Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.05.2014, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 10.05.2014, Qupperneq 30
10. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 Samkynhneigð er ólög-leg í mörgum Afríku-ríkjum en í febrúar síðastliðnum undir-ritaði Yoweri Muse-veni, forseti Úganda, ný lög gegn samkyn-hneigðum sem eru mun víðtækari og viðurlögin þyngri. Það eitt að segjast vera samkynhneigður í Úganda varðar sjö ára fangelsi og endurtekið brot á lögunum getur varðað lífstíðar- fangelsi. Einnig eru hörð viður- lög við því að einstaklingar, fyrir- tæki, samtök og fjölmiðlar styðji réttindabaráttu samkynhneigðra og einnig einfaldlega því að vita af samkynhneigðum án þess að til- kynna yfirvöldum um þá. Geoffrey Ogwaro starfar fyrir samtök sam- kynhneigðra í Úganda, reyndar undir hatti mannréttindasamtak- anna Refugee law project, enda ólöglegt að starfrækja slík samtök. Lögbundnir fordómar „Í stað þess að lög landsins verndi mannréttindi okkar gefa þau almenningi leyfi til að áreita okkur og mismuna. Fordómarnir eru verndaðir með lögum. Vissulega var mikil fáfræði í garð hinsegin fólks fyrir þessa lagasetningu en við vorum látin í friði svo lengi sem við vorum til friðs. En núna er áróður gegn okkur, lög og sam- tök á móti okkur, það er hreinlega sérstök barátta í gangi gegn okkur. Okkur er til að mynda oft neitað um þjónustu, sem er ótrúlega niður lægjandi og eiginlega ekki hægt að lýsa tilfinningunni fyrr en maður reynir það á eigin skinni. Einnig hefur áreitið og ofbeldið á götum úti aukist til muna eftir lagasetninguna enda hefur fólkið á götunni lögin sín megin.“ Sífellt hræddur við handtöku Geoffrey segir lögin hafa valdið mikilli tortryggni í samfélaginu sem bitni á öllum, ekki eingöngu samkynhneigðum. „Ef tveir menn eða tvær konur búa saman er það tilkynnt til yfir- valda vegna gruns um samkyn- hneigð, en í mörgum til fellum er um að ræða systur, bræður eða einfaldlega sambýlinga sem deila íbúð með tveimur svefnher- bergjum. Nágrannar mínir sáu mig í sjónvarpinu fjalla um rétt- indabaráttu samkynhneigðra og kvörtuðu til leigusalans míns. Leigusalinn talaði við mig en ég komst hjá því að játa eða neita samkynhneigðinni og sagðist ein- faldlega berjast fyrir mannrétt- indum allra. Þannig að ég er enn í íbúðinni en ég þori varla að fá manninn minn í heimsókn til mín, hvað þá að búa með honum, enda þorir því enginn í dag. Ég er allt- af hræddur um að löggan banki upp á og handtaki mig og óttast að sýnileiki minn komi manninum mínum í vandræði.“ Láta lítið fyrir sér fara Það hefur lengi tíðkast að sam- kynhneigðir flýi til Evrópu eða Bandaríkjanna frá Úganda til að eiga kost á eðlilegu lífi. En með nýju lögunum liggur straumurinn einnig til nágrannalanda eins og Kenía og Rúanda. Á síðustu vikum hafa fleiri samkyn hneigðir flúið landið en samtals síðustu fjögur árin. Eðlilega greip mikil skelf- ing um sig í kjölfar lagasetningar- innar, flestir drógu sig inn í skel sína og hættu að hittast á opin- berum svæðum enda ólöglegt að hýsa samkomu samkynhneigðra og þannig einangruðust þeir enn frekar frá samfélaginu. Aðrir fengu aftur á móti loksins kjark- inn til að koma út úr skápnum. „Sumir fundu sig knúna til að benda ástvinum sínum á að þess- um lögum væri beint gegn þeim og því ættu þeir ekki að styðja þau. En þeir stóðu ekki úti á götu og hrópuðu það yfir fjöldann, það er náttúrulega stórhættulegt.