Fréttablaðið - 13.05.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.05.2014, Blaðsíða 16
13. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SÓLBORGAR S. SIGURÐARDÓTTUR Aflagranda 40, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Mörk fyrir góða og kærleiksríka umönnun. Álfheiður Steinþórsdóttir Vilhjálmur Rafnsson Sigurður G. Steinþórsson Kristjana Ólafsdóttir Magnús Steinþórsson Margrét Ragnarsdóttir Steinþór Steinþórsson Bjarnþóra Egilsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, UNNUR JÓNSDÓTTIR áður til heimilis að Hamrahlíð 27, andaðist þann 7. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Blindrafélagið. Þröstur Finnbogason og fjölskylda. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR Jökulgrunni 26, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 12. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Gísli Kristjánsson Guðrún Gísladóttir Halldór Þórðarson Kristján Gíslason Ásdís Rósa Baldursdóttir Guðmundur Torfi Gíslason Ragnheiður K. Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðir mín, sambýliskona, dóttir og systir, GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR Einholti 9, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 6. maí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 15. maí kl. 13.00. Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar og líknardeildar. Jökull Larsson Helgi Laustsen Helga Sumarliðadóttir Dóra Halldórsdóttir Sveinbjörn Halldórsson Elskulegur sonur minn, bróðir okkar og mágur, EYJÓLFUR GUÐJÓNSSON flugþjónn, áður Snorrabraut 56b, Reykjavík, lést á Hrafnistu DAS föstudaginn 9. maí síðastliðinn. Jarðarförin fer fram mánudaginn 26. maí frá Áskirkju kl. 13.00. Guðjón Eyjólfsson Ottó Guðjónsson Guðbjörg Sigurðardóttir Karólína Guðjónsdóttir Áslaug Guðjónsdóttir Steinþór Pálsson Gunnar Guðjónsson Marta Svavarsdóttir Ástkær eiginkona mín og besti vinur, SIGRÚN ÞÖLL ÞORSTEINSDÓTTIR tölvunarfræðingur, Álfheimum 28, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans 8. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Blessuð sé minning hennar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Kim Björgvin Stefánsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RICHARD B. ÞORLÁKSSON Lautarsmára 5, lést á Landspítalanum Fossvogi laugar- daginn 3. maí. Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 14. maí kl. 13.00. Svala Veturliðadóttir Anna Brynja Richardsdóttir Guðrún Erla Richardsdóttir Bjarni Svanur Bjarnason Þ. Richard Richardsson Drífa Úlfarsdóttir Pétur Smári Richardsson Olga Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HANNA MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR Silungakvísl 19, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk fimmtu daginn 1. maí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þór Kristinsson Hörður Þórsson Aðalheiður Hagar Haraldsdóttir Brynjar Þórsson Elín Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURBJÖRN ÆVARR JÓNSSON Krummahólum 10, lést fimmtudaginn 8. maí sl. á Vífilsstöðum. Útförin verður auglýst síðar. Erna V. Ingólfsdóttir börn, tengdabörn, afabörn og langafabörn. Elskulegur sonur minn og bróðir okkar, HALLGRÍMUR SIGURÐSSON Vatnsnesvegi 22, Reykjanesbæ, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 16. maí kl. 13.00. Svava Hallgrímsdóttir Guðmundur Sigurðsson Valgerður Sigurðardóttir Svava Sigurðardóttir Ásdís Sigurðardóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA GUÐLAUGSDÓTTIR Skúlagötu 40, lést aðfaranótt laugardagsins 10. maí á hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin verður auglýst