbyrjun 2013 var
samþykkt stefna Kópavogsbæjar í upp-
lýsingatækni í leik- og grunnskólum
og eftir þeirri stefnu hefur verið unnið
síðan. Fjölmargir komu að þessari
stefnumótun og er tilgangurinn meðal
annars að koma til móts við kröfur
nútímans.
Í skóla án aðgreiningar er fjölbreyti-
leiki lykilinn að því að allir nemendur
nái árangri og geti nýtt sér kennsluna.
Nútímatækni stuðlar að fjölbreyttum
vinnubrögðum og getur veitt nemend-
um tækifæri til að afla sér þekkingar og
tækifæri til að miðla þeirri þekkingu á
skapandi og gagnrýninn hátt.
Í samræmi við stefnu bæjarins er
verið að byggja upp tækjabúnað í skólum
og þá hafa verið unnin þróunarverkefni
í upplýsingatækni í nokkrum skólum
í bænum og lagningu þráðlauss nets í
grunnskólunum lýkur á árinu.
Svo vikið sé að leikskólum Kópavogs
þá fengu þeir allir spjaldtölvu á síðasta
ári. Þá hafa allar deildir í nítján leik-
skólum Kópavogs getað valið á milli
spjaldtölvu, fartölvu eða borðtölvu til að
nota í sínu starfi. Tækin verða afhent í
sumar. Margir leikskólanna hafa valið
sér spjaldtölvu og til að koma til móts við
áhugann á þeim valkosti hefur bærinn
staðið fyrir námskeiðum sem stuðla að
færni leikskólakennara til þess að nota
spjaldtölvur í leikskólakennslu. Fleiri
námskeið eru á döfinni í haust.
Að öllu samanlögðu er óhætt að full-
yrða að Kópavogur hafi tekið forystu í
málum upplýsingatækni í leik- og grunn-
skólum. Markmiðið er að bæta árangur
nemenda og búa þá sem best undir fram-
tíðina, hún er þeirra.
Skólar í Kópavogi
í fremstu röð
SKÓLAR
Ármann Kr.
Ólafsson
bæjarstjóri Kópa-
vogs
➜ Þá hafa allar deildir í nítján leik-
skólum Kópavogs getað valið á milli
spjaldtölvu, fartölvu eða borðtölvu
til að nota í sínu starfi . Tækin verða
afhent í sumar.