“ Var giftur konu Það hefur alltaf verið erfitt fyrir samkynhneigða að segja fólkinu sínu frá kynhneigð sinni vegna fordóma í landinu. Flestir segja eingöngu nánustu vinum og fjöl- skyldu frá því en fela sig fyrir samfélaginu. En vegna menn- ingarinnar er ansi erfitt að vera ógiftur maður eða kona fram eftir öllum aldri. Þá fer samfélagið að spyrja spurninga. „Ég var giftur enda var mikil pressa á mér þegar ég var kominn vel á þrítugsaldurinn. En ég skildi við konuna mína, sagði fjölskyld- unni frá því að ég væri hommi og gæti því ekki lifað í þessari lygi. Konan mín var skilningsrík en fjölskyldan hefur gefist upp á mér. Ég fer mínar eigin leiðir og þau hafa aldrei haft almennilega stjórn á mér. Nú hafa þau bara sleppt takinu en það þýðir að ég er ekki í neinum samskiptum við þau. Flestir samkynhneigðir í Úganda búa í mjög þröngu samfé- lagi hinsegin fólks og eiga ekki í miklum samskiptum við gagnkyn- hneigða. Ég hef aftur á móti átt marga gagnkynhneigða vini. Þeir sem hafa tekið mér eins og ég er eru enn vinir mínir – hinir þóttust ekki lengur þekkja mig á götu og vildu ekki láta sjá sig með mér og þeir löbbuðu þannig sjálfir út úr lífi mínu.“ Beita fyrir sig syndinni Árið 2009 var þetta lagafrum- varp fyrst kynnt á þinginu. Geoffrey segir aðallega tvennt hafa komið af stað auknum áróðri gegn hinsegin fólki í Úganda sem veitti þessum lögum brautar- gengi, trúarofsa og aukna þátt- töku samkynhneigðra í pólitískri réttindabaráttu. „Fyrr á árinu sem frumvarpið var kynnt á þinginu kom prestur- inn Scott Riley ásamt fríðu föru- neyti til landsins frá Bandaríkj- unum. Hann safnaði prestum og biskupum saman og sagði þeim að samkynhneigð væri vandi sem berjast þyrfti skipulega gegn. Að samkynhneigð væri lærð hegð- un og hættuleg börnunum okkar enda mikil synd. Svo birtist hann með hóp af „læknuðum samkyn- hneigðum“ og sagði að það væri búið að bjarga þeim. Kirkjan gjör- samlega gleypti við þessu. Á svip- uðum tíma fóru fleiri samkyn- hneigðir að taka þátt í pólitískri umræðu og samkynhneigðum aktívistum fjölgaði umtalsvert. Samfélagið fékk smá áfall yfir fjöldanum sem varð allt í einu sýnilegur og við brögðin voru: „Hvernig dirfast þau að biðja um einhver réttindi – hvaða réttindi eiginlega? Geta þau ekki bara skriðið aftur ofan í holuna sína?“ Þannig að syndin og sýnileikinn urðu til þess að þingheimi fannst hann þurfa að sporna við þessu með hertum lögum.“ Er í baráttuham Ég hitti Geoffrey í ráðstefnu- sal í Kampala þar sem hann er að funda með helstu mannrétt- indafrömuðum landsins. Það er verið að undirbúa lögsókn gegn úgandska ríkinu vegna brota á mannréttindum. „Lögmenn okkar undirbúa mál fyrir mannréttindadómstóli og stjórnlagarétti þar sem þess er krafist að lögin verði ógilt. Það stendur í stjórnarskrá okkar að virða skuli mannréttindi allra Úgandamanna. Lögin gegn sam- kynhneigðum stangast á við það. Einnig erum við með lögmenn í sjálfboðavinnu sem aðstoða sam- kynhneigða sem eru handteknir, veita ráðgjöf og flytja mál þeirra fyrir dómi. Við munum ekki gef- ast upp – það er alveg nóg af bar- áttuanda eftir í okkur.