Fréttablaðið - 13.05.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.05.2014, Blaðsíða 8
13. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Ólafur Þ. Harðarson er sannkall- aður faðir Íslensku kosningarann- sóknarinnar. Hann hefur stýrt henni frá byrjun og kannað kosn- ingahegðun Íslendinga í níu alþing- iskosningum. Hann segir síðustu þrjátíu árin hafa verið mjög tíðinda- samt tímabil í flokkakerfinu. „Megineinkennin eru uppstokk- un á vinstri vængnum með Sam- fylkingu og Vinstri grænum, auk margra skammlífra flokka. Styrk- leikahlutföll gömlu flokkanna hafa líka breyst. Nú hefur Sjálfstæðis- flokkurinn verið með 25 prósenta fylgi tvennar kosningar í röð. Framsóknarflokkurinn flaug upp í síðustu kosningum en er nú aftur kominn niður í sitt venjubundna 15 prósenta fylgi. Ef þessi þróun held- ur áfram eru þessir tveir flokkar eingöngu með 40 prósent atkvæða samanlagt og það eru meiriháttar tíðindi því lengst af öldinni hafa þeir oftast haft styrk til að mynda einir meirihlutastjórn.“ Meiri áhugi á pólitík Áhugi landsmanna á stjórnmál- um hefur verið kannaður frá 1983 en undanfarin ár hefur mýtan um áhugaleysi á pólitík verið áberandi í fjölmiðlum. „Kjörsókn hefur minnkað örlítið en ekki áhuginn. Árið 1983 voru innan við 20 prósent sem sögð- ust hafa mikinn eða mjög mikinn áhuga á pólitík en frá árinu 2003 hefur þessi tala verið um 30 pró- sent. Þannig að breytingin er í átt- ina að auknum áhuga og er þetta gott dæmi um sleggjudóma í spjall- þáttum þar sem ályktað er án þess að hafa nokkuð í höndunum.“ Frá árinu 2009 hefur traust á stjórnmálamönnum farið minnk- andi og hreyfanleiki á kjósendum hefur aukist. „Árið 1983 skipti innan við fjórð- ungur kjósenda um flokk milli kosninga en eftir það hafa 30-35 prósent kjósenda skipt um flokk. Árið 2013 skiptu 45 prósent kjós- enda um flokk. Þetta gefur til kynna vaxandi óróleika í kerfinu.“ Ólafur segir þessa þróun breyta stjórnmálum því eftir því sem kjós- endur eru lausari við flokka og færa sig meira á milli auki það áhættu flokkanna. Stórsigrar og gífurlegt fylgistap verða mun líklegri og bendir hann á að tap stjórnarflokk- anna í síðustu kosningum hafi verið tapmet í Íslandssögunni. Hægri-vinstri kvarðinn lifir Í kosningarannsókninni hafa kjós- endur verið beðnir um að staðsetja sig og stjórnmálaflokka á hægri- vinstri kvarðann. Niðurstöðurnar sýna að kvarðinn sé langt frá því að vera úreltur. „Kjósendur eru með nokkuð skýra mynd af því hvar þeir vilja staðsetja flokka á kvarðann og eru tiltölulega sammála um hvernig eigi að gera það. Það segir okkur að hægri-vinstri kvarðinn er alvöru kort sem kjósendur nota til að átta sig á pólitísku landslagi.“ Kosningahegðun hefur löngum verið tengd stéttarstöðu. Kjósend- um er þá skipt eftir því hvort þeir vinna líkamlega vinnu eða ekki og gamla myndin er að verkafólk kjósi verkalýðsflokka. „Strax árið 1983 kom í ljós að þessi tengsl voru mjög veik á Íslandi. Þetta hefur veikst enn frek- ar og jafnvel snúist við. Þannig að verkafólk kýs frekar hægri flokka en vinstri. Framsóknarflokkurinn hefur verið heldur sterkari meðal þeirra kjósenda sem hafa stutta skólagöngu að baki og allra síðustu árin hefur orðið sú athyglisverða þróun að arftakar gömlu verkalýðs- flokkanna, Samfylkingin og Vinstri græn, hafa verið mun sterkari meðal kjósenda með háskólapróf.“ Kjósendur ákveða sig á kjördag Út frá þessari þróun í alþingiskosn- ingum má vænta þess að sveitar- stjórnarkosningarnar fram undan verði spennandi. „Þessi hreyfan- leiki kjósenda býður upp á stærri sveiflur og þær þurfa ekki að fara allar í sömu áttina og geta verið mismunandi eftir sveitarfélögum. Þetta gefur nýjum flokkum raun- verulega möguleika.“ Aðspurður um forspárgildi kosningakannana í slíku kosninga- umhverfi segir Ólafur að þær geti breyst verulega rétt fyrir kosning- ar. „Fólk er lengur að gera upp hug sinn og margir ákveða sig jafnvel á kjördag. Það er í rauninni ekki fyrr en farið er að nálgast kosn- ingarnar verulega sem hægt er að fara að taka mjög mikið mark á könnunum. Kannanir þremur vikum fyrir kosningar geta verið langt frá úrslitum því það geta orðið miklar breytingar á síðustu metrunum.“ Í tilefni afmælishátíðarinnar á fimmtudag verða gögn Íslensku kosningarannsóknarinnar opnuð formlega með nýju viðmóti. Þá verður hægt að skoða niðurstöður úr Íslensku kosningarannsókninni án þess að þurfa til þess sérhæfð tölfræðiforrit og þannig öllum gert kleift, sem á því hafa áhuga, að skoða og greina gögnin. Meiri spenna, óvissa og sveiflur Íslenska kosningarannsóknin er ein elsta og viðamesta langtímarannsókn innan félagsvísinda á Íslandi. Á fimmtudag er boðað til hátíðar vegna 30 ára afmælis rannsóknarinnar sem Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor hefur stýrt frá upphafi. RANNSAKAR KOSNINGAR Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor hefur stýrt rannsókn á kosningum frá upphafi, eða í 30 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fólk er lengur að gera upp hug sinn og margir ákveða sig jafnvel á kjördag. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor ÁRSFUNDUR LANDSVIRKJUNAR 2014 Silfurbergi, Hörpu Þriðjudaginn 20. maí kl. 15 • Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra Ávarp • Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Ávarp • Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar Samkeppnishæfni - arðsemi - sátt • Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs • Rafnar Lárusson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Áhersla á lækkun skulda - rekstrarniðurstöður 2013 Fundarstjóri: Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar Verðmæti í vatnsafli Ársfundur Landsvirkjunar verður haldinn í Silfurbergi, Hörpu framtíðaráætlanir fyrirtækisins og leggjum mat á hvernig til hefur tekist. Allir velkomnir Skráning á www.landsvirkjun.is Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.