Fréttablaðið - 10.05.2014, Qupperneq 103
LAUGARDAGUR 10. maí 2014 | MENNING | 59
SUNNUDAGUR
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2014
Tónleikar
13.00 Kirkjukór Sauðárkrókskirkju heldur
tónleika í Seltjarnaneskirkju þar sem
flutt verða létt lög úr ýmsum áttum
undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar.
Aðgangur er ókeypis.
15.15 Vortríó á 15.15 tónleikum í
Norræna húsinu. Kammerhópurinn
Camerarctica leikur á síðustu tónleikunum
í 15.15 tónleikasyrpunni, sunnudaginn 11.
maí í Norræna húsinu. Leikin verða þrjú
verk en tónleikana ber upp á Mæðradag-
inn og af því tilefni verður flutt viðamikið
Tríó eftir franska kventónskáldið Louise
Farrenc sem var uppi á 19. öld. Aðgangs-
eyrir er kr. 2000/1000.
17.00 Vorið vaknar, tónleikar Samkórs
Kópavogs í Digraneskirkju. Stjórnandi
er Friðrik S. Kristinsson. Einsöngvari er
Jóhanna Linnet og orgel- og píanóleikari
er Lenka Mátéová. Miðasala á samkor.
is og við innganginn. Miðaverð er 2.500
krónur.
20.00 Trio aftanblik flytur tónlist eftir
Johann Sebastian Bach og sálma eftir
Björn Halldórsson í Laufási á mæðradag-
inn í Laugarneskirkju. Aðgangseyrir er
2.000 krónur, 1.500 fyrir eldri borgara og
öryrkja.
Dansleikir
16.00 Sveiflukóngurinn Geirmundur
Valtýsson heldur fjölskylduball ásamt
hljómsveit sinni í Félagsheimili Sel-
tjarnarness. Seltirningum og öðrum gefst
þarna einstakt tækifæri til að skella sér á
dansgólfið í góðra vina hópi og dansa og
syngja með lögum Geirmundar sem allir
kunna. Fjölskylduballið tengist hátíðardag-
skrá sem Seltjarnarneskirkja stendur fyrir
en hún fagnar 25 ára vígsluafmæli og 40
ára safnaðarafmæli um þessar mundir.
20.00 Dansað verður i félagsheimili eldri
borgara i Stangarhyl 4 í Reykjavík næst-
komandi sunnudagskvöld kl.20.00-23.00.
Danshljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi.
Aðgangseyrir er 1.500 kr fyrir félagsmenn
en 1.800 fyrir gesti. Allir velkomnir.
Leiðsögn
15.00 Róshildur Jónsdóttir vöruhönnuður
tekur þátt í leiðsögn um sýninguna Shop
Show og ræðir við gesti um verk sín í dag
klukkan 15.
Listamannaspjall
15.00 Róshildur Jónsdóttir vöruhönnuður
tekur þátt í leiðsögn um sýninguna Shop
Show og ræðir við gesti um verk sín. Rós-
hildur starfar undir nafninu Hugdetta
ásamt Snæbirni Stefánssyni vöruhönnuði.
Hún er einkum þekkt fyrir hönnun og
vöruþróun á leikföngunum Skepnusköpun
/ Something Fishy úr fiskibeinum, en
Skepnusköpun varð til eftir rannsókn Rós-
hildar á nýtingu íslenskra dýraafurða fyrr
á öldum.
15.00 Myndlistarkonan Anna Jóelsdóttir
spjallar við gesti Listasafns ASÍ um yfir-
standi sýningu sína: Brot/fragment, fract-
ure, fold, violation, og segir frá hugmynda-
fræði sinni og vinnuferli í aðdraganda
og uppsetningu sýningarinnar. Listasafn
ASÍ er til húsa við Freyjugötu 41 og eru
allir hjartanlega velkomnir og aðgangur
ókeypis.
15.00 Í dag klukkan 15.00 mun mynd-
listarmaðurinn Anna Jóelsdóttir spjalla
við gesti Listasafns ASÍ um yfirstandandi
sýningu sína, Brot/fragment, fracture, fold,
violation, og segja frá hugmyndafræði
sinni og vinnuferli í aðdraganda og upp-
setningu sýningarinnar. Allir eru boðnir
hjartanlega velkomnir og er aðgangur
ókeypis. Listasafn ASÍ er til húsa við
Freyjugötu 41.
