Fréttablaðið - 10.05.2014, Page 80

Fréttablaðið - 10.05.2014, Page 80
10. MAÍ 2014 LAUGARDAGUR10 ● Yfir 1.000 lög hafa tekið þátt í keppninni frá upphafi. Þúsundasta lagið var flutt árið 2006 af Brian Ken- nedy fyrir Írland. ● Yfir 125 milljónir áhorfenda horfa árlega á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. ● Johnny Logan hefur unnið söngvakeppnina þrisvar. Hann söng fyrir Írland 1980 og 1987 og samdi vinningslagið Why Me árið 1992. ● Noregur hefur tíu sinnum lent í neðsta sæti en Norðmenn hafa líka unnið í þrígang. ● Írar eru sigursælastir þjóða í Eurovision og hafa sjö sinn- um átt sigurlagið. ● Langflest sigurlaganna hafa verið flutt á ensku, eða 24 talsins. Franska er líka vin- sælt söngmál og hefur átt fjórtán sigurlög. ● Abba er happasælasti sig- urvegari söngva- keppninnar frá upphafi. Sænska ofurgrúppan sigraði í keppn- inni árið 1974 og varð í kjöl- farið ein af frægustu hljómsveitum sögunnar. ● Fyrsta sjónvarps- útsending söngvakeppn- innar í lit var frá Royal Albert Hall í Lundúnum árið 1968. ● Keppendur á sviði söngvakeppn- innar mega ekki vera fleiri en sex. ● Yngsti sigurvegari Eurovision var hin belgíska Sandra Kim, þá aðeins þrettán ára. Árin á eftir sendu Frakkar 11 ára barn og Ísraelar 12 ára barn til keppninnar. ● Ísrael var fyrsta þjóðin sem halda átti söngvakeppnina tvö ár í röð (1979 og 1980). Vegna blankheita óskuðu Ísraelar eftir að annað land tæki við keppninni og réttu Hollendingar fram sína hjálparhönd. Keppnin var óvart dagsett 19. apríl í Haag, sem er heilagur dagur í Ísra- el, og tóku Ísraelar því ekki þátt árið eftir sinn eigin sigur. ● Írland hélt söngvakeppn- ina fjögur ár í röð en baðst undan því að halda hana aftur ef þeir ynnu í fimmta skiptið. ● Serbía tók þátt í Eurovisi- on sem sjálf- stæð þjóð í fyrsta sinn árið 2007 og átti sigurlagið sama ár. Vissirðu þetta um Eurovision? Hjartaknúsarinn Johnny Logan er eini keppand- inn sem hefur staðið uppi sem sigurvegari þrisvar. Matarbloggarinn og fegurðardrottningin Anna Björk Eðvarðsdóttir gerir sér alltaf dagamun á Eurovision-kvöldi. „Ég hef trúlega aldrei misst af söngvakeppninni og fer sitt á hvað í Eurovision-partí eða held partí sjálf,“ segir Anna Björk sem hefur í hálft annað ár haldið úti matar- blogginu annabjork.is. „Mataráhuginn hefur fylgt mér síðan ég flutti úr foreldrahúsum og þurfti að bjarga mér sjálf. Þá kunni ég ekkert að elda en neyðin kennir nakinni konu að spinna,“ segir Anna Björk sem nýtur þess að prófa sig áfram með nýtt og spennandi hráefni. „Mín uppáhaldsmáltíð að elda er morgunmatur á sunnudög- um því fyrir mér eru sunnudags- morgnar dekurmorgnar. Ég vakna alltaf mjög snemma og finnst notalegt að vera ein í eldhúsinu að matbúa eitthvað gómsætt á meðan aðrir sofa. Síðan skríð ég upp í rúm til mannsins míns með eitthvað huggulegt handa okkur og það er yndislega kósí,“ segir Anna Björk sem bakar croiss- ant, fyllt rúnstykki, eggjakökur, bökur og annað ilmandi ljúfmeti með morgun kaffinu. FEGURST ÍSLENSKRA KVENNA 1977 Anna Björk var valin Ungfrú Ísland árið 1977. „Það litaði líf mitt talsvert fyrsta kastið því þá var í fyrsta sinn sjón- varpað frá fegurðarsamkeppninni. Það hafði mikil áhrif en eftir því sem árin líða fer maður að endur- skilgreina sjálfan sig og finna sér nýtt hlutverk í lífinu. Fólk mundi þó lengi eftir mér og enn spyr fólk hvort það þekki mig, sem er bara gaman. Ég hefði síst viljað fara á mis við þessa lífsreynslu því keppnin veitti mér skemmtileg tækifæri á sínum tíma. Ég fór til Japans sem Ungfrú unga kynslóðin 1976 og til Mexíkó í Ungfrú alheim árið 1978 og dvaldi þar í mánuð. Í þá daga var sjaldgæft að óharðnaðir unglingar færu svo langt einir og í svo langan tíma en það var bæði þroskandi og krefjandi.“ Anna Björk er enn geislandi fögur og skrifar það á einskæra lífsgleði. „Mér finnst ofsalega gaman að vera til. Ég lenti í veikindum fyrir tólf árum sem gáfu mér nýtt tæki- færi til lífsins og hef reynt að lifa fyrir allan peninginn síðan. Þar skiptir mestu að fást við hluti sem kveikja áhuga og ástríðu en líka að hafa neista í lífinu og setja sjálfan sig stundum í fyrsta sætið. Það er allt í lagi og á endanum græða allir; fjölskyldan, eiginmaðurinn og vinirnir.“ Anna Björk útbjó partírétt sem er sniðinn fyrir fámenn sem fjölmenn veisluhöld. Eftir því sem fjölgar í samkvæminu þarf bara að kaupa stærri ost og meira deig því að upp- skriftin er alltaf sú sama. Bakaður Camembert í brauð- deigi með skinku og sultu fyrir 3-4 1 stórt pitsudeig (XXL 30x40) 6 skinkusneiðar, skornar í bita 3-4 msk. týtuberjasulta 1 Camembert Birki- og sesamfræ Sulta og hunang Hitið ofn í 225°C. Rúllið deiginu út á borð og merkið í það hring, 32 cm í þvermál. Hafið smjörpappír undir deiginu. Klipp- ið út hringinn með hreinum skærum og geymið afskurðinn. Setjið deighringinn á bökunarplötu og dreifið helming skin- kunnar á miðjuna (í rúmlega stærð osts- ins), ásamt helmingi sultunnar. Setjið ost- inn ofan á og svo rest af skinku og sultu ofan á ostinn. Safnið deiginu saman ofan á ostinn og búið til skjóðu sem er klipin efst til að loka. Penslið með vatni og bakið í 15-20 mínútur eða þar til brauðið er gyllt og stökkt. Penslið afskurðinn með vatni, merkið skurði með hníf og setjið birki- og sesamfræ ofan á. Bakið í ofninum og berið fram með ostinum með auka sultu og hunangi. Verði ykkur að góðu! Nýtur lífsins fyrir allan peninginn Anna Björk Eðvarðsdóttir er matarbloggari og ungfrú Ísland 1977. Hún segir frammistöðu Pollapönks hafa komið sér skemmtilega á óvart í undankeppninni og vonar að Ísland lendi ofar en í 16. sæti. MYNDIR/GVA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.