Fréttablaðið - 10.05.2014, Side 17

Fréttablaðið - 10.05.2014, Side 17
LAUGARDAGUR 10. maí 2014 | SKOÐUN | 17 Líta verður til ESB- aðildar í víðara samhengi en þrá- látu karpi um niðurstöður aðildarsamnings þar sem Íslendingar semja við sig sjálfa. Evrópusambandið stendur með Atlantshafs- bandalaginu í að tryggja landamæri Evrópusam- bandsins við Rússland gegn frekari ágangi en orðinn er í Úkraínu. Áður fyrr var talað um nyt- sama sakleysingja, en pólskur sér- fræðingur, Slawomir Sierakowski, segir í grein í International New York Times, þá Vesturlandabúa sem líta fram hjá hættunni af yfirgangi Rússa vera „Putin´s useful idiots“. En varðandi norðurmörk Evrópu er því miður um stefnu- og áhugaleysi að ræða í varnar- og öryggismálum Vesturlanda og ræður þar miklu brottför Bandaríkjamanna frá Keflavík 2006. Það var eitt fyrsta merki hins sögulega fráhvarfs Banda- ríkjahers frá Evrópu, sem nú er ótvíræð stefna þings og þjóðar vestan hafs. Spurt er af hverju aðild að Evrópusambandinu er hagsmunamál Íslands. Svarið er meðal annars að með því að vera innan landamæra sambandsins er sinnt þjóðaröryggi okkar. Íslendingar búa við vaxandi ógn vegna hervæðingar Rússa við Íshafið. Sama má segja um fyrirætlanir Kínverja, þótt þær birtist ekki í bráðina sem hernaðarleg ógn heldur yfir- þyrmandi efnahagsleg umsvif. Þeir segjast munu fjárfesta fyrir 500 milljarða Bandaríkjadala erlendis með ótilteknu meira fjármagni til Íslands, væntan- lega meðal annars í risahöfn í Finnafirði, olíuvinnslu á Dreka- svæðinu af CNOOC og áformum Huangs Nubo. Ísland gæti víst verið heimsvæðingarsetur Kína, miðstöð leitar og björgunarstarf- semi og þjálfunar. Stórfjárfest- ingar Kínverja í okkar litla landi fela í sér efnahagslega áþján en aðild að Evrópusambandinu tryggingu til hins gagnstæða. Afnám haftanna Afnám haftanna verður eitt helsta samningsatriðið en ESB og Evrópski seðlabankinn hafa þegar gefið ádrátt um frum- kvæði um stofnun vinnuhóps um afnám hafta. Yrði þá von- andi fundin leið til að rjúfa þá hættustöðu, sem Ísland hefur ratað í vegna kröfuhafa í slitabú föllnu bankanna. Með því að forðast að þvinga föllnu bank- ana í gjaldþrot gegn vilja kröfu- hafa yrði komist hjá erfiðum og lang drægum málaferlum sam- fara einangrun frá fjármála- mörkuðum, sem sífellt fátækari Argentína hefur mátt búa við af sömu ástæðum. Afnám gjaldeyrishafta er liður í aðild að Myntbandalag- inu og upptöku evru sem felur í sér gríðarlegan velferðará- bata fyrir Ísland. Á árunum 1989 til 2001 studdist Ísland við fastgengi og uppfyllti Maast- richt-skilyrðin. Sú staðreynd og reynsla átta smáríkja sem tekið hafa upp evru með aðild að ERM II, benda til þess að Ísland ætti að geta gengið í gegnum það ferli á lágmarkstíma eða tveimur til þremur árum, eftir að höftin hafa verið afnumin og jafnvægis gengi fengið. Það ríkir einhver óskiljanleg tregða hjá stjórnvöldum að þjóðin fái vitneskju um hvað býr á bak við endur teknar yfirlýsingar Evr- ópuleiðtoga að við séum vel- komnir í ESB. Allt tal um aðrar leiðir en trygga stöðu í Evrópu með aðildarsamningi, er full- komlega út í bláinn. Öflugur hlekkur En málum er þar með ekki lokið varðandi þá framtíðarmöguleika sem ESB-aðild boðar. Samningar milli Bandaríkjanna og Evrópu- sambandsins um Sáttmálann um viðskipti og fjárfest ingar (Transatlantic Trade and Investment Pact – TTIP) hófust árið 2013. Fjórðu samningalotunni er nýlokið. Sem stað- fastur umsækjandi hefur Ísland þá stöðu, sam- kvæmt ákvörðun fram- kvæmdastjórnar ESB, að geta fylgst með samning- unum; þeir snerta við- skiptahagsmuni okkar, sérstaklega líka vegna mótunar umhverfis fyrir erlenda fjár- festa. TTIP er annar grunnur framtíðar Íslands. Hann nýtur stuðnings öflugustu hagsmuna- samtaka austan hafs og vestan. Vonandi er það liðin tíð að ein- hverjum Íslendingum hugnist að hleypa Kínverjum hér inn á gafl í frekari fjárfestingar, sem væntan lega kemur upp ef aðildar- samningnum er klúðrað. Þá gætu þeir vafalaust séð sér hag í stór- fjárfestingum í atvinnuvegum og bankakerfinu í landi miðstýr- ingar með höftum. Hin hliðin á þeim pening yrði herbækistöð og þá má minnast þeirra orða Churchills, að sá sem ræður Íslandi hefur stjórn á Atlantshafi. Yrði það þá ekki rökrétt fram- lenging af hervæðingu Rússa við Íshafið, að næst kæmi Norður- slóðabandalag þessara einræðis- ríkja með sögulegan grunn í kommúnismanum? Er ekki mál til komið að Íslendingar svari kalli fortíðar sinnar sem öflugur hlekkur í vörnum hins vestræna heims um að tryggja öryggið með endurvöktu varnarsamstarfi við Bandaríkin í Keflavík og aðild að Evrópusambandinu. Nú þarf að koma til frumkvæði Íslendinga. Af hverju er auðsætt. Af hverju? Ertu með góða hugmynd fyrir Menningarnótt? Við ætlum að styrkja skemmtilega og frumlega viðburði á Menningarnótt 2014 sem haldin verður 23. ágúst nk. Viðburðir hátíðarinnar fara fram á torgum, í húsasundum, görðum, galleríum, verslunum, menningarstofnunum og heimahúsum. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Menningarnæturpotturinn er samstarfs- verkefni Höfuðborgarstofu og Lands- bankans sem hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi. Veittir verða styrkir úr Menningarnætur- pottinum, 50-200.000 kr. til einstaklinga og hópa sem vilja skipuleggja ölbreytta og áhugaverða viðburði á Menningarnótt. Í ár verður kastljósinu beint að Hverfisgötu og verkefnum sem tengjast henni. Sú tenging er þó ekki skilyrði fyrir styrkveitingu og tekið er vel á móti öllum umsóknum. Tekið er við umsóknum um styrki úr sjóðn- um á www.menningarnott.is, 10. maí til 8. júní. Móttaka á almennum umsóknum um þátttöku er til og með 1. ágúst. Nánari upplýsingar um styrki hátíðarinnar veita viðburðastjórar Höfuðborgarstofu í síma 590 1500 og á menningarnott@ reykjavik.is. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA UTANRÍKISMÁL Einar Benediktsson fv. sendiherra ➜ Íslendingar búa við vax- andi ógn vegna hervæðingar Rússa við Íshafi ð. Sama má segja um fyrirætlanir Kín- verja, þótt þær birtist ekki í bráðina sem hernaðarleg ógn heldur yfi rþyrmandi efnahagsleg umsvif.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.