Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.05.2014, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 10.05.2014, Qupperneq 6
10. maí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Á rómantískum slóðum 4.-14. ágúst Fararstjóri: Héðinn S. Björnsson Frá kr. 298.900 Skemmtileg 10 daga ferð þar sem dvalið verður í 6 nætur í bænum Cheltenham í Gloucestershire á suðvestur Englandi. Þaðan verður farið í kynnisferðir um spennandi söguslóðir svæðisins þar sem við skoðum borgir, bæi, kastala, herragarða, dásamlega fallega garða og lítil vinaleg þorp sem lítið hafa breyst í tímanna rás. Dvalið er svo í Brighton í 4 nætur og farið í kynnisferðir til smábæja í nágrenninu. Netverð á mann frá kr. 298.900 m.v. 2 í herbergi en innifalið er flug, skattar, gisting í 10 nætur á 3-4* hótelum með morgunverði, 6 kvöldverðir og kynnisferðir skv. ferðatilhögun. Perlur Króatíu 4.-16. september Fararstjóri: Ólafur Gíslason Frá kr. 298.800 Króatía er sannkölluð náttúruperla með ótrúlegri náttúrufegurð og heillandi menningu. Strandlengja Adríahafsins er ein sú fegursta í Evrópu. Vogskornar strendur með eyjum og skerjum þar sem aldagamlir bæir standa út í hafið og mannlífið er engu líkt. Hér ríkir fjölbreytt menning síðustu árþúsunda, sem Grikkir, Rómverjar, Slavar, Frakkar, Ítalir og Austurríkismenn hafa sett mark sitt á. Netverð á mann frá kr. 298.800 m.v. 2 í herbergi en innifalið er flug, skattar, gisting í 12 nætur á 3-4* hótelum með hálfu fæði og kynnisferðir samkvæmt ferðatilhögun. FERÐAÞJÓNUSTA Hvalaskoðun og hvalveiðar á Faxaflóa geta ekki farið saman til lengdar með því fyrir komulagi sem nú er í gildi. Áður en illa fer verður að endur- skoða mörk á milli skoðunar– og veiðisvæða. Þetta er niðurstaða fulltrúa hvala- skoðunarfyrirtækja og annarra sem tengjast hvalaskoðun eftir tíu daga fræðsluferð um austurströnd Bandaríkjanna, en ferðin var skipu- lögð af bandaríska utanríkisráðu- neytinu og bandaríska sendiráðinu á Íslandi. Rannveig Grétarsdóttir, fram- kvæmdastjóri hvalaskoðunar- fyrirtækisins Eldingar, segir að íslenska hópnum hafi verið kynnt stefnumörkun þarlendra stjórn- valda er varðar hvali og hvalveiðar, en ekki síður það öfluga starf sem unnið er við rannsóknir og verndun hvala. Fundað var með embættis- mönnum utanríkisráðuneytisins, þing mönnum og aðstoðar mönnum þeirra, starfsmönnum stofn- ana sem vinna að rannsóknum á hvölum og lífríki hafsins, full- trúum hvalaskoðunarfyrirtækja og frjálsum félagasamtökum. Spurð um stöðu íslensku hvala- skoðunarfyrirtækjanna í sam- hengi við reynsluna úr ferðalaginu til Bandaríkjanna segir Rannveig: „Í ljósi þess að fram undan er eitt stærsta sumar fyrir ferðaþjón- ustuna á Íslandi er ekki laust við að hrefnuveiðar, sem hófust í vik- unni, varpi skugga á spennu okkar fyrir sumrinu. Frá því að hrefnu- veiðar hófust á Faxaflóa árið 2003 höfum við orðið vör við talsverða breytingu á hegðun hrefnunnar á Faxaflóa og erfiðara er með hverju árinu að halda uppi gæðum ferðanna. Þetta er því alvarlegt mál fyrir okkur og við komum til með að beita okkur enn frekar fyrir breytingu á núverandi griða- svæði til að tryggja áframhald hrefnuskoðunar í Faxaflóa.“ Rannveig segir að íslenska hópnum hafi ekki síst komið á óvart þær öflugu rannsóknir sem eru stundaðar á hvölum í Banda- ríkjunum, bæði á vegum opin- berra stofnana en ekki síður af sjálfstæðum samtökum og þá oft í samstarfi við hvalaskoðunar- fyrirtækin á svæðinu. „Okkur kom á óvart hversu langt hefur verið gengið í verndun hvala. Má nefna að sérstakar reglur hafa verið settar um siglingarhraða skipa á hafsvæðum þar sem mikið er um hval, skipaleiðum hefur verið breytt í krafti rannsókna og hvalatalninga. Veiðarfæri hafa verið þróuð til að takmarka óþarfa dauðsföll, en ásiglingar á hvali og dauði dýra vegna þess að þau flækjast í veiðarfæri eru, eins og annars