Fréttablaðið - 13.05.2014, Síða 26

Fréttablaðið - 13.05.2014, Síða 26
KYNNING − AUGLÝSINGÚt að hlaupa ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 20146 Ágúst Kvaran telst seint til hefðbundinna langhlaup-ara. Hann hóf að stunda hlaup um fertugt og hefur í aldar- fjórðung hlaupið í öllum tegund- um hlaupa hérlendis en einnig tekið þátt í nokkrum spennandi hlaup- um erlendis. Árið 2009 tók hann þátt í eyðimerkurhlaupi í Sahara-eyði- mörkinni og í fyrra hljóp hann fjalla- hlaup í norðurhluta Grikklands. „Ég hef hlaupið mörg skemmtileg lang- hlaup um ævina en hlaupið í Sahara hlýtur að teljast með þeim erfiðari og skemmtilegri sem ég hef tekið þátt í. Hlaupið er auglýst sem það erfiðasta í heimi en um 800 manns tóku þátt og stóð undirbúningur minn yfir í hálft ár.“ Hlaupið tók fimm daga, sam- tals 202 km, og endaði Ágúst í 140. sæti. Þátttakendur þurftu að hlaupa með allar vistir sjálfir utan vatns, þar með talinn mat, eldunarbún- að og svefnpoka. „Ein leiðin er allt- af stöðluð maraþonvegalengd og svo ein svokölluð „ultra“ hlaupaleið sem í okkar tilfelli var 91 kílómetri og sú lengsta í sögu keppninnar. Í það heila var þetta hlaup rosaleg upplifun og meiriháttar gaman að hafa lokið því. Hitinn var mikill þessa daga en síð- asta daginn vorum við að hlaupa í 40 stiga hita.“ Taldi ferilinn búinn Árið 2012 fótbrotnaði Ágúst og reif báða liðþófa. „Ég datt úr öllum hlaupum í meira en eitt ár og leist satt að segja ekkert á blikuna. Á þessum tímapunkti taldi ég hlaupaferil minn á enda en með mikilli vinnu kom ég mér í gang aftur, ekki síst fyrir tilstilli stöðugra styrktaræfinga.“ Ári síðar hljóp Ágúst tvö skemmti- leg ofurhlaup. Það fyrra var Hengils- hlaupið sem er árlegt fjallahlaup um Hengilssvæðið. Það hlaup var und- irbúningur fyrir annað fjallahlaup í norðurhluta Grikklands sem hann hljóp síðar um haustið. „Hengils- hlaupið var 81 kílómetri þar sem hlaupið er upp á hæstu tinda, upp Hveradalinn og komið við á svæði Orkuveitunnar. Hlaupið reyndist mjög góð æfing fyrir Grikklandsferð- ina því undirlagið er svipað í þessum tveimur hlaupum.“ Ágúst hljóp á 12 klst. og 48 mínútum og lenti í þriðja sæti. „Ég var virkilega ánægður með árangurinn en fyrst og fremst var þetta frábært hlaup í ótrúlega fallegu veðri. Sannarlega með betri hlaup- um sem ég hef tekið þátt í.“ Síðasta haust var stefnan tekin til Grikklands þar sem hann hljóp fjallahlaup í óbyggðum í norður- hluta landsins. Um var að ræða 164 kílómetra hlaup í mikilli hækkun við afar erfiðar aðstæður að sögn Ágústs. „Raunar kom það mér á óvart hversu erfitt hlaupið var. Ég hafði séð marg- ar myndir frá þessum hlaupi en það er greinilegt að ljósmyndarar hætta sér ekki langt frá drykkjarstöðvum. Hlaupaleiðin var mjög grýtt og brött á köflum. Við vorum látin vita að hugsanlega gætum við rekist á birni og úlfa á leiðinni og hlupum með flautur til öryggis.“ Ágúst kláraði hlaupið á 38 og hálfri klukkustund og var nokkrum klukkustundum undir tímamörkum keppninnar. Stundar fjallahlaupin Ágúst, sem starfar sem prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands, hóf að hlaupa tæplega fertugur að aldri. „Ég hafði ekki stundað neina hreyf- ingu af viti fyrir þann tíma, var hálf- gerð fitubolla og reykti pípu. Á þess- um tímapunkti fann ég bara að ég þyrfti að gera eitthvað í mínum málum líkamlega og því reimaði ég á mig hlaupa skóna.“ Hann verður 62 ára síðar á árinu og segist hvergi hættur. „Þessi árin stunda ég frek- ar fjallahlaupin enda fara þau betur með hnén á mér. Í góðu veðri er hreinn unaður að hlaupa fjallahlaup hér á landi og í raun erfitt að lýsa því. Þar er maður sjaldnast að keppa við aðra heldur fyrst og fremst að reyna að sigra sjálfan sig.“ Markmiðið er að sigra sjálfan sig Ágúst Kvaran var tæplega fertugur þegar hann hóf að hlaupa. Um aldar- fjórðungi síðar hleypur hann á fjöllum og í ofurhlaupum erlendis. Undanfarin ár hefur hann tekið þátt í eyðimerkurhlaupi í Sahