Fréttablaðið - 10.05.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.05.2014, Blaðsíða 10
10. maí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 ÚKRAÍNA, AP Vladímír Pútín hafði nóg að gera við að fylgjast með hersýningum í gær, fyrst í Moskvu og síðan í Sevastopol á Krímskaga. Rússar og önnur fyrrverandi Sovétlýðveldi héldu í gær upp á Sigurdaginn, en 69 ár voru liðin frá því að Sovétmenn unnu sigur á Þjóðverjum í seinni heimsstyrj- öldinni, eða „föðurlands stríðinu mikla“ eins og Rússar nefna jafnan þennan hildarleik. Pútín fylgdist með hefðbund- inni sýningu rússneska hersins á Rauða torginu í Moskvu, en hélt síðan strax til Krímskaga þar sem sannkölluð þjóðhátíðarstemning virtist ríkja. Fjöldi manns fylgdist þar með hersýningu við höfn rúss- neska Svartahafsflotans, og var ákaft klappað þegar herþotur flugu í röðum yfir hafnarsvæðið. Bæði Úkraínustjórn og Atlants- hafsbandalagið fordæmdu heim- sókn Pútíns til Krímskaga, fáeinum vikum eftir að Rússland innlimaði skagann. „Við teljum innlimun Krím- skaga vera ólöglega, ólögmæta og við viðurkennum hana ekki,“ sagði Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri NATO, en hann var staddur í Tallin í Eistlandi í gær. „Við lítum enn svo á að Krímskagi sé úkraínskt landsvæði og eftir því sem ég best veit hafa úkra- ínsk stjórnvöld ekki boðið Pútín í heimsókn til Krímskaga, þannig að samkvæmt því sjónarmiði er heimsókn hans óviðeigandi.“ Í stuttri ræðu við höfnina í Sevastopol óskaði Pútín hins vegar íbúum skagans til hamingju með að hafa ákveðið að sameinast Rússlandi. Árið 2014 myndi hljóta mikil vægan sess í sögu Krím- skaga, sagði hann. Á morgun stendur til að íbúar í Donetsk og Luhansk, tveimur héruðum í austanverðri Úkraínu, greiði atkvæði um það hvort héruðin eigi einnig að lýsa yfir sjálfstæði, rétt eins og gert var á Krímskaga í síðasta mánuði. Bæði stjórnin í Kænugarði og leiðtogar á Vesturlöndum hafa for- dæmt þessar kosningar, og Pútín Rússlandsforseti hvatti skipuleggj- endur þeirra til að fresta þeim. Í gær kostuðu svo hörð átök í borginni Mariupol að minnsta kosti þrjá lífið. Úkraínustjórn fullyrti reyndar að allt að tuttugu manns hefðu fallið. Kveikt var í aðallögreglu- stöð borgarinnar, en þarna voru það uppreisnarmenn hliðhollir Rússum sem tókust á við stjórnar- herinn. gudsteinn@frettabladid.is Pútín fagnar á Krímskaga Þjóðhátíðarstemning virtist ríkja í Sevastopol á Krímskaga í gær, þegar efnt var þar til hersýningar í tilefni sigurs Sovétmanna á þýskum nasistum. PÚTÍN Á KRÍMSKAGA Forseti Rússlands óskaði íbúum skagans til hamingju með að hafa verið innlimaðir í Rússland. NORDICPHOTOS/AFP ALÞINGI Stjórn og stjórnarandstaða hafa náð sam- komulagi um að þingi verði slitið 16. maí næstkom- andi líkt og gert er ráð fyrir í starfsáætlun þingsins. Ein af kröfum stjórnarandstöðunnar var að ESB- slitatillaga utanríkisráðherra kæmi ekki til umfjöll- unar á yfirstandandi þingi. Stjórnarmeirihlutinn gekk að því gegn því að stjórnarandstaðan myndi ekki standa í vegi fyrir stóru málum ríkisstjórnarinnar svo sem skulda- lækkunarfrumvörpum og veiðigjaldafrumvarpinu. Auk þessara stóru mála varð samkomulag um að taka nokkur þingmannamál bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu til afgreiðslu fyrir þinghlé. Hver afdrif umdeildrar slitatillögu utanríkisráð- herra verða í framtíðinni er ekki ljóst. Þingmál sem ekki hafa hlotið lokaafgreiðslu við þinglok falla niður. Ætli utanríkisráðherra að koma tillögunni aftur á dagskrá þingsins verður hann að leggja hana aftur fyrir Alþingi á næsta þingi. Ráð- herrann hefur ekki svarað því af eða á hvort hann ætli að gera það. - jme Náðst hefur samkomulag