Fréttablaðið - 01.05.2014, Side 26

Fréttablaðið - 01.05.2014, Side 26
1. maí 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26 Í Morgunblaðinu þann 16. apríl sl. birtist ágæt- is grein eftir Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðing þar sem hann kallar það galinn leik að stjórnvöld bæti íbúðareigendum fjár- tjón sem þeir urðu fyrir vegna þess að verðtryggð- ar skuldir þeirra hækkuðu af völdum bankahrunsins 2008, en þá varð enn einu sinni stórkostlegt verðfall á íslensku krónunni. Aðalhöfundur að og baráttu- maður fyrir þessum bótum er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, en það var einmitt þetta snjalla kosningaloforð sem skilaði Fram- sóknarflokknum stórsigri í síðustu þingkosningum. Bónusinn fékk svo flokkurinn þegar Sigmundur Davíð fékk stjórnarmyndunarum- boðið og gerðist forsætisráðherra. Þannig getur hann nú efnt kosn- ingaloforðið um bætur til sumra skuldara, einkum þeirra tekju- hærri, því að þeir skuldsetja sig oft meira en þeir sem minna mega sín. Ekki er ólíklegt að það hafi einmitt verið þeir efnameiri sem bitu helst á kosningaloforðsagnið. Réttarríkið Einkenni réttarríkisins er meðal annars að almennar lagareglur eiga að gilda um öll lögskipti borg- aranna, svo sem viðskipti eins og kaup og sölu, og þessar lagareglur mega ekki vera afturvirkar. Borg- ararnir eiga ýmis réttindi og eru bundnir ýmsum skyldum en eru að mestu frjálsir að öðru leyti. Jafn- framt eru í gildi ákveðnar megin- reglur eins og þær að skuldbind- ingar má fá dæmdar ógildar hafi borgararnir verið sannanlega blekktir til þeirra eða forsendur hafi brostið með tilteknum hætti. Þá er það dómstólanna en ekki stjórnmálamanna að meta slíkt eftir þeim aðstæðum sem voru fyrir hendi þegar forsendubrestur- inn varð. Hins vegar er hægt með sérstökum lögum að ógilda/lækka slíkar skuldbindingar ef meirihluti alþingismanna samþykkir slíkt lagafrumvarp. Kostulegt frumvarp fjármálaráðherra Undrun vekur að formaður Sjálf- stæðisflokksins, Bjarni Benedikts- son, gæslumaður ríkissjóðs, skuli flytja lagafrumvarp til að efna og standa undir greiðslu á kosn- ingaloforði Framsóknarflokksins. Sjálfstæðisflokksmönnum var ljóst strax fyrir kosningar að kosninga- loforðið var bara loforð um milli- færslu á fjármunum. Millifærslur eru efnahagsúrræði sem fram- sóknarmenn hafa alla tíð beitt. Dæmi um það er landbúnaðar- stefna þeirra. Alltaf eru til hags- munaaðilar sem kaupa slík loforð með atkvæði sínu. Millifærslur eru ekki það sem þarf í dag til að bjarga Íslandi. Ríkissjóður Íslands er þriðji skuldsettasti rík- issjóður þjóðríkjanna sem eru aðil- ar að EES (um 30 þjóðríki í Evr- ópu) miðað við íbúafjölda, aðeins ríkissjóðir Grikklands og Írlands eru skuldsettari. Það sem þarf er aukin framleiðni í atvinnulífinu, bæði á sviði framleiðslu og þjón- ustu. Framleiðni í íslenska hag- kerfinu er mjög lítil í samanburði við þróuð erlend hagkerfi, en lítil framleiðni er ávísun á fátækt. Aukin framleiðni myndast þar sem samkeppni ríkir og sam- keppnisgreinar sem veita mest- an arð eru þær sem byggja á menntuðu og vel þjálfuðu vinnu- afli. Íslenska krónan er dragbítur sem dregur úr samkeppnishæfni Íslendinga og í kjölfar millifærsln- anna kemur verðbólga sem launa- fólk og almenningur borgar fyrir með enn meiri fátækt og skuld- setningu. Höfundur kosningaloforðsins, Sigmundur Davíð, er ósýnilegur í öllum umræðum um þetta frum- varp. Allir sannir íhaldsmenn, í besta skilningi þess orðs, vita að það er galinn leikur að stunda þau yfirboð