staðar, vandamál þar í landi, þótt slíkt sé ekki í umræðunni hér,“ segir Rannveig. Á ferðum sínum heimsótti hóp- urinn borgir og bæi sem eiga sér langa sögu í hvalveiðum; frædd- ust um sögu samfélaganna og þróun þeirra. „Alls staðar sem við komum gegnir þessi saga hval- veiðanna stóru hlutverki við upp- byggingu ferðaþjónustu á svæð- inu í samspili við hvalaskoðun en þangað koma milljónir manna ár hvert,“ segir Rannveig og tæpir á því að þessi þróun sé hafin hér á landi þótt mikið sé enn ógert. svavar@frettabladid.is Verður að stækka griðasvæði hvala Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja sækja fast að griðasvæði hvala til hvala- skoðunar verði stækkuð frá því sem nú er. Framtíð hrefnuskoðunar á Faxaflóa er í mikilli óvissu með núverandi fyrirkomulagi, segja forsvarsmenn hvalaskoðunar. Í HVALASKOÐUN Allt að 25 prósent erlendra gesta velja hvalaskoðun, sem gerir hvalaskoðun vinsælasta kost afþreyingar ferða- manna. Myndin er tekin í hvalaskoðunarferð hópsins í Bandaríkjunum. MYND/MARÍABJÖRK Í ljósi þess að fram undan er eitt stærsta sumar fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi er ekki laust við að hrefnuveiðar, sem hófust í vikunni, varpi skugga á spennu okkar fyrir sumrinu. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar. ➜ Óska tafarlaust eftir fundi með ráðherra Hópurinn sem fór til Bandaríkjanna telur mikilvægt að álitsgefandi nefnd um nýtingu hvala á Íslandi fái að ljúka störfum og vinnu hennar verði hraðað, en hún var skipuð af Steingrími J. Sigfússyni, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Þá tekur hópurinn undir þingsályktunartillögu sem liggur fyrir Alþingi um mat á heildarhagsmunum vegna hvalveiða. Auk Hvalaskoðunarsamtaka Íslands óskar hópurinn eftir fundi með Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra hið fyrsta. SAMGÖNGUR Hver verkfallsdagur atvinnuflugmanna veldur stórtjóni fyrir ferðaþjónustu, útflutnings- fyrirtæki og orðspor landsins. Þá verður þjóðfélagið af einum milljarði króna fyrir hvern verk- fallsdag, segir í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins. Vegna óvissunnar aukist líkur á að ferð- um hópa til landsins verði aflýst og bókunum muni fækka og eru því miklar áhyggjur af efnahagslegum skaða vegna ferðamannatímabils- ins sem er að ganga í garð. - ebg Víðtæk áhrif á efnahag: Verkfall verkar á ferðamenn STJÓRNMÁL Björt framtíð lítur svo á að Besti flokkurinn hafi verið aflið sem stuðlað hafi að framþróun í borginni og vill halda henni áfram, að sögn S. Björns Blöndal, oddvita flokks- ins, sem kynnti viljayfirlýsingu sína í gær og birt er á vefsíðu flokksins. „Við höfum hrint í framkvæmd ýmsum hugmyndum sem lengi hafa verið að gerjast í borgar- kerfinu, eins og til dæmis í almenningssam göngum. Við erum komin út í miðja á með ýmsa hluti. Það er búið að leggja línurnar í aðalskipulaginu en vinnan er eftir. Það er atriði sem mótar framtíð borgarinnar mest og hvernig við höfum það í borg- inni.“ Í viljayfirlýsingunni segir meðal annars að þétting byggðar feli í sér betri þjónustu, betri samgöngur, auðugra mannlíf, meiri fjölbreytni, umhverfis- vænni borg og meiri menningu. „Það er ekki lengur asnalegt að tala um meiri menningu og nú er leyfilegt að ræða um þátttöku Reykjavíkur í alþjóðlegum mann- réttindamálum. Nálgunin er orðin önnur. Mannréttindi í Reykjavík verða meðal annars virt með því að færa stjórnmálin til fólksins eins og við höfum gert.“ Oddvitinn fullyrðir að það verði ekki jafnskemmtilegt í Reykjavík nái raddir flokksins ekki eyrum borgarbúa. „Hvað sem verður munum við gera okkar besta.“ - ibs Björt framtíð ætlar að halda áfram samstarfi Besta flokksins í Reykjavík við borgarbúa: Við erum komin út í miðja á með ýmislegt VILJAYFIRLÝSINGIN KYNNT Björt framtíð vill að áfram verði skemmtilegt í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.