um að ESB-slitatillagan verði ekki tekin á dagskrá: Samkomulag um þinglok í höfn SUMARFRÍ Stjórn og stjórnarandstaða hafa náð samkomu- lagi um að þingið fari í sumarfrí um miðjan þennan mánuð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÍSRAEL Heimsókn Frans páfa til Ísraels og Palestínu 24. til 26. maí verður sú fyrsta síðan hann tók við embætti fyrir rúmu ári. Páfinn ætlar meðal annars að hitta palestínska og sýrlenska flóttamenn og skoða Yad Vashem-minnisvarðann um gyðingana sem voru drepnir í helförinni. Með heimsókninni vill hann sýna velvild sína í garð rétttrúnaðarkirkjunnar sem klauf sig frá kaþ- ólsku kirkjunni í Róm fyrir eitt þúsund árum. Hann mun messa með Bartholomeusi I, patríarka rétttrún- aðarkirkjunnar, í Grafarkirkjunni þar sem Jesús er sagður hafa verið grafinn eftir krossfestinguna. Páf- inn vill einnig hvetja til friðar á milli Ísraela og Pal- estínumanna. Hittir hann forseta beggja landanna í heimsókninni, þá Símon Peres, forseta Ísraels, og Mamúd Abbas, forseta Palestínu. Frans mun jafnframt skoða Grátmúrinn, heilagasta stað gyðinga, og messa í Cenacle þar sem talið er að síðasta kvöldmáltíðin hafi verið haldin. - fb Frans páfi heimsækir Ísrael og Palestínu í fyrsta sinn í lok mánaðarins: Vill reyna að hvetja til friðar FJARSKIPTI Stefán Sigurðsson var ráðinn forstjóri Vodafone í gær. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir ráðninguna hafa haft stuttan aðdraganda og að stjórnin hafi verið einhuga um hana. „Þetta var samkomulag stjórnar og fráfarandi forstjóra um að breyta til. Það var algjör einhugur innan stjórnarinnar og þetta er allt gert í góðri sátt allra aðila,“ segir Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarfor maður Vodafone (Fjarskipta hf.). Hann segir engar ákveðnar áherslubreyt- ingar fylgja ráðningunni. „Einungis að efla fyrirtækið og vinna því sem mestan framgang,“ segir Heiðar. Stefán starfaði áður sem fram- kvæmdastjóri eignastýringar Íslandsbanka og hann segist taka við góðu búi. „Hins vegar er maður alltaf að sækjast eftir því að ná betri árangri og ég mun vinna að því með starfsfólki fyrirtækisins,“ segir Stefán. Hann hefur starfað innan fjár- málageirans síðan 1997 og unnið við fyrirtækjaráðgjöf og sem fram- kvæmdastjóri VÍB. „Ég þurfti ekki að velta þessu lengi fyrir mér því mér finnst fyrirtækið og verkefni þess spennandi. Ég tel mig hafa nokkuð fjölbreyttan fjármála- og rekstrarbakgrunn og ég er einnig með reynslu af sölu- og þjónustu- málum. Ég er hins vegar að fara inn í nýjan geira sem er spennandi.“ Hann segir fyrirtækið ekki stefna að frekari mannabreytingum. „Það eru engar breytingar fyrir- hugaðar en síðan veit auðvitað eng- inn hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Ómar Svavarsson hafði verið for- stjóri Vodafone frá árinu 2009 en hann lét af störfum í gær. Forstjóra- skiptin komu nokkrum viðmæl- endum Fréttablaðsins með tengsl við fyrirtækið á óvart. Ómar hafi tekið við erfiðu búi árið 2009 og fyrirtæk- ið hafi fyrir þremur dögum skilað góðu uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórð- ung þrátt fyrir áföll sem tengdust meðal annars innbrotinu í desemb- er þegar tölvuþrjótur stal sms-skila- boðum og persónuupplýsingum við- skiptavina. - hg Ráðning nýs forstjóra Vodafone átti sér stuttan aðdraganda að sögn stjórnarformanns fyrirtækisins: Sátt í stjórn Vodafone um nýjan forstjóra TEKUR VIÐ Stefán Sigurðsson hefur starfað innan fjármálageirans síðast- liðin sautján ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRANS PÁFI Í RÓM Ætlar að hvetja til friðar á milli Ísraela og Palestínumanna í lok mánaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.