og millifærslur sem frum- varpið um efndir kosningaloforðs- ins felur í sér. Við skulum vona að þetta kosningaloforð og þessi yfirboð verði aldrei að lögum. Yfi rboð og millifærslur Margar kannanir hafa leitt í ljós að gæði heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi eru eins og best gerist í nágrannalöndum. Grundvallar- atriði er að allir hafi gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Því miður virðist svo ekki vera hér á landi. Mörg dæmi hafa borist, meðal annars í fjölmiðlum, um að kostn- aður við heilbrigðisþjónustu hafi snaraukist. Vitað er um sjúklinga sem greitt hafa að minnsta kosti milljón krónur á ári fyrir heil- brigðisþjónustu. Annars staðar á Norðurlöndum, þar sem þjónustan er byggð upp á svipuðu róli og hér, hafa verið settar reglur um hámarkskostnað í heilbrigðisþjónustu. Sem dæmi má nefna að í Svíþjóð er kostnað- ur yfir 12 mánaða tímabil um 1.100 SEK (18.800 ISK) fyrir heilbrigð- isþjónustu og 2.200 SEK (37.500 ISK) fyrir lyf. Á Íslandi er ekkert hámarksþak fyrir kostnað vegna heilbrigðisþjónustu, en hægt er að fá afsláttarkort þegar kostnaður fer yfir 32.300 á almanaksári. Flóknar gjaldskrár Hins vegar er hámarksþak á kostnað vegna lyfja á Íslandi og liggur það við 69.000 krónur. Þegar fólk hefur náð þessari upp- hæð vegna lyfja á ári, greiðir það ekki meir á 12 mánaða tímabili. Öryrkjar og aldraðir greiða lægri upphæðir. Til viðbótar þessu verður að geta þess að gjald- skrár í heilbrigðisþjónustunni eru flóknar og ógegnsæjar, til dæmis í göngudeildarþjónustu. Í skýrslu sem gerð var fyrir Krabbameinsfélagið haustið 2013 kom fram að heildarkostnað- ur heilbrigðiskerfisins á Íslandi árið 2012 var um 150 milljarðar króna. Þar af borgaði hið opin- bera 120 milljarða og einstak- lingar borguðu um 30 milljarða fyrir heilbrigðisþjónustu (lyf þ.m.t.) árið 2012. Þetta þýðir á mannamáli að ef þeim kostnaði yrði deilt niður á hvert manns- barn á Íslandi, þyrfti hver og einn að borga 95.000 krónur á ári úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjón- ustu og lyf. Að ofan var nefnt dæmi um að sjúklingar hafi þurft að greiða allt að milljón á ári fyrir göngu- deildarþjónustu. Þessi kostnaður er að okkar mati óásættanlegur, ekki síst í ljósi þess að um er að ræða langveikt fólk. Ógnvekjandi eigin kostnaður vegna göngudeildarþjónustu Einkenni galdramála hér á landi á 17. öld: Karl- maður er grunaður um að hafa notað ritaða stafi sem hann magnar svo sterkum eiginleikum að þeir geta valdið tjóni, sjúkdómum, dauða manns sem þeir eru sendir til. Hugsan- legur galdramaður var aldrei spurður hvern- ig hann magnaði staf- ina þessu afli né hvaðan honum kom kunnáttan. Hins vegar er fullyrt að hann sé á samningi við djöfulinn. Hann er aldrei beðinn um að leggja samn- inginn fram undirritaðan og stað- festan. Ofsækjendur vita hvernig samningurinn er af því að hann er gerður við þann í neðra. Andstæðingar samnings við Evrópusambandið eru nú komn- ir í þetta fýsilega hlutverk þeirra sem engan samning vildu sjá á 17. öld við höfðingjann í neðra. Höfðinginn í neðra breytir nefni- lega aldrei samningi þótt hann hafi núna heimilisfesti í Brüssel, segja þeir vísu núna. Aldrei var spurt á 17. öld hvort eða hvern- ig þeir semdu við hinn öfluga myrkrahöfðingja. Eins er nú á okkar öld, þá vilja sumir einskis spyrja því að þeir vita hvert svarið verður. Ekki þekktist á galdraöld að spyrja þjóðina hvað henni fynd- ist um ákvarðanir stjórn- valda í mikilsverðum málum. Nú er reynt að endur- lífga þann gamla