Fréttablaðið - 01.05.2014, Page 56

Fréttablaðið - 01.05.2014, Page 56
1. maí 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 48 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar Hei, Júlíus Vífill! Það er ekki rétt hjá þér að enginn meirihluti hafi átt í jafn miklu stríði við borgarbúa og sá sem nú er við völd. Það er ekki heldur rétt að ekkert kjörtímabil hafi einkennst af jafn miklum ófriði. Hvers vegna talarðu svona? Er eitthvað að? Viltu tala um það? Á árunum 2003 til 2008 voru alls sex borgarstjórar við völd — fleiri en nokkur myndhöggvari hefur tíma til að meitla. Þá fór stríðið fram í ráðhúsinu og fyrir utan fylgdust agndofa borgarbúar með á meðan met var slegið í vanvirðingu við lýðræðið. HEI, ríkissáttasemjari! Klóraðu fimm prósent af launum presta og hækkaðu laun allra hinna. Engin verkföll. HEI, Guðni Ágústsson! Þú tókst rétta ákvörðun. Vel gert. Taktu þessa dómgreind með á næsta karlakvöld. Að þú tækir sæti í borgarstjórn er skelfi- leg hugmynd. Ekki vegna þess að þú myndir standa þig illa. Ég hef engar forsendur til að meta það. Ég veit bara ekki hver ætti að halda á lofti lit og áferð íslenska smjörsins ef kraftar þínir væru nýttir annars staðar. Mjólkursam- salan gerir það ekki því þá væri slagorðið: „Mmmm smjör — Gult og mjúkt.“ HEI, Vilborg Arna Gissurardóttir! … Þú ert reyndar grjóthörð. Gangi þér vel. HEI, Guðrún Bryndís Karlsdóttir! Við hverju bjóstu þegar þú þegar þú tókst sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík? Flokksmenn reka ekki rýt- inga í bak hvers annars heldur hnífasett. Í meðalhnífasetti eru fimm hnífar. Hugs- aðu um það. Varstu ekki búin að gúggla Framsóknarflokkinn? Af hverju komu vinnubrögðin þér á óvart? Hérna er sannleikurinn og hann er beiskur: Flokk- urinn vildi aldrei að þú yrðir annað en varaborgarfulltrúi og þú verður að sætta þig við það. Horfðu á björtu hliðarnar: Það er að koma sumar og þú ert ekki á leiðinni í kosningabaráttu með Fram- sóknarflokknum. OG hei, Jón Gnarr! Ég sakna þín strax. Sannasti pistill allra tíma „Ég er anarkisti með mjög sterkar skoðanir. Ég fékk nóg af ástand- inu hér á landi og ofbauð íslenskt stjórnkerfi,“ segir rapparinn Úlfur Kolka en hann hefur nú sent frá sér pólitíska rappplötu sem hann hefur unnið að síðan árið 2011. „Þetta er fyrsta póli- tíska rappskífa Íslandssögunnar og er jafnframt fyrsta platan mín á íslensku síðan árið 2002, þegar ég gaf út plötu með rappsveitinni minni Kritikal Mazz,“ bætir Úlfur við. Hann hefur að undanförnu búið erlendis og látið að sér kveða í tónlistinni ytra. „Ég er nýkominn heim en ég bjó í Los Angeles í þrjá mánuði og þar áður í sex mánuði á Spáni.“ Í Inglewood í Los Ang- eles bjó Úlfur og var aðallega að pródúsera og smíða takta fyrir aðra rappara, en hann hefur búið til takta og lög síðan árið 1998. „Það er erfitt að koma sér á fram- færi þarna úti en maður er bara duglegur að senda pósta og diska á rétta aðila til að koma sér og sínu á framfæri,“ bætir Úlfur við. Á Spáni var hann í skiptinámi en hann er einnig menntaður graf- ískur hönnuður. „Þegar ég áttaði mig á því hversu litlu búsáhaldabyltingin svokallaða skilaði og hversu lítið þjóðin ætlaði sér að gera í því, gat ég ekki annað en tekið mér blað og penna í hönd. Þar með varð lagið Til hvers að kjósa? til, og fékk ágætis viðtökur á YouTube, og ekki aftur snúið,“ segir Úlfur spurður út í upphafið á nýju plöt- unni, sem nefnist Borgaraleg óhlýðni. Hann segir plötuna vera hvassa og að hann skjóti meðal annars grimmt á útrásarvík- ingana. „Ég er svo nýbúinn að stofna production-teymi sem nefnist Sin Pausa ásamt Gnúsa Yones, sem er einmitt í reggae-sveitinni Amaba Dama, og er fullt af skemmtileg- um hlutum fram undan hjá okkur, þar á meðal mánaðarleg hipp- hopp-kvöld,“ segir Úlfur spurður út í framhaldið. gunnarleo@frettabladid.is Ofb auð íslensk stjórn- völd og bjó til plötu Rapparinn Úlfur Kolka fékk nóg af íslensku stjórnkerfi og ákvað að búa til rappplötu til þess að fá útrás. Eft ir margra ára vinnu hefur platan nú loks litið dagsins ljós. FÉKK NÓG Rapparinn Úlfur Kolka sendir frá sér pólitíska rappplötu eftir að hann fékk nóg af ástandinu hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þetta er fyrsta pólitíska rappskífa Íslandssögunnar og er jafnframt fyrsta platan mín á íslensku síðan árið 2002, þegar ég gaf út plötu með rappsveit- inni minni Kritikal Mazz. Úlfur Kolka. THE OTHER WOMAN THE AMAZING SPIDERMAN 2 3D RIO 2 2D ÍSL. TAL RIO 2 3D ÍSL. TAL HARRÝ OG HEIMIR GRAND BUDAPEST HOTEL KL. 5.30 - 8 - 10.25 KL. 3 - 6 - 9 KL. 3 - 5.45 KL. 3.30 KL. 3.45 - 6 - 8 - 10 KL. 8 - 10.15 THE OTHER WOMAN THE AMAZING SPIDERMAN 2 3D THE AMAZING SPIDERMAN 2 3D LÚXUS THE AMAZING SPIDERMAN 2 2D RIO 2 2D ÍSL. TAL RIO 2 3D ÍSL. TAL OCULUS HARRÝ OG HEIMIR KL. 5.30 - 8 - 10.25 KL. 2 - 5 - 8 - 10.50 KL. 2 - 5 - 8 - 10.50 KL. 2 - 8 - 10.50 KL. 1 - 3.15 - 5.45 KL. 1 KL. 10.20 KL. 4 - 6 - 8 Miðasala á: EINVÍGIÐ Í AMAZON -H.S., MBL -B.O., DV TOPPMYNDIN Í USA! TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI! EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI SPARBÍÓ EMPIRE ENTERTAINMENT WEEKLYTOTAL FILM KEFLAVÍK CHICAGO SUN-TIMES ENTERTAINMENT WEEKLY WASHINGTON POST PORTLAND OREGONIAN TOTAL FILM EMPIRE LOS ANGELES TIMESCHICAGO SUN TIMES “IT COULD BE HIS BEST FILM SO FAR” - THE GUARDIAN SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas THE OTHER WOMEN 5, 8, 10:20 SPIDERMAN 2 3D 2, 7, 10 A HAUNTED HOUSE 2 10 RIO 2 2D 2, 4:30 HARRY OG HEIMIR 2, 4, 6, 8 LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarTilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. www.laugarasbio.isSími: 553-2075 Miðasala og nánari upplýsingar 5%

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.