Fréttablaðið - 10.05.2014, Side 118

Fréttablaðið - 10.05.2014, Side 118
10. maí 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 74 N 28 2014 Listahátíð í Reykjavík Leikhúsið og Listahátíð Biðin @ Þjóðleikhúsið — 3. & 4. júní SAGA @ Þjóðleikhúsið — 5. & 6. júní Der Klang der Offenbarung des Göttlichen @ Borgarleikhúsið — 28., 29. & 30. maí ÆLT YFIR BAKIÐ Á HERU Í einu atriðinu í Vonarstræti er pers- óna Heru Hilmarsdóttur, Eik, mætt í Íslendingapartí í útlöndum sem er haldið um borð í snekkju. Sagan segir að atriðið sé byggt á sannri sögu sem segir frá íslenskri stúlku sem var búsett erlendis og mætti í partí með erlendum vini sínum. Partíið ku hafa verið haldið af íslenskum auðjöfrum og segir sagan að þjóðþekktur maður hafi sést æla yfir bakið á ungri konu sem hann var að gamna sér með. Íslensku auðjöfrarnir ku hafa nálgast stúlkuna og talað ensku við hana, grunlausir um að þar væri á ferð samlandi þeirra. - glp „Bentu mér á fimmtíu mann- eskjur á netinu sem segja að ég sé súpersexí. Ég skal benda þér á fimmtíu til við- bótar sem segja að ég sé gamall og líti út eins og pabbi einhvers.“ LEIKARINN JON HAMM UM STÖÐU SÍNA SEM KYNTÁKN Í VIÐTALI VIÐ PEOPLE. „Ég var sjö ára þegar Íslending- ar kepptu fyrst árið 1986. Þá var ég stödd heima hjá frænku minni og vissi ekkert hvað þetta var. Ég horfði bara og beið eftir stigunum til Íslands og skildi ekki af hverju við fengum engin stig. Það ár vann Sandra Kim. Mér fannst hún æðis- leg og í kjölfarið tók ég ástfóstri við bæði hana og keppnina sjálfa,“ segir Jónína Kristín Guðmunds- dóttir, einn gallharðasti Eurovisi- on-aðdáandi Íslands. Hún á upp- tökur af Eurovision-keppnunum síðan 1985. „Það var aldrei til vídjó á mínu heimili þannig að ég átti ekki þessi fyrstu ár til að byrja með. En for- eldrar vinkonu minnar áttu keppn- irnar á spólu síðan árið 1985 en hættu að taka upp upp úr 1990. Það passaði akkúrat við safnið mitt því þá byrjaði ég að taka upp. Ég keypti mér meira að segja tæki til að kópera spólur yfir á DVD. Núna á ég allar keppnirnar, nema keppnina í fyrra. Þá var mikið að gera hjá mér og ég gleymdi að taka hana upp. Auð vitað er hægt að panta þetta á netinu eða hlaða niður en ég vil fá upprunalegu útgáfuna með íslenska þulnum að lýsa eins og þetta var þegar ég var lítil,“ segir Jónina. Hún lenti í bobba fyrir undankeppnina á þriðjudaginn þegar Pollapönk steig á svið fyrir hönd Íslands. Upptökutækið hennar bilaði og þá voru góð ráð dýr. Jónína kallaði eftir hjálp á Facebook og fannst mörgum það afar spaugilegt. Spurði ein vinkona hennar meðal annars hvort þetta væri nokkuð stöðuuppfærsla úr fortíðinni. „Vinkona mín tók upp endursýn- inguna af keppninni og tók líka upp seinna undanúrslitakvöldið og ætlar að taka upp úrslitin fyrir mig því tækið mitt er enn bilað,“ segir Jónína. „Ég tek upp allt. Mér er alveg sama hvort Ísland er að keppa eða ekki. Ég er fyrst og fremst aðdáandi keppninnar. Auðvitað held ég alltaf pínulítið með Íslandi en ég vel mér uppáhaldslag – óháð því hvaða lag við sendum,“ segir Jónina. „Ég held með Hollandi núna en auðvitað held ég líka með Íslandi. Pollapönkararnir eru æðislegir. Þeir flytja ekki tónlist sem ég fíla mest en boðskapurinn er góður, þeir eru skemmtilegir og vekja athygli með flottu búning- unum sínum.“ Aðspurð hvort hún horfi ein- hvern tíma á upptökurnar segist Jónína svo sannarlega gera það. „Það er oftast þannig að ég horfi mest á keppnina sumarið eftir að hún er haldin hvert ár. Svo tek ég stundum maraþon og horfi á gamlar keppnir. Eftir að ég eign- aðist barn árið 2009 hef ég haft minni tíma til að pæla í þessu. En ég er næstum því eins og alfræði- orðabók um keppnirnar þar á undan.