Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.05.2014, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 10.05.2014, Qupperneq 40
10. MAÍ 2014 LAUGARDAGUR2 Jólin eru í maí hjá Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur, lög- fræðingi í velferðarráðuneyt- inu, en fyrir henni er Eurovision- keppnin aðfangadagur, jóla- dagur, pakkarnir og jólafötin allt saman lagt í tíunda veldi. Hún er úti í Kaupmannahöfn núna og er þetta fjórða skiptið sem hún fer á Eurovision-keppnina. „Þetta er einhvers konar Eurovision- sápukúla sem maður dettur inn í hérna. Það þarf hvorki að hafa vit á Eurovision eða gaman af henni almennt til að hrífast með. Allir þeir sem koma hingað fá bakt- eríuna og hún er mjög smitandi. Þetta er svo dásamleg upplifun. Hér koma allir saman í mesta bróðerni til að syngja lag í þrjár mínútur, þvert á öll landamæri og án allra pólitískra hindrana. Hér ríkir ást og kærleikur, og mikið af honum.“ ÓVÆNT HJÁ POLLAPÖNKI Í KVÖLD Laufey segist ekki hafa átt von á því að Pollapönkarar kæmust áfram í undankeppninni á þriðju- dag en alltaf vonað það innst inni. „Þetta var svo gaman og skemmti- legt að sjá hvað þeir sjálfir voru glaðir og skemmtu sér vel. Ef ég á að vera hreinskilin þá spái ég Ís- landi sextánda til átjánda sætinu í kvöld en í Eurovision getur allt gerst. Keppnin í ár er ekki eins sterk og undanfarin ár. Það er eng- inn augljós sigurvegari í ár eins og svo oft áður, til dæmis þegar Alexander Rybak vann 2009 og Loreen 2012. Ég fór á blaðamanna- fund eftir keppnina á þriðjudag og þá sögðust þeir Heiðar og Halli luma á trompi upp í erminni fyrir keppnina í kvöld, einhverju tengdu búningum og glimmeri, þannig að það gæti eitthvað óvænt gerst,“ segir Laufey og hlær. ÞÖRF Á AÐDÁENDAKLÚBBI Laufey er félagi í FÁSES, Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva, og er meðlimur númer 007. „Hjá okkur eru meðlimir númeraðir, þetta er allt mjög nördalegt. Klúbburinn var stofnaður fyrir þremur árum og eru meðlimir strax orðnir eitt- hvað um 370 og hann orðinn einn af stóru klúbbunum í alþjóða- samtökunum, OGAE, þannig að augljóslega var mikil þörf fyrir svona klúbb. Við opnuðum nýlega heimasíðu, fases.is, þar sem við setjum inn umfjöllun um keppn- ina héðan.“ EFTIREUROVISIONÞUNGLYNDI Eins og áður sagði hefur Laufey farið fjórum sinnum á Eurovision- keppnina. „Ég tók skandinavískan rúnt og fór til Helsinki 2007, Osló 2010, Malmö 2013 og til Köben í ár. Nú er stefnan að fara árlega enda er þetta svo gaman. Ég er líka svo heppin að eiga skilnings- ríka yfirmenn og samstarfsfólk. Þau þurfa að þola stöðugt tal um Eurovision fyrir keppni og eftir keppni er ég haldin svokölluðu PED, Post-Eurovision Depression (Eftir-Eurovision-þunglyndi). Við í FÁSES erum einmitt að bíða eftir að það verði skilgreint sem sjúk- dómur af Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni,“ segir Laufey á léttu nótunum og brosir. GAMAN AÐ ÍSLAND SÉ MEÐ Laufey hlakkar mikið til laugar- dagsins og ætlar að njóta keppn- innar og þess sem hún hefur upp á að bjóða. „Ég ætla líka að njóta þess að Ísland sé með, það er allt- af skemmtilegra. Það eru ekki allir sem myndu horfa á úrslitin í kvöld ef við hefðum ekki komist áfram en Eurovision er alltaf jafn gott fyrir mér.“ Allir eru sólgnir í kjúklingaleggi sem velt hefur verið upp úr bar- becue-sósu. Hér er einföld uppskrift en ótrúlega girnileg. Kjúklingurinn bragðast örugglega frábærlega með Eurovision-lögunum í kvöld. Vel má hafa létta jógúrtsósu með en það er óþarfi. Í þessari uppskrift eru not- aðir 12 kjúklingaleggir en auðvitað má nota leggi og læri. 12 kjúklingaleggir 1 bolli tilbúin barbecue-sósa 1 msk. púðursykur 1 msk. cider-edik 1 tsk. salt Nýmalaður svartur pipar 1 tsk. chili-sósa Setjið allt sem upp er talið fyrir utan kjúklinginn í skál en notið aðeins helm- inginn af barbecue-sósunni. Setjið kjúk- lingaleggina í plastpoka með renni- lás ásamt sósunni. Veltið vel þannig að kjúklingurinn verði þakinn sósunni. Geymið í ísskáp í minnst fjórar klukku- stundir. Stillið hitann á ofninum á 200°C. Þá eru bitarnir lagðir á álpappír sem hefur verið penslaður með olíu. Penslið bitana með afganginum af barbecue-sósunni. Bakið í 15 mínútur og penslið þá aftur. Snúið bitunum við og penslið. Snúið og penslið að minnsta kosti þrisvar sinnum á eldunartímanum sem er 50-60 mín- útur. Ljúffengir kjúklingaleggir Það eru margir skrautlegir karakterar á Eurovision-keppninni. Hér er Laufey með Dramaqueen, eða DQ, á Euroclub sem er skemmtistaður Eurovision- aðdáendanna. DQ stjórnar Eurovision- karaókíinu þar. Laufey ásamt Færeyingum sem voru í miklu stuði þegar þeir mættu í FÁSES-Íslend- ingahittinginn fyrir undankeppnina. AÐSENDAR MYNDIR Eurovision er miklu betra en jólin Laufey Helga Guðmundsdóttir er stödd í Kaupmannahöfn á sinni fjórðu Eurovision-keppni. Hún segir Pollapönkara hafa upplýst á blaðamannafundi að þeir lumi á trompi uppi í erminni sem mögulega verði lagt á borðið í kvöld. Laufeyju finnst dásamlegt að vera hluti af ævintýrinu sem keppnin er. Kjúklingaleggir eru ljúffengir og góðir. Smellugas Vinur við veginn 11 kg 2 kg 5 kg 10 kg Grillum í allt sumar með gasi frá Olís Smellugas fyrir grillið, útileguna og heimilið! Lífstíls og decor vefverslun www.facebook.is/kolkaiceland
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.