Fréttablaðið - 13.05.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.05.2014, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGÚt að hlaupa ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 20148 ÚTIHLAUP BÆTA SKAPIÐ Hlaup úti í náttúrunni hafa betri áhrif á skapið en innihlaup á bretti. Svo segir á vefsíðunni fit- ness.is en þar er vitnað í könnun sem gerð var á hópi fólks. Hluti þess var látinn horfa á myndir af íbúðahverfum meðan hann gekk á bretti en hinn hópurinn horfði á myndir af náttúrunni meðan hann gekk á brettinu. Hópurinn sem horfði á náttúru- myndirnar mældist með lægri blóðþrýsting, var fullur sjálfs- trausts og orkumikill og í betra skapi en hinn hópurinn. Þetta þýðir bara eitt, allir út að hlaupa. HLAUPIÐ Í STÓRA EPLINU New York-maraþonið er eitt það stærsta sinnar tegundar í heiminum og fer ávallt fram fyrsta sunnudag í nóvember. Færri kom- ast að en vilja því yfir 120 þúsund hlauparar sækja um þátttöku. Í síðasta New York-maraþoni voru þátttakendur 50 þúsund talsins og hlupu við hvatningu tveggja milljóna áhorfenda á götum úti. Hlaupaleiðin er stórfengleg. Lagt er af stað frá Staten Island og þaðan hlaupið um helstu hverfi borgarinnar; Brooklyn, Queens, Bronx og stóran hluta Manhattan áður en komið er í mark í Central Park. New York-maraþonið er talið frekar krefjandi vegna töluverðs hæðarmismunar og gera hlaup yfir kynngimagnaðar brýr þátttakendum erfitt fyrir. Einn erfiðasti hjalli leiðarinnar er yfir Queensboro-brúna til Manhattan en henni fylgir talsvert klifur. Út- sýni yfir Austurána og Manhattan ættu þá að efla baráttuandann í mesta brattanum. Heimild: Hlaup.is HLAUPIÐ UM HÉR OG ÞAR Nokkur bæjarfélög hafa látið gera kort af stígum og hlaupaleiðum innan bæjarmarka og utan. Einnig eru til kort af svæðum eins og Heiðmörk til dæmis, en þar eru margar skemmti- legar hlaupa- leiðir. Með Borgarvefsjánni er hægt að mæla vegalengdir milli ákveðinna staða í Reykjavík. Á vefsíðunni hlaup.is má finna hlekki á hinar ýmsu hlaupaleiðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og fá kort af nokkrum slíkum. ÓLÍKIR HLAUPAGARPAR Samkvæmt Íþróttaráði Englands (Sport England) hefur fjöldi þeirra sem hlaupa reglulega þar í landi aukist um þriðjung síðan 2005. Ráðið segir að næstum tvær millj- ónir manna eyði að minnsta kosti þrjátíu mínútum á viku í hlaup sér til heilsubótar. Hlaupurum má skipta í nokkra ólíka hópa eftir því hver tilgangur þeirra með hlaup- unum er. Hér eru nokkur dæmi um ólíka hlaupara. Hlauparinn í hlaupahópnum sem hleypur sér til skemmtunar Catherine Jones frá Altrincham stundaði engar íþróttir sem barn og unglingur en byrjaði að hlaupa fyrir tólf árum þegar hún var 25 ára. Hún er í hlaupahópi og hleypur um 25 kílómetra á viku. Hlauparinn sem hleypur til að léttast Mathew Warr frá Yeovil byrjaði að hlaupa fyrir um ári. Hann hleypur þrisvar til fimm sinnum í viku og hleypur þá þrjátíu til fimmtíu kílómetra. Hann hleypur á tóman maga en fær sér góða máltíð eftir hlaup. Ofurhlauparinn Rory Coleman frá Cardiff hleypur að meðaltali um hundrað kílómetra í hverri viku, þar á meðal eitt eða tvö maraþon. Hans besti tími í maraþoni er þrír klukkutímar og 24 mínútur. Ég æfi þríþraut með áherslu á hjólreiðar. Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar að lengd og gæðum en lengstu æfingarnar eru 6 tímar. Ég prófaði Nutrilenk Gold fyrir rúmlega ári og fannst það hjálpa mér mikið. Ýmsar rannsóknir í ritrýndum alþjóðlegum timaritum hafa sýnt fram á jákvæða virkni innihalds- efna sem eru í Nutrilenk án þess að þau séu skráð sem lyf. Ég prófaði að hætta að taka inn Nutrilenk nokkrum mánuðum síðar en byrjaði aftur og hef tekið Nutrilenk núna í rúmlega hálft ár og ætla að halda því áfram enda hafa æfingar og keppnir gengið mjög vel. Nutrilenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is P R E N T U N .IS NUTRILENK - hollráð við liðkvillum. Náttúruleg bætiefni fyrir liðina Nutrilenk Gold gerir gæfumuninn Hákon Hrafn Sigurðsson Hvað getur Nutrilenk gert fyrir þig? Heilbrigður liður Við mikið álag og eftir því sem árin færast yfir getur brjóskvefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Mjög margir finna fyrir óþægindum og verkjum þegar liðfletirnir núast saman, sérstaklega í liðamó- tum í mjöðmum , hrygg og hnjám. Þess vegna er til mikils að vinna að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt. Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin Nutrilenk Gold er frábært byggingarefni fyrir brjóskvef og getur minnkað liðverki, brak í liðum og stirðleika. Inniheldur brjósk úr fiski- og hákarlabeinum sem er öflugt byggingarefni fyrir bein og brjósk enda ríkt af kondritíni, kondritín súlfati, kollageni og kalki. Hentugt fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski og slitnum liðum NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgum. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun. Prófið sjálf - upplifið breytinguna! Liður með slitnum brjóskvef Hákon Hrafn er 39 ára fjölskyldumaður, Íslandsmeistari í þríþraut síðustu þrjú ár, þríþrautarmaður ársins og Íslandsmeistari í tímakeppnihjólreiðum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.