tíma með því að hlusta ekki á beiðnir líkt og ráða- menn hafi aldrei heyrt þær. Höfð- ingjanum í neðra finnst það lítt þroskuð stjórnviska að lofa mönn- um að greiða atkvæði en taka svo þennan rétt af þeim strax eftir kosningar. Stefnan eigi að vera: Lofa engum rétti til að kjósa eftir að málið hefur verið afgreitt. Það sé eina leiðin til að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Þeir í Brüssel vilji hafa púka sína hér til að vinna fyrir sig eins og sá gamli neðrahöfðingi vildi láta þá vinna fyrir sig á myrkri öld. Linni galdraöld og upp renni skeið upplýsingar, munu hinir stein- runnu standa eftir sem saltstólp- ar, einskis nýtir draugar fortíðar. Skyldi það ekki vera að núverandi stjórnvöld ríki á vitlausri öld? Galdramál Járntjaldið er komið upp aftur – á nýjum stað. Það var tekið niður skamma stund meðan Rússland lá í djúpri kreppu með Jeltz- ín við völd, enda var hann handgenginn vestrænu auðmagni. NATO-blokkin náði þá stöðu sem nálgað- ist heimsyfirráð og neytti nú yfirburða sinna. Blokk sú er fulltrúi auðhringja Bandaríkjanna og ESB fremur en fulltrúi þjóð- anna. Ég kalla hana bara Blokkina. Hún notaði lægð Rússlands til að þenja NATO í austur. Hvert af öðru fengu fyrr- verandi Varsjárbandalagsríki „samstarfsaðild“ að NATO til aðlögunar, svo fulla aðild. Síðar gerðist það sem hlaut að gerast – Rússland reis upp og leitaði hefð- bundinnar stöðu sem stórveldi. Þá var járntjaldið sett upp aftur: Blokkin var nú langt komin með að girða Rússland vestrænum herstöðvum: í nýju Kákasusríkj- unum, í Mið-Asíulýðveldunum, í Búlgaríu, Rúmeníu, Póllandi og Eystrasaltsríkjum (og Finnland í norðri með „samstarfsaðild“ og náið hernaðarsamstarf við NATO). Blokkin hefur þróað lang- drægt skotflaugakerfi á landi og sjó allt frá Eystrasalti til Miðjarðarhafs og Svarta- hafs. Rússar hafa fengið járntjaldið aftur, utan við stofugluggann. Froða um lýðræði Varnarsamstarf var snar þáttur í margfræg- um samstarfssamn- ingi Úkraínu við ESB. Hann átti að stuðla að „aðlögun“ og „dýpri þátttöku Úkraínu í evr- ópska öryggiskerfinu“. Sem þýðir á manna- máli? Aðild að NATO. Að stærsti granni Rússa í vestri gengi form- lega yfir til andstæðinganna. Þá loks barði Pútín í borðið og fór að gera neyðarráðstafanir. Þá kom næsta skref: Í pressu sinni málar Blokkin upp skrímslið Pútín. Eins og hún málar alla andstæðinga sína; Milosévits, Saddam, Gadd- afí, Assad … áður en hún greið- ir höggið. Svo kemur viðskipta- bann, diplómatísk einangrun, efldar NATO-„varnir“. „Varnir“ segja menn og gefa sér að Blokk- in vinni að friði. En framanskráð heruppbygging lýsir engri frið- semd. Blokkin er jú árásaraðil- inn í öllum helstu styrjöldum frá falli Múrsins. Með froðuna um lýðræði og mannréttindi vellandi úr báðum munnvikum beitir Blokkin fas- istum og pólitískum terroristum til skítverka sinna í Kænugarði. Svipað og í Líbíu og Sýrlandi. Hið nýja er hins vegar það að geng- ið er yfir „rauða strikið“, þol- mörk Rússlands. Man einhver viðbrögð Kennedys þegar Sovét- menn ætluðu með skotpalla yfir „rauða strikið“ í Kúbudeilunni? Ef Blokkin heldur áfram sturluð- um heimsyfirráðamarsi sínum í sömu átt endar hún í stórstríði við Rússa sem yrðu váleg tíðindi fyrir Evrópu. Að vanda fylgir Ísland Blokkinni sjálfkrafa og vélrænt – nema skynugt fólk fari að tjá sig. Blokkin og járntjaldið Það dylst engum að ein helsta ástæðan fyrir núverandi vanda á hús- n æ ð i sm a rk a ð nu m í Reykjavík er sú ofur- áhersla sem lögð hefur verið á séreignarstefnuna. Afleiðing