15.00 Gestaspjall í tengslum við sýn-
inguna Úr iðrum Jarðar, Kjarvalsstaðir,
sunnudag 11. maí klukkan 15. Ragna Sig-
urðardóttir rithöfundur spjallar við gesti
um sýningu Hildar Ásgeirsdóttur Jónsson
sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum.
Fyrirlestrar
20.00 Í dag mun Karl Aspelund lektor við
University of Rhode Island halda fyrir-
lestur í Hönnunarsafni Íslands í tengslum
við yfirstandandi sýningu safnsins á fatn-
aði fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar
Finnbogadóttur.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is
Inntökupróf fara fram
laugardaginn 17. maí 2013
Rafræn skráning á
www.listdans.is
Grunndeild árgangur 2005
og eldri koma í inntökupróf
klukkan 12–13:30
Framhaldsdeild árgangur
1998 og eldri koma í
inntökupróf klukkan 14–17
Tekið verður inná bæði
nútíma listdansbraut og
klassíska listdansbraut.
Nám við Listdansskóla
Íslands er góður undir-
búningur fyrir frekara nám
og / eða atvinnu mennsku.
Nemendur hafa fengið
inngöngu í virta dansskóla
og keppt erlendis fyrir
Íslands hönd.
Myndirnar eru teknar á sýningum skólans.
Ljósmyndarar: Steve Lorenz og Joe Ritter
Skólaárið 2014–2015
Þekking
Reynsla
Fagmennska
Gæði
Úrvalskennarar í klassískum
og nútíma listdansi
Staður
Engjateigur 1
105 Reykjavík
Nánari upplýsingar
www.listdans.is
588 91 88
Stofnaður 1952
farsæl starfsemi í yfir 60 ár
Vortríó Camerarctica
Sunnudag 11. maí kl.15.15
Norræna húsinu
Aðgangseyrir kr. 2000.-/1000.-
Styrkt af Reykjavíkurborg, Menntamála-
ráðuneytinu og Norræna húsinu
Louise Farrenc Tríó
Max Bruch Rúmenskt lag
Nino R ota Tríó
Eurovision er án nokkurs vafa einn
af áhugaverðustu viðburðum ársins
á Íslandi og þá sérstaklega þegar við
Íslendingar komumst í úrslit. Í því
tilefni fer margvíslegt skemmtana-
hald fram á landinu. Það sem er þó
einkum forvitnilegt er að nokkrar
af skærustu Eurovision-stjörnum
landsins skemmta landanum víða
í kvöld.
Eurovision-fari Íslendinga árið
1997 var Páll Óskar en hann ætlar
að skemmta fólki í Sjallanum á
Akureyri í kvöld. Palli kann svo
sannarlega að
skemmta fólki og
má því gera ráð
fyrir miklu fjöri í
höfuðstað Norður-
lands í kvöld.
Árið 2008 fór
hljómsveitin
Eurobandið fyrir
hönd Íslendinga
í Eurovision-
keppnina, með þau Regínu Ósk og
Friðrik Ómar í broddi fylkingar.
Þessi stórkostlega hljómsveit ætlar
að halda sitt árlega Eurovision-ball
á SPOT í kvöld. Eurobandið leikur
öll vinsælustu lög keppninnar frá
upphafi til dagsins í dag.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hefur
ásamt Selmu Björnsdóttur náð
bestum árangri Íslendinga í Euro-
vision-keppninni en Jóhanna Guðrún
lenti í 2. sæti árið 2009. Hún kemur
fram á skemmtistaðnum Hendrix
við Gullinbrú í kvöld ásamt Bödda
Dalton og hljómsveit. Þar verða lög
eins og Is It True? án nokkurs vafa
leikin og fólk í góðu stuði. - glp
Eurovision-stjörnur skemmta í kvöld
Mikið er um að vera í kvöld en nokkrar af helstu Eurovision-stjörnum landsins
ætla að skemmta landsmönnum á hinum ýmsu skemmtistöðum.
JÓHANNA
GUÐRÚN