“ Jónína segir Eurovision-daga heilaga daga. „Fólk hefur gert grín að mér út af þessu í gegnum tíð- ina. Á tímabili reyndi ég að halda þessu fyrir mig. Seinna meir, þegar ég hafði þroskast, var mér alveg sama. Allir hafa sín áhuga- mál og mér finnst aðdáunarvert þegar fólk tekur þau alla leið. Í dag er þetta ekkert feimnismál og ég er meira að segja búin að smita systur mína,“ segir Jónína hlæj- andi. liljakatrin@frettabladid.is Á allar Eurovision- keppnirnar síðan 1985 Jónína Kristín er einn af heitustu aðdáendum Eurovision á Íslandi. Hún fékk fyrst áhuga á keppninni þegar hún var sjö ára og er búin að taka keppnina upp síðan hún var ung. Hún lenti í bobba á þriðjudag þegar upptökutækið bilaði. „Mér finnst erfitt að svara því hvað uppáhalds Eurovision-lagið mitt er. Wild Dances með Ruslönu stendur alltaf upp úr, sem og lagið Molitva frá Serbíu árið 2007. Það er mest spilaða lagið í iTunes-listanum mínum og ég fæ gæsahúð þegar ég hlusta á það. Uppáhalds íslenska lagið mitt er Mundu eftir mér með Gretu Salóme og Jónsa. Það er líka gæsahúðarlag fyrir mig og ég hlusta á það reglulega.“ Molitva mest spilað á iTunes HELDUR ALLTAF PÍNULÍTIÐ MEÐ ÍSLANDI Jónína er fyrst og fremst aðdáandi Eurovision-keppninnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MÁLNINGARMAMBÓ Rithöfundurinn Þorbjörg Marínós undirbýr nú komu frumburðarins af kappi og er í óða önn að gera barnaherbergið klárt. Hún og sam- býlismaður hennar, Karl Sigurðsson, gátu ekki komið sér saman um litaval á veggina og úr varð að þau blanda saman sínum uppáhaldslitum á veggina. Ágætis málamiðlun en Þorbjörg heldur útgáfuteiti vegna bókar sinnar, 20 tilefni til dagdrykkju, á fimmtudaginn. -áp SÁÁ-ÁLFURINN Margir hafa velt fyrir sér SÁÁ-álfi þessa árs sem kominn er í sölu en mikil líkindi þykja með álfinum og jólabjór Tuborg-verksmiðjunnar, en báðir eru klæddir í bláan búning með hvítum doppum. Rúnar Freyr Gíslason, leikari og samskiptafulltrúi SÁÁ, segir samtökin ekki hafa velt líkindunum fyrir sér en kannski séu þau við hæfi. „Hann ætti að höfða til allra, en SÁÁ eru ekki eingöngu samtök þeirra sem hafa lent í vandræðum með áfengi. Margir sem styðja SÁÁ geta vel drukkið áfengi í hófi,“ segir Rúnar Freyr léttur í bragði. - fbj „Mér skilst að ef maður vinnur keppnina í sínu landi þá kemst maður til Parísar í úrslitin og ég hef aldrei farið til Parísar og langar mikið þangað,“ segir tón- listarmaðurinn Viðar Örn Sævarsson en hann er í þriðja sæti í keppninni EuroMusic Contest 2014 sem er stærsta nettónlistarkeppni Evrópu. Það sem vekur athygli er að Viðar Örn er í þriðja sæti í keppninni í Danmörku, en keppnin fer fram í 40 Evrópulöndum. Hann keppir með hljómsveitinni sinni, Lonesome Dukes. „Þetta er tríó sem ég er í með tveimur Dönum,“ bætir Viðar Örn við. Hann hefur búið í Danmörku síðan árið 2005 og býr í Óðinsvéum. „Ég veit ekki hversu vinsæl þessi keppni er í Danmörku en ég sá þetta bara á netinu og skráði hljómsveitina.“ Kosningu lýkur í dag og þeir sem vilja aðstoða Viðar Örn og félaga geta farið inn á síðuna euro- music contest.com. Fleiri íslenskir tónlistarmenn eru í sömu keppni, en eru þó að keppa á Íslandi. - glp Íslendingur stríðir Dönum Íslendingurinn Viðar Örn Sævarsson er í þriðja sæti í evrópskri tónlistarkeppni, EuroMusic Contest 2014, en hann keppir í Danmörku þar sem hann býr. SÁ KEPPNINA Á NETINU Viðar er í hljómsveitinni Lonesome Dukes. Ég tek upp allt. Mér er alveg sama hvort Ísland er að keppa eða ekki. Ég er fyrst og fremst aðdá- andi keppn- innar. Jónína Kristín Guðmundsdóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.