síðar. Arnbjörg Guðmundsdóttir Ólafur J. Sigurðsson Elín Guðmundsdóttir Sigríður Guðmundsdóttir Óli Valur Guðmundsson Jan Ola Hjelte Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI B. DANÍELSSON verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 13. maí kl. 14.00. Steindóra Sigríður Steinsdóttir Friðþjófur Helgason Guðfinna Steinunn Svavarsdóttir Steinn Helgason Elín Klara Svavarsdóttir Helgi Valur Helgason Erla Inga Skarphéðinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. „Titillinn mátast ágætlega og verk- efnin leggjast vel í mig. Rithöf- undasambandið er 430 manna félag fólks sem stendur vörð um tungu- málið, framleiðir bókmenntirnar og sinnir mikilvægu menningar- starfi. Mitt hlutverk er að standa vörð um hagsmuni þessa hóps og hags munir rithöfunda eru órjúfan- lega samofnir hagsmunum þjóðar- innar,“ segir Kristín Helga Gunnars- dóttir aðspurð um nýja titilinn sem formaður Rithöfundasambandsins. Hún bætir við að forystusveit Rithöf- undasambandsins hafi það hlutverk að gæta þess að bókmenntaþjóðin eigi fjölskrúðugan flokk höfunda sem geta starfað við ritlistina á breiðum vett- vangi. Kristín Helga, eða Dinna eins og hún hefur verið kölluð síðan hún var lítil stelpa, hefur skrifað fjöldann allan af fjölskyldubókum en hún gaf út sína fyrstu bók, Elsku besta Binna mín, árið 2007. „Lestur er undirstaða allrar mennt- unar í mannlegu samfélagi. Þannig heillar mig að fá að fylgja úr hlaði þeim sem eru að hefja lesturinn, leggja í þá þroskaför sem bók lestur er. Ég hef alltaf skrifað og lærði fjölmiðlafræði á sínum tíma,“ segir hún. En hvað varð til þess að Kristín Helga fór að skrifa eigin bækur? „Ég skrifaði fréttir, sannar sögur, svo það var kannski eðlilegt framhald að taka atburðarásina í sínar hendur og stýra sögupersónum betur. Ég skrifa fjölskyldubækur og kalla alla að borð- inu þegar kemur að bóklestri barna. Við eigum að lesa saman, upphátt og tala saman. Margar bækur höfða til allra aldurshópa. Mig hefur alltaf langað að skrifa þannig bækur.“ Kristín Helga starfaði lengi sem fréttakona á Stöð 2 en segist aldrei sakna fréttamennskunnar því að eitt tímabil taki við af öðru. „Þetta er eins og lagterta. En þegar eitthvað stórt gerist þá fer aðeins um mann og svo hefur maður tilhneigingu til að hafa skoðanir á öllu. Ég er aðeins að reyna að venja mig af því.“ Sem nýkosinn formaður Rithöfundasam- bandsins hefur hún úr nægum verk- efnum að vinna og segist vilja efla Bókasafnssjóðinn sem höfundar fá greiðslur úr fyrir útlán. „Það er svo sorglegt að hann er að skreppa skammarlega saman þegar hann þyrfti að stækka hratt til að mæta settum markmiðum yfir- valda fyrir langa löngu. Þá hafa höf- undar áhyggjur af virðisaukaskatti á bækur sem gæti hækkað í haust. Það gæti gengið af greininni dauðri og má ekki gerast. Svo eru það samn- ingamál, tæknileg þróun og bóka- safnsmál sem brenna á okkur rithöf- undum. Við lyftum okkur gjarnan upp með því að tala sparilega um bókmennt- irnar á 17. júní og öðrum tyllidögum, en til að standa vörð um tungumál og menningu þá verða allir dagar að vera 17. júní í svona míkrósamfélagi eins og við búum í. Annars náum við ekki að passa fjöreggið – missum það bara og mölbrjótum,“ segir Kristín Helga. marinmanda@frettabladid.is Stöndum vörð um tungumál og menningu Kristín Helga Gunnarsdóttir er nýr formaður Rithöfundasambandsins. Hún vill gæta þess að bókmenntaþjóðin eigi sér fj ölskrúðugan fl okk höfunda í framtíðinni. TEKST Á VIÐ NÝ VERKEFNI Kristín Helga Gunnarsdóttir er nýkjörinn formaður Rithöfunda- sambandsins. MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.