Fréttablaðið - 10.05.2014, Síða 48
FÓLK|HELGIN
FORSETAR Ingunn Ásdís, fráfarandi forseti, Mjöll Flosadóttir, núverandi forseti, og Þóra
Guðnadóttir, verðandi forseti.
Landssamband Soroptimista
fagnar 40 ára afmæli á þessu ári.
Af því tilefni fjölmenna konur í
Hafnarfjörð í dag þar sem lands-
sambandsfundur verður hald-
inn í Flensborgarskóla. Nokkrir
erlendir Soroptimistar fagna með
íslenskum systrum sínum en á
meðal þeirra er Ulla Madsen, for-
seti Evrópusambands Soroptim-
ista, sem kemur frá Danmörku.
SKAPA TÆKIFÆRI
Soroptimistar eru alþjóðasamtök
fyrir konur. Markmið þeirra er
stuðla að betri heimsmynd fyrir
konur og skapa sterk og friðsöm
samfélög um allan heim. Soroptim-
istar hvetja til aðgerða og skapa
tækifæri til að breyta lífi kvenna og
stúlkna með fjölþjóðlegu samstarfi
og alþjóðlegu félaganeti.
Í klúbbunum er leitast við að
hafa fulltrúa sem flestra starfs-
stétta til að fá sem breiðastan
hóp kvenna.
500 Á ÍSLANDI
Hér á landi eru 18 klúbbar starf-
andi víðs vegar um landið. Um
500 íslenskar konur eru Sor-
optimistar.
Í tilefni afmælisins ætla
klúbbarnir að sameinast um að
styrkja veglega Samtök kvenna
af erlendum uppruna á Íslandi.
Sérstakur fyrirlesari á fund-
inum í dag verður Margrét Pála
Ólafsdóttir, upphafsmaður
Hjallastefnunnar.
Núverandi forseti Soroptim-
istasambands Íslands er Mjöll
Flosadóttir.
SOROPTIMISTAR FAGNA
40 ÁRA AFMÆLI
Zumba hefur slegið rækilega í gegn á Íslandi og mörg hundruð manns stunda það reglulega.
Zumba hefur verið útfært á alls konar
máta og með því nýjasta er Aqua
Zumba, eða Zumba í vatni. Aqua
Zumba er sambland af hefðbundnu
Zumba og venjulegri vatns-
leikfimi. Það er nánast
engin hætta á
meiðslum í Aqua
Zumba þar
sem vatnið
veitir mót-
stöðu og
hreyfing-
arnar
verða
hægari
og mýkri.
Álag á liði
og vöðva
verður
minna en
mótstaða
vatnsins gerir
hreyfingarnar að
sama skapi meira
krefjandi.
DULBÚIN LÍKAMSRÆKT
Þórður Guðmundsson Zumba-kenn-
ari hefur stundað bæði hefðbundið
Zumba og Aqua Zumba frá því að
byrjað var á því hér á landi. „Það eru
rúm þrjú ár síðan ég byrjaði í Zumba
og ég hef verið í rúmt ár í Aqua
Zumba. Aqua Zumba er skemmtileg
líkamsrækt sem hentar breiðum
hópi fólks. Það er dulbúin áreynsla,
bæði er það skemmtilegt og svo
eru hreyfingarnar mjúkar þannig að
maður finnur varla fyrir áreynslunni.
Það getur verið auðvelt og
líka mjög erfitt en það er
fyrst og fremst mjög
skemmtilegt. Það
er bara eins og
að vera í sund-
laugarpartíi.
Tónlistin er
stillt hátt og
er það smit-
andi að það
fari allir
ósjálfrátt
að dansa,“
segir Þórður
og hlær.
DANSAÐ MEST-
ALLA ÆVI
Þórður segist sjálfur
vera algjört dansfífl en
hann var í tuttugu ár í afród-
ansi í Kramhúsinu. „Mér finnst mjög
gaman að öllum dansi. Núna langar
mig að koma á svokölluðu „flash
mob“ hér á landi og setja nýtt heims-
met. Þá kemur fjöldi manns saman
skyndilega á einhverju almennings-
svæði og dansar í stutta stund. Það
er hægt að fá Íslendinga til að gera
allt þannig að mig langar að láta á það
reyna hvort það sé hægt að slá metið,
það væri mjög skemmtilegt.“
AQUA ZUMBA Á KÓPAVOGSDÖGUM
Á sunnudag verður Þórður með opinn
Aqua Zumba-tíma í Sundlaug Kópa-
vogs í tilefni Kópavogsdaga. „Klukkan
þrjú á morgun verður mikið stuð
hérna í Kópavogslauginni. Tónlistin
verður stillt þannig að fólk finnur fyrir
henni. Við verðum með tvo gesta-
kennara, þær Kristbjörgu Ágústs-
dóttur og Tönyu Dimitrova sem eru
reyndir Zumba-kennarar. Það geta
allir komið og prófað og börnin mega
líka vera með.“
ZUMBA-SKEMMTUN Í SUNDI
KÓPAVOGSDAGAR Aqua Zumba er skemmtileg líkamsrækt í sundlaugarpartíi. Tónlistin er stillt í botn og stuðið er mikið.
Á Kópavogsdögum verður boðið upp á Aqua Zumba í Sundlaug Kópavogs á morgun.
HRESS Í SUND
Þórður er Zumba-kenn-
ari og finnst honum sér-
staklega gaman í Aqua
Zumba.
MYND/STEFÁN
ALLT Í GANGI Aqua Zumba er vinsælt og
hafa verið allt upp í hundrað manns í kynn-
ingartímum sem Þórður hefur stjórnað.
100 Mb/s
3.490 kr.
10 GB GAGNAMAGN
Greiða þarf 2.610 kr. aðgangsgjald.
Internet á ljóshraða
Við bjóðum upp á internet á ljóshraða til
80 þúsund heimila. Það er einfalt að athuga
hvort þitt heimili er tengt, á 365.is geturðu
séð hvort þú kemst á ljóshraða.
Hægt er að nálgast allar nánari upp-
lýsingar og panta tengingu á 365.is.
0 KR.
LJÓSHRAÐI FYLGI
R
MEÐ VÖLDUM
SJÓNVARPS-
ÁSKRIFTUM