Fréttablaðið - 01.05.2014, Side 44

Fréttablaðið - 01.05.2014, Side 44
1. maí 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 Við erum aðeins byrjuð en formleg opnunarhátíð verður í dag klukkan 14 í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Vigdís Jakobsdóttir, formaður ASSITEJ á Íslandi, en samtökin standa þessa dagana fyrir glæsi- legri sviðslistahátíð fyrir börn og ungmenni. „Eftir það eru sýningar á tveimur dansverkum fyrir börn í Tjarnarbíói, Fetta bretta, vönduð sýning Bíbí og blaka fyrir allra yngstu áhorfendurna sem naut mikilla vinsælda í fyrra, og Óður og Flexa reyna að fljúga, sem er frumsýning á glænýju íslensku verki fyrir krakka á leikskólaaldri. Hátíðin heldur svo áfram á föstu- dag og laugardag með alls konar skemmtilegheitum.“ Meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni á laugardaginn er hol- lenski hópurinn Arch8 með sýn- inguna Murikamification. Hóp- urinn skapar, að sögn Vigdísar, ógleymanlega stemningu í draum- kenndum göngutúr um borgina sem bæði ungir sem aldnir geta látið hrífast af. „Þetta er dans- hópur með rosalega skemmtilega sýningu sem hefur verið á flakki um heiminn í nokkur ár. Þau blanda saman parkúr og nútíma- dansi á mjög skemmtilegan máta. Þau bjóða áhorfendum í göngutúr klukkan 12 og 17 á laugardaginn og það er lagt upp frá Tjarnarbíói. Ég get lofað fólki einstakri upplifun, ég sá þessa sýningu í Austurríki og það breytti sýn minni á umhverf- ið.“ Er mikil uppsveifla í sviðslist- um fyrir börn? „Við erum að reyna að búa hana til,“ segir Vigdís og hlær. „Það hafði lengi ríkt alveg ægilegt ástand í þessum málum. Þeir sem vildu sýna börnum sínum góða sviðslist áttu yfirleitt ekki aðra kosti en stóra glamúrus söng- leiki á stórum leiksviðum. Þótt það hafi yfirleitt verið mjög vand- aðar sýningar, þá bæði er miða- verð mjög hátt og þetta er bara einn angi sviðslistanna. Það hefur vantað töluvert upp á að börn og unglingar ættu völ á fjölbreytt- ari tegundum sviðslista. Þau hafa, alveg eins og fullorðna fólkið, mis- munandi smekk og mismunandi þarfir. Það á að vera sjálfsagt í sið- menntuðu samfélagi að á boðstól- um sé úrval af góðri, vandaðri og fjölbreyttri sviðslist fyrir krakka á öllum aldri.“ fridrikab@frettabladid.is Góðar og vandaðar sýningar fyrir krakka Önnur sviðslistahátíð ASSITEJ verður formlega sett í dag. Hátíðin býður upp á mikið úrval sviðslistaverka fyrir börn og unglinga, en megináherslan er lögð á danslistina að þessu sinni. Aðgangur er ókeypis á allar sýningar hátíðarinnar. LITAGLEÐI OG LISTDANS Sýning Bíbí og blaka, Fetta bretta, er önnur tveggja opnunarsýninga hátíðarinnar. ASSITEJ eru alþjóðleg samtök leikhúslistafólks sem gerir leik- hús fyrir börn og ungt fólk. Hvað þýðir ASSITEJ? Nafnið er skammstöfun á franska heiti samtakanna sem er: Asso- ciation Internationale du Théâtre de l‘Enfance et la Jeunesse. Hvert er hlutverk ASSITEJ? Hlutverk ASSITEJ á Íslandi er að standa vörð um leikhús fyrir unga áhorfendur og styðja við listafólk sem starfar á þeim vett- vangi. Hvað gerir ASSITEJ á Íslandi? Samtökin beita sér fyrir sam- starfi og samskiptum listafólks og leikhúsa innanlands sem utan og stuðla þannig að listrænni þróun. Sviðslistahátíð ASSITEJ gegnir þar lykilhlutverki. ASSITEJ HVAÐ ER NÚ ÞAÐ? Félagar úr