“ En er ekki hættulegt að hittast hér á opinberum vettvangi? „Á meðan við flöggum ekki kynhneigð okkar þá erum við látin í friði. Við reynum að skrúfa niður hommalætin og trukka- lessuútlitið,“ segir Geoffrey og grettir sig. „Ég fæ náttúrulega óbragð í munninn við að segja þetta. Ég er reyndar ekki viss um að starfsmenn hótelsins geri sér grein fyrir efni fundarins. En þeir eru vissulega að fremja lögbrot með því að hýsa okkur án þess að tilkynna yfirvöldum um það. Þessi lög setja svo miklu fleiri en hinsegin fólk í erfiðar og ómannúðlegar aðstæður.“ Þorir varla að hitta manninn sinn Eftir að lög gegn samkynhneigð voru hert í Úganda hafa fjölmargir samkynhneigðra flúið landið. Geoffrey Ogwaro hefur séð á eftir mörgum vinum sínum en í stað þess að flýja sjálfur heyr hann mannréttindabaráttu sem gæti kostað hann lífs- tíðarfangelsi. Hann segir blaðamanni frá baráttunni og hvernig lífið gengur fyrir sig í skugga laganna og stanslausum ótta. Ólöglegt var að eiga kynferðislegt samneyti við manneskju af sama kyni fyrir undirritun laganna en nýju lögin eru þó víðtækari og viðurlögin þyngri. Brot á lögunum varða sjö ára fangelsi, endurtekin brot geta varðað lífstíðarfangelsi. Í upphaflegum drögum var þyngsta refsingin dauðarefsing og því fengu lögin viðurnefnið „drepum samkynhneigða“ eða „kill the gays bill“. Lögin ná nú einnig yfir samkynhneigðar konur en áður áttu þau eingöngu við um menn. Bannað er að vera samkynhneigður, bannað er að segjast vera samkynhneigður og bannað er að eiga samneyti við samkynhneigða. Einnig er einstaklingum, fyrirtækjum og samtökum sem vita af sam- kynhneigðu fólki gert skylt að tilkynna um það og hvers kyns jákvæð umfjöllun eða stuðningur við samkynhneigða er ólöglegt athæfi. Fyrstu mennirnir sem réttað er yfir samkvæmt nýju lögunum fóru fyrir dóm í vikunni. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa stundað saman kynlíf. Til þessa hafa öll mál af þessum toga verið felld niður vegna skorts á sönn- unargögnum en nú segjast saksóknarar hafa vitni. Eftir lagasetninguna hafa dagblöð í Úganda í auknum mæli birt nafnalista og myndir af samkynhneigðum í landinu. Þegar dagblað birti nafn og mynd af einum helsta baráttumanni hinsegin fólks í Úganda, David Kato, árið 2011 var hann barinn til bana á heimili sínu. Margir telja að norna- veiðarnar séu rétt að byrja. Mörg ríki hafa fordæmt lagasetninguna og einhver dregið úr styrkjum til stjórnvalda og þróunarsamvinnu. Þróunarsamvinnustofnun Íslands brást við lagasetningunni með því að veita Samtökunum ’78 á Íslandi sérstakan styrk til að styðja við baráttu hinsegin fólks í Úganda. Samkynhneigð er ólögleg í 38 af 54 löndum Afríku samkvæmt samantekt Amnesty International. Í Súdan, Sómalíu og Máritaníu er hægt að dæma fólk til dauða fyrir samkynhneigð. LÖG GEGN SAMKYNHNEIGÐUM VAR EITT SINN GIFTUR KONU Geoffrey Ogwaro fann að hann gat ekki lifað í lygi og ákvað að tilkynna fjölskyldu sinni og eiginkonu að hann væri samkynhneigður. Í kjöl- farið sneru fjölskyldan og margir vinir hans bakinu við honum en Geoffrey einbeitti sér að baráttu fyrir réttindum samkynhneigðra. MYND/GUNNAR SALVARSSON Mannréttindi í Úganda Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.