Fréttablaðið - 13.05.2014, Blaðsíða 10
13. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10
SAMFÉLAG Nýja íslenska fyrirkomu-
lagið á ættleiðingum, sem komst á
laggirnar með þjónustusamningi
innanríkisráðuneytisins og Íslenskr-
ar ættleiðingar í lok síðasta árs,
vekur mikla athygli úti í heimi.
Í kjölfar kynningar á fyrirkomu-
laginu á ráðstefnu
evrópskra sam-
taka ættleiðingar-
félaga, Euradopt,
á dögunum hafa
ekki bara borist
fyrirspurnir frá
erlendum ætt-
leiðingarfélög-
um, heldur einnig
upprunalöndun-
um, það er að segja löndum sem börn
eru ættleidd frá. Þetta segir Krist-
inn Ingvarsson, framkvæmdastjóri
Íslenskrar ættleiðingar.
Kristinn segir öll ættleiðingar-
félög rekin á gjöldum sem fara eftir
fjölda umsækjenda og ættleiðinga.
„Tekjurnar minnka um leið og ætt-
leiðingum fækkar eins og hefur
verið að gerast og ekki síst þess
vegna vekur íslenska fyrirkomulag-
ið athygli,“ segir hann.
Íslensk ættleiðing fór fyrst á fjár-
lög við undirritun Haag-samningsins
um velferð barna og ættleiðingar árið
2001 og fékk þá sex milljónir króna.
Grunnfjárveitingin á fjárlögum 2012
var 9,2 milljónir. Ekki var hægt að
halda námskeið sem eru grundvöllur
þess að fólk geti ættleitt barn fyrr en
aukafjárveiting fékkst.
Með þjónustusamningnum við
innanríkisráðuneytið, sem undirrit-
aður var í nóvember síðastliðnum,
var tryggð 34 milljóna króna grunn-
fjárveiting í fyrra og á þessu ári.
Þar með var hægt að hrinda í fram-
kvæmd fjölmörgum verkefnum sem
þurft hafði að láta sitja á hakanum.
„Þetta markaði tímamót í sögu
ættleiðinga. Með þessu bætta fyrir-
komulagi er fjármögnun ekki leng-
ur háð fjölda ættleiðinga. Við getum
tryggt faglega þjónustu fyrir hvert
barn og hverja fjölskyldu sem sam-
einast með milligöngu félagsins,“
tekur Kristinn fram.
Umsóknum um ættleiðingar fækk-
aði þegar óvissa var um rekstur
félagsins, að sögn Kristins. „Þegar
ljóst var að við gætum tryggt rekst-
urinn fóru umsækjendur að koma
inn aftur. Árið 2005 voru ættleiðing-
arnar 35, 17 árið 2012 en átta í fyrra.
Á þessu ári eru nú þegar komin þrjú
börn til Íslands.
Ein fjölskylda er erlendis að sækja
barn og verið er að vinna með nokkur
mál sem við vitum að rætist úr. Inn-
anríkisráðuneytið á sannarlega skilið
klapp á bakið. Nýja fyrirkomulagið
vekur vonir um áhuga fleiri uppruna-
landa á okkur.“ ibs@frettabladid.is
Form ættleiðinga hér
á landi vekur áhuga
Íslensk ættleiðing fær fyrirspurnir frá erlendum ættleiðingarfélögum og löndum
sem börn eru ættleidd frá um þjónustusamninginn við íslenska ríkið. Samningur-
inn tryggði rekstur félagsins og umsóknum hefur fjölgað á ný.
KÍNVERSKT
BARN Á
undanförnum
árum hafa tugir
barna verið
ættleiddir frá
Kína til Íslands.
NORDICPHOTOS/AFP
KRISTINN
INGVARSSON
AKUREYRI Skipulagsstjóri Akureyr-
arbæjar, Pétur Bolli Jóhannesson,
stöðvaði uppsetningu auglýsinga-
skilta Bjartrar framtíðar í glugg-
um við Glerárgötu á Akureyri í lok
síðustu viku. Bar skipulagsstjóri
fyrir sig skiltareglugerð og telur
hann að uppsetning auglýsinganna
brjóti í bága við þá reglugerð sem
er í gildi í bænum.
Preben Pétursson, einn af stofn-
endum Bjartrar framtíðar á Akur-
eyri, telur skrýtið að flokknum
hafi verið gert skylt að stöðva upp-
setningu merkinga einum flokka.
„Okkur finnst við ekki hafa farið
út fyrir þann ramma sem settur er.
Ég held svo sem að skipulagsstjóri
sé bara að vinna sína vinnu, hann
óskar eftir því að fá að vita hvað við
erum að fara að auglýsa.“
Önnur framboð í bænum eru
fyrir margt löngu búin að setja upp
merkingar í gluggum sinna kosn-
ingaskrifstofa. Þau framboð voru
ekki stöðvuð við uppsetningu og
ekkert sett út á merkingar þeirra
meðan á framkvæmdum stóð.
Horft hefur verið fram hjá þess-
ari reglugerð hin síðari ár þegar
kosningabarátta er annars vegar
samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins. Vitað er að þetta er tíma-
bundin aðgerð stjórnmálaflokka og
-hreyfinga til að vekja athygli á sér
í aðdraganda kosninga.
Nú er hins vegar komið annað
hljóð í strokkinn og þurftu fram-
boðin í lok síðustu viku að senda
myndir af merkingum sínum og
þar til bær gögn til skipulags-
deildar til að fá samþykki fyrir
merkingum sínum. Fundur verður
haldinn í skipulagsdeild Akureyr-
arbæjar þar sem farið verður yfir
merkingar framboðanna. Þar munu
pólitískir fulltrúar taka afstöðu um
merkingar framboða í bænum. - sa
Athugasemdir gerðar við auglýsingar á Akureyri:
Stöðva auglýsingar
Bjartrar framtíðar
AUGLÝSINGAR Björt framtíð ætlar, eins og aðrir flokkar, að merkja kosningaskrif-
stofu sína með áberandi hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
INDLAND, AP Þingkosningum á Ind-
landi lauk í gær, en þær hafa stað-
ið yfir síðustu sex vikurnar. Fjöldi
kosningabærra manna er það mik-
ill, eða 814 milljónir, að ekki þótti
fært annað en að halda kosning-
arnar í níu áföngum.
Milljónir manna tóku þátt í síð-
asta áfanganum í gær, en reiknað
er með því að úrslit liggi fyrir á
föstudaginn.
Útgönguspár benda til þess að
Narendra Modi, forsætisráðherra-
efni stjórnarandstöðuflokksins
Baharatiya Janata, verði næsti for-
sætisráðherra landsins.
Helsti mótherji hans er Rahul
Gandhi, en hann er varaformaður
Kongress-flokksins og sonur Soniu
Gandhi, sem er formaður flokks-
ins. Kongress-flokkurinn hefur
verið við völd á Indlandi síðustu
tvö kjörtímabil en Manmohan
Singh forsætisráðherra gaf ekki
kost á sér til framboðs að þessu
sinni.
Baharatiya Janata-flokkurinn
þykir heldur hægrisinnaðri en
Kongress-flokkurinn, en Modi
hefur verið forsætisráðherra Guja-
rat-ríkis á Indlandi.
- gb
Níundu umferð þingkosninga á Indlandi lokið:
Stjórnarandstöðunni
spáð góðum sigri
BIÐRÖÐ Á KJÖRSTAÐ Kjósendur í borginni Varanasi biðu þess að komast í kjör-
klefann. NORDICPHOTOS/AFP
Frábærar McCain
franskar á 5 mínútum
Franskar kartöflur í sérflokki sem þú töfrar fram á
augabragði. Einföld og fljótleg matreiðsla og algjör
sæla fyrir bragðlaukana. Prófaðu núna!