Kammersveit Reykja- víkur flytja þætti úr Oktett eftir Franz Schubert fyrir forvitna tónleikagesti á öllum aldri í Iðnó í hádeginu í dag. „Við erum bara gríðarlega spennt,“ segir Guðrún Hrund Harðardóttir, víóluleikari og listrænn stjórnandi Kamm- ersveitarinnar. „Kammersveitin hefur tekið þátt í Barnamenning- arhátíð frá upphafi og það hefur verið mjög gott samstarf. Við höfum prófað okkur áfram, bæði spilað nútímatónlist og klassíska fyrir krakkana og að þessu sinni ákváðum við að kynna þau fyrir Schubert og þessum glæsilega oktett hans.“ Oktettinn, sem tónskáldið Franz Schubert samdi árið 1824, telst til þekktustu kammertónverka tón- listarsögunnar. Hljóðfæraskipan- in er klarínett, fagott, horn, tvær fiðlur, víóla, selló og kontrabassi, en auk þess að kynna hljóðfær- in sín fyrir tónleikagestum leit- ast hljóðfæraleikararnir við að svara spurningum tónleikagesta. „Við verðum með kynningar, bæði á verkinu og Schubert sjálfum, fyrir börnin en þetta eru samt fjöl- skyldutónleikar sem fólk á öllum aldri getur notið,“ segir Guðrún Hrund. Meðal þess sem hún mun segja frá er æska Schuberts og tónlistar- menntun hans. „Það vakti athygli mína að hann, eins og Mozart og aðrir samtímamenn hans, lærði á mörg hljóðfæri. Byrjaði sex ára að læra bæði á píanó og fiðlu og síðar bættist víóla við. Þetta er aðeins öðru vísi en við eigum að venjast í dag þegar krakkar læra yfirleitt ekki nema á eitt hljóðfæri og við sérfræðingarnir getum heldur ekki hoppað á milli hljóðfæra,“ segir Guðrún Hrund. „Þetta var öðru vísi í þá daga.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og standa í tæpa klukkustund og aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis. - fsb Segir frá æsku og menntun Schuberts Var Schubert slúbbert? er yfi rskrift tónleika sem Kammersveit Reykjavíkur heldur á Barnamenn- ingarhátíð í Ævintýrahöllinni Iðnó í dag. KAMMERSVEIT REYKJAVÍKUR „Við höfum prófað okkur áfram, bæði spilað nútíma tónlist og klassíska fyrir krakkana.“ FRANZ SCHUBERT Sýning á verkum spænsku lista- konunnar Maribel Longueira verð- ur opnuð á Háskólatorgi á morgun klukkan 16. Sýningin samanstend- ur af 21 ljósmynd og beinir augum að mengun sjávar og hvernig það vaxandi vandamál birtist í formi sjórekins rusls sem finna má á ströndum landa. Í sýningunni ljær listakonan viðfangsefninu ákveðið mannlegt yfirbragð og form þann- ig að ruslið horfist í bókstaflegri merkingu í augu við þann sem skoðar myndina. Listakonan er frá Galisíu á norðvestanverðum Spáni en þar eru fiskveiðar undirstaða sam- félagslegrar velferðar, atvinnu- lífs og menningar. Þar er fólk, ekki síst eftir hið gríðarlega Pre- stige-mengunarslys árið 2002, vel meðvitað um mikilvægi þess að spornað sé gegn mengun í lífkerfi sjávar, bæði heima og hnattrænt. Eiginmaður Maribel er galis- íska skáldið Francisco X. Fern- ández Naval og verður hann með í för. Við opnunina mun hann, ásamt íslensk-galisíska skáldinu Elíasi Knörr flytja nokkur ljóð sem tengjast efni sýningarinnar. Verur í viðjum Sýning á myndum Maribel Longueira á Háskólatorgi. MARIBEL LONGUEIRA Sýningin samanstendur af 21 ljósmynd og beinir augum að mengun sjávar og hvernig það vaxandi vandamál birtist í formi sjórekins rusls. MYND: FRANCES TORRES Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.