Fréttablaðið - 01.05.2014, Síða 48

Fréttablaðið - 01.05.2014, Síða 48
1. maí 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40 Við gerum ráð fyrir að umbylta kerfinu fyrir klukkan ellefu. „Þetta er ljóðakvöld til þess að fella kapítalismann, við gerum ráð fyrir því að umbylta kerfinu fyrir klukkan ellefu,“ segir Stefán Ingvar Vigfússon, en hann býður til Verkaljóðskvölds í Tjarnar- bíói í kvöld klukkan 20.00. Kvöld- ið er á vegum Fríyrkjunnar, hóps ungskálda sem hafa verið dugleg að halda ljóðakvöld undanfarna mánuði. „Það er frekar breytilegt hverjir lesa,“ segir Stefán Ingvar en Fríyrkjan samanstendur af um það bil tuttugu ungum skáld- um. „Það fer bara eftir því hverjir mæta.“ Hópurinn var stofnaður í fyrra af Sólveigu Matthildi Krist- jánsdóttur en ungskáldin gáfu í kjölfarið út sína fyrstu ljóðabók. „Síðan þá erum við búin að vera lesa upp ljóðin hér og þar,“ segir Stefán Ingvar um ljóðakvöldin svo- nefndu. „Þau hafa líka verið mjög vel sótt. Á fyrsta ljóðakvöldinu var troðið út að dyrum og síðan þá hafa þetta verið á bilinu þrjá- tíu til hundrað manns að hlýða á,“ segir Stefán Ingvar sem býst við metmætingu á Verkaljóðskvöldið, sem er einmitt svo listilega hald- ið á verkalýðsdaginn sjálfan. „Ég býst nú bara við að húsið hrynji.“ Halda upp á Verka Fríyrkjan er hópur ungskálda sem komu saman í fyrra og gáfu út ljóðabók. Í kvöld heldur hópurinn ljóðakvöld í Tjarnarbíó til þess að umbylta kerfi nu. UPPRENNANDI UNGSKÁLD Stefán Ingvar Vigfússon tilheyrir Fríyrkjunni. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014 Gjörningar 14.00 Ruslaurant opnar á Járnbraut 1, Granda. Markmiðið er að vekja athygli á öllum þeim góða mat sem fer til spillis daglega og bjóða gestum og gangandi uppá veitingar. Frír matur fyrir alla á meðan birgðir endast. Í ferlinu frá framleið- anda til neytenda er árlega 1/3 af öllum mat hent. Á meðan svelta milljónir manna. Peningurinn, vatnið og landið sem fer í þessi sóuðu matvæli má vafalaust verja betur. Tónleikar 12.00 Var Schubert slúbbert? Fjölskyldutónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur á Barnamenningarhátíð í Ævintýrahöllinni í Iðnó. Félagar úr Kammersveit Reykjavíkur flytja gáskafulla, töfrandi og tilfinningaþrungna þætti úr Oktett eftir Franz Schubert fyrir forvitna tónleikagesti á öllum aldri. Aðgangur er ókeypis. 15.00 Sumargleðskapur BORG í Lucky Records. Tónlistar- mennirnir sem koma fram eru Viktor Birgiss, plötusnúðar BORG og Housekell. Allir velkomnir og lofað góðu stuði. 20.00 Daníel Hjálmtýsson leikur ábreiður af lögum eftir marga af hans uppáhaldstónlistarmönnum. Má þar nefna listamenn á borð við Townes Van Zandt, Bob Dylan, Neil Young, Nick Cave og Mark Lanegan. Tónleikar Daníels eru partur af svokallaðari Daniel Acoustic Introspection seríu sem hófst snemma árs 2013 og hefur hlotið mikið lof. Tónleikarnir eru á Hlemmur Square og eru opnir öllum. 20.00 Kvennakór Hafnarfjarðar heldur vortónleika undir yfir- skriftinni Vorið kallar. Stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar er Erna Guðmundsdóttir, píanóleikur er í höndum Antoníu Hevesi og flautuleikari er Kristrún Helga Björnsdóttir. Tón- leikarnir verða í Hásölum við Strandgötu og miðaverð á tónleikana er 2.500 krónur. Gestum boðið að þiggja kaffi og konfekt í tónleikahléi. 20.00 Vortónleikar karlakórsins Fóstbræðra í Langholtskirkju. Á efnisskrá verða m.a. sænsk og ensk þjóðlög, verk eftir Högna Egilsson og útsetningar eftir Davíð Þór Jónsson. Þá er úrval eldra efnis ásamt kórum úr Carmen. Einsöng flytur Hanna Dóra Sturludóttir. Á píanó spilar Steinunn Birna Ragn- arsdóttir og stjórnandi er Árni Harðarson. Miðaverð er 3.000 krónur og miða er hægt að nálgast á miði.is 20.00 Vortónleikar Karlakórs Kópavogs í Salnum í Kópavogi. Kórinn er nú á sínu 12. starfsári og telur nú yfir 60 söng- menn. Garðar Cortes hefur stjórnað kórnum frá 2011. Á efnisskrá vortónleikanna verða flutt hefðbundin karlakórslög í bland við önnur óhefðbundin lög útsett fyrir karlakóra. Kórinn leitast við að túlka hljóma úr angurværum róman- tískum ljóðum upp í tóna úr harmþrungnum hetju- og ætt- jarðaróðum. Frá hvísli þagnarinnar upp í tónstyrk sem aldrei væri morgundagurinn. Miðaverð er 3.000 krónur og miða er hægt að nálgast á miði.is 21.00 Hallur Ingólfsson flytur sólóplötuna sína Öræfi í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Plötuna gaf Hallur út í sept- ember síðastliðnum og inniheldur platan níu ósungin lög sem eru í senn dramatísk og hlaðin grimmri fegurð. Öræfi komst í úrtak af útgáfum ársins sem tilnefndar voru til Nor- rænu tónlistarverðlaunanna og sást víða á árslistum ýmissa tónlistarspekúlanta yfir bestu plötur ársins. Miðaverð eru 1.500 krónur og hægt er að nálgast miða á miði.is 21.00 Hljómsveitin Four Leaves Left heldur tónleika á Vín- smakkaranum og er aðgangur ókeypis. 21.00 Raftónlistarmenn koma fram á Harlem Bar, Tryggva- götu 22. Flestir tónlistarmennirnir eru danskir og munu koma fram einir og í hóp. Meðal tónlistarmanna sem koma fram eru Jonas G, OEDELAND, Lord Pusswhip, Holoduke, Kjært Barn, SnabelKael, Coup de Ras, WAIC, Cæcilie Overgaard, Matthiam, Qasmus og Totenslager. Aðgangur er ókeypis. Listamannaspjall 15.00 Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Anna Hrund Másdóttir, sýningarstjórar útskriftarsýningar BA nema í hönnun, arkitektúr og myndlist VERÐA með sýningarstjóraspjall í Listasafni Reykjavikur, Hafnarhúsi. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. 16.00 Bak við tjöldin - Kogga ræðir um verk Magnúsar Kjartanssonar í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Hér gefst einstakt tækifæri til að fá innsýn í heim listamannsins í tengslum við sýninguna Form, litur, líkami: háspenna/lífs- hætta, Magnús Kjartansson sem nú stendur yfir í sölum safnsins. Í framhaldi af leiðsögn Kolbrúnar Björgúlfsdóttur tekur við kynning á myndbandsverki mánaðarins eftir finnsku listakonuna Nina Lassila, „PULL YOURSELF TOGETHER“. Listakonan verður viðstödd sýninguna og mun kynna verkið. Dans 16.30 Nemendasýning Listdansskóla Hafnarfjarðar verður sýnd á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Miðaverð er 2.500 krónur og hægt er að nálgast miða á miði.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Hljómsveitin Amiina ætti ekki að vera ókunnug nein- um Íslendingi en sveitin hefur gert garðinn fræg- an erlendis jafnt sem hérlendis. „Það vill bara svo skemmtilega til að við héldum tónleika nýverið í Ist- anbúl sem voru fyrstu tónleikarnir okkar í svolítinn tíma,“ segir Magnús Trygvason Eliassen, trymbill sveitarinnar, um hvers vegna þau ákváðu að blása til tónleika í Reykjavík. „Það var bara einhver orka í loft- inu á tónleikunum úti og við hugsuðum bara af hverju ekki að nýta þessa æfingatörn sem við tókum fyrir þá tónleika í aðra tónleika á Íslandi,“ segir Magnús. Ýmislegt verður að finna á efnisskrá tónleikana. „Við munum spila allt milli himins og jarðar,“ segir Magn- ús. „Nýtt efni í bland við gamalt, það verða allavega tvö lög sem við höfum spilað áður en aldrei gefið út. Síðan verða nýjar útgáfur af eldgömlum lögum og bara alls konar.“ Tónleikarnir fara fram í Mengi á Óðinsgötu og hefjast klukkan 21.00. Aðgangseyrir er 2.000 krónur. Orka í loft inu í Istanbúl Amiina blæs til tónleika í kvöld í Mengi á Óðinsgötu þar sem hljómsveitin mun spila nýtt efni í bland við gamalt ásamt nýjum útgáfum af eldgömlum lögum. SKEMMTILEG HLJÓMSVEIT Amiina ætti ekki að vera ókunn neinum Íslendingi. MYND/AÐSEND „Skoðun þess sem hér heldur um penna er sú að það ætti að skylda alla landsmenn til að sjá þessa mjög svo góðu sýningu; svo brýnt erindi á hún við íslenskan sam- tíma.“ Jakob Bjarnar Grétarsson Eldraunin Þjóðleikhúsið - Stóra svið ★★★★★ Gróttuviti verður vafinn vinat- refli í dag sem starfsfólk bæj- arins og eldri borgarar hafa prjónað. Hönnuðirnir Olga Hrafnsdóttir og Elísabet Jóns- dóttir sýna í vitavarðarhúsinu en þær sækja innblástur til Gróttu- vita. Börn geta rannsakað sjávar- lífverur með stækkunarglerjum í fræðasetrinu þar sem ljúfir harmóníkutónar óma og hægt er að kaupa vöfflukaffi. Í Alberts- búð syngur KK í hálftíma frá 13.15 og að því loknu hefst þar gerð flugdreka. Allt þetta og fleira til er á dag- skrá fjölskyldudagsins í Gróttu sem stendur frá 13 til 15. Opið er út í eyjuna frá kl. 11.30 til 16 og Björgunarsveitin Ársæll sér um að ferja fólk sem ekki á auðvelt með ganga. Stutt helgi- stund verður í Albertsbúð klukk- an 12.30. Þetta er síðasta tækifæri til að fara út í Gróttu áður en lokað verður fyrir umferð þangað vegna fuglavarps til 15. júlí. Gróttudagurinn í dag Sumarkomunni á Seltjarnarnesi er fagnað með fj örugum fj ölskyldudegi í Gróttu í dag. Í GRÓTTU Hátíðin höfðar til allra aldurs hópa. MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.