Fréttablaðið - 10.05.2014, Side 22

Fréttablaðið - 10.05.2014, Side 22
10. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 Á leiðinni í fyrstu pruf-una mína, fyrir Kardi-mommu bæinn, segi ég við mömmu: Æi, eigum við ekki bara að fara heim og gera eitthvað annað? En hún hvetur mig til að fara því við erum komnar hálfa leið upp í leikhús. Ég hef oft hugsað hvað hefði gerst ef við hefðum snúið við þennan dag því það var svona upp- hafið að mínu leikhúslífi. Ég lék púðluhund í þeirri sýningu, 11 ára,“ segir hin 16 ára gamla Melkorka Davíðsdóttir Pitt. Melkorka leikur Sollu stirðu í uppfærslu Þjóðleikhússins á Latabæ sem fer á fjalirnar næsta haust. Rúnar Freyr Gíslason leik- stýrir og Magnús Scheving er höf- undur verksins en hann er sá sem hefur leikið Íþróttaálfinn frá upp- hafi en er sestur í helgan stein, hvað íþróttaálfinn varðar. Áætluð frum- sýning er í september. Melkorka var valin úr hópi hátt í tvö hundruð hæfileikaríkra stúlkna sem sóttust eftir að fá hlutverk bleikhærðu, glaðbeittu stelpunnar í Latabæ. Karakterinn er eitt þekkt- asta íslenska barnahlutverk seinni tíma og því ákveðin pressa að setja upp hárkolluna. „Ég er að stíga inn í fyrir fram mótað hlutverk sem allir þekkja mjög vel og ég ætla að gera mitt besta til að skila hlutverkinu vel af mér. Solla er hress og skemmtileg stelpa sem byrjaði á því að vera stirð en dansar nú og syngur í Latabæ. Ég horfði sjálf mikið á Latabæ sem barn og nú er systir mín, sem er níu ára, aðdáandi. Ég er einmitt ekki búin að segja henni fréttirnar. Held hún verði ansi ánægð með að systir hennar verði Solla.“ Bjóst ekki við að fá hlutverkið Melkorka mælti sér mót við blaða- mann á kaffihúsi niðri í bæ. Skóla- bækurnar og yfirstrikunarpenninn eru ekki langt undan þar sem hún er á leiðinni í íslenskupróf. Melkorka stundar nám á fyrsta ári í Mennta- skólanum í Reykjavík þar sem hún er að fóta sig í framhaldsskólalífinu. „Ég var einmitt að lesa undir sögupróf þegar Rúnar Freyr hringdi í mig og sagði að ég hefði verið valin. Það gerði prófalestur- inn miklu skemmtilegri en ég bjóst aldrei við því að fá hlutverkið. Það voru svo margar flottar stelpur að sækja um.“ Melkorka býr í Skerjafirðinum ásamt foreldrum sínum, Guðrúnu Eddu Þórhannesdóttur kvikmynda- framleiðanda og Davíð Pitt arki- tekt. Hún er elst í systkinahópnum, á systurina Ísold sem er níu ára og bróðurinn Höskuld Þór sem er eins og hálfs árs. Melkorka hefur meðal annars verið búsett um tíma í Bret- landi þar sem hún gekk í breskan skóla með miklum aga. Hún er Vestur bæingur núna. „Ég kom úr litlum bekk í Landa- kotsskóla, við vorum bara níu í bekk, svo það er ákveðin breyting að koma inn í MR. Mikið að gerast og mér finnst það æðislega gaman. Er komin inn í Herranótt [leikfélag MR] og verð þar í stjórn á næsta ári,“ segir Melkorka sem hefur æft ballett í mörg ár í Listdansskóla Íslands og var það þaðan sem hún var fengin í sína fyrstu prufu. Heillandi leikhúsilmur Leikhúsið hefur lengi heillað Mel- korku sem er ekki ókunn leiksvið- inu og hefur brugðið sér í fleiri hlut- verk en púðluhunds. Hún lék í Oliver Twist, Galdrakarlinum í Oz og nú síðast í Fyrirheitna landinu í Þjóð- leikhúsinu í fyrra. Hún er þó ekki viss um að leiklistin verði fyrir val- inu í framtíðinni en draumurinn er að geta farið út fyrir landsteinana í nám. „Það er eitthvað við sviðið og leik- húsið sjálft. Það er sérstakur leik- húsilmur í loftinu sem ég elska, stemmingin er spennandi og maður kynnist skemmtilegu fólki.“ Melkorka gerir sér grein fyrir að nú verði hún ungum krökkum á öllum aldri fyrirmynd og er vel undir það búin að axla þá ábyrgð. „Rúnar Freyr spurði mig ein- mitt hvort ég væri nokkuð með ein- hverjar óviðeigandi myndir af mér á Facebook en hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Ég tékkaði samt um daginn til öryggis,“ segir Melkorka hlæjandi, full tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Hún hefur ekki áhyggjur af því að geta ekki sameinað skóla og leikinn í Latabæ næsta vetur. „Þegar það er mikið að gera er maður bara betri í að skipu- leggja sig og ég þrífst vel þannig. Sumarið fer mestan part í undirbúning fyrir leik- ritið og ég get eiginlega ekki beðið. Þetta verður skemmti- legt ævintýri.“ Ég er að stíga inn í fyrir fram mótað hlutverk sem allir þekkja mjög vel og ég ætla að gera mitt besta til að skila hlutverk- inu vel af mér. Solla er hress og skemmtileg stelpa sem byrjaði á því að vera stirð en dansar nú og syngur í Latabæ. Melkorka Davíðsdóttir Pitt, 16 ára menntaskólanemi og leikkona. Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is Frá púðluhundi að Sollu stirðu Melkorka Davíðsdóttir Pitt var valin úr fjöldanum öllum af hæfileikaríkum stúlkum til að leika Sollu stirðu í Latabæ næsta vetur í Þjóðleikhúsinu. Hún hlakkar til að setja upp bleiku hárkolluna en þessi 16 ára gamla leikkona og dansari gæti varla verið ungu kynslóðinni betri fyrirmynd. Melkorka bjóst aldrei við að fá hlutverkið sem léttir henni lundina á prófatímum í MR. Selma Björnsdóttir– 1995. Leikfélagið Loftur setur upp leikritið Áfram Latibær. Selma hefur marga fjöruna sopið síðan hún lék Sollu á sviði og er marg- reynd söng- og leikkona sem og leikstjóri við góðan orðstír. Solla stirða í gegnum tíðina SPENNANDI VERKEFNI Melkorka Davíðsdóttir Pitt setur hvergi bangin upp bleiku hárkolluna og verður Solla Stirða næsta vetur í Þjóðleikhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Linda Ásgeirsdóttir– til ársins 2010. Frá því að hún lék Sollu er hún best þekkt fyrir að vera annar helmingur tvíeykisins Skoppu og Skrítlu sem hafa gert garðinn frægan hjá ungu kyn- slóðinni í gegnum tíðina. Unnur Eggerts- dóttir– frá 2010 og mun halda áfram að vera í hlutverkinu á skemmtunum. Söngkona og dagskrárgerðar- kona sem tók þátt í Eurovision í fyrra og lenti í öðru sæti. Julianna Rose Mauriello– 2004-2008. Lék Sollu í fyrstu tveimur þáttaröð- unum. 23 ára í dag og einbeitir sér að háskólanámi og hefur því tekið því rólega í leiklistinni síðan hún lék bleik- hærðu stelpuna í Latabæ. Chloe Lang– 2013. Solla í þáttaröðum þrjú og fjögur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.