hennar er meðal annars að leigumarkað- urinn í borginni hefur verið mjög vanþróaður, sem birtist til dæmis í því að hér skortir hefð fyrir leigufélögum sem bjóða langtímaleigu á hagstæð- um kjörum. Fyrir vikið einkenn- ist leigumarkaðurinn af óöryggi, óstöðugleika og allt of hárri húsa- leigu. Þetta er hvorki gott né heil- brigt og er ein helsta ástæða þess að 17,9% þeirra sem eru í leigu- húsnæði búa við verulega íþyngj- andi húsnæðiskostnað, samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar. Reynslan er ekki góð Reynslan hefur sýnt að „markað- urinn“ virðist ekki geta leyst þetta vandamál, og því þurfum við að nálgast vandann úr nýjum áttum og á félags- legum forsendum. Hluti af lausninni er húsnæðissam- vinnufélög, sem rekin eru í þágu almennings og bjóða öruggt leigu- og kaup- leiguhúsnæði fyrir ein- staklinga og fjölskyldur á sanngjörnum kjörum. Þau gætu orðið mikilvæg við- bót við það sem nú býðst á íslenskum húsnæðismark- aði. Mikið hefur verið talað en minna hefur verið gert. Ljóst er að það þarf sameiginlegt átak ríkis, sveitarfélaga, leigu- félaga, lífeyrissjóða og lánastofn- ana til að hugmyndir um stórfellda uppbyggingu leigumarkaðar geti orðið að veruleika. Engan pilsfaldakapítalisma Markaðurinn hefur ekki svör við öllum þeim vanda sem blasir við íslensku samfélagi. Í stað þess að borgin byði einkaaðilum lóðir til uppbyggingar leigufélaga á útsölu- prís – og tryggði þannig hagn- að verktaka og fasteignafélaga á kostnað almennings – ætti borg- in að setja hagsmuni íbúanna í forgang. Reykjavíkurborg getur orðið hluthafi í nýjum leigufélög- um gegn því að úthluta ákveðnu hlutfalli félagslegra íbúða inn í félögin. Þannig mætti vinna bug á biðlistum eftir félagslegu hús- næði og tryggja félagslega blönd- un byggðar. En til þess að þessar hugmyndir geti orðið að veruleika þarf áfram- haldandi aðkomu Vinstri grænna. Við höfum kjark og þor til að hugsa út fyrir rammann og tryggja það að uppbygging leigumarkaðar verði á félagslegum forsendum í formi húsnæðissamvinnufélaga og búseturéttaríbúða. Það er marg- sannað að ofuráhersla íslenskra stjórnvalda á séreignarkerfið er löngu úr sér gengin. Með sameig- inlegu átaki getum við leyst þann húsnæðisvanda sem nú blasir við í borginni. Markaðurinn hefur brugðist ➜ Þeir í Brüssel vilji hafa púka sína hér til að vinna fyrir sig eins og sá gamli neðra- höfðingi vildi láta þá vinna fyrir sig á myrkri öld. ➜ Á Norður- löndum, þar sem þjónustan er byggð upp á svipuðu róli og hér, hafa verið settar reglur um hámarkskostn- að í heilbrigðis- þjónustu. FJÁRMÁL Ólafur Ragnarsson hæstaréttarlög- maður ➜ Ríkissjóður Ís- lands er þriðji skuld- settasti ríkissjóður þjóðríkjanna sem eru aðilar að EES (um 30 þjóðríki í Evrópu) miðað við íbúafjölda, aðeins ríkissjóðir Grikklands og Írlands eru skuldsettari. EVRÓPUMÁL Haukur Sigurðsson sagnfræðingur HEILBRIGÐISMÁL Ólafur Ólafsson fv. landlæknir Lýður Árnason læknir og vaktstjóri Lýðræðisvaktar- innar Gunnar Alex- ander Ólafsson heilsuhagfræðingur HÚSNÆÐISMÁL Elín Oddný Sigurðardóttir skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík UTANRÍKISMÁL Þórarinn Hjartarson í stjórn Norður- landsdeildar Sam- taka hernaðarand- stæðinga ➜ NATO-blokkin náði þá stöðu sem nálgaðist heims yfi rráð og neytti nú yfi rburða sinna. Blokk sú er fulltrúi auðhringja Banda- ríkjanna og ESB fremur en fulltrúi þjóðanna. Ég kalla hana bara Blokkina. Hún notaði lægð Rússlands til að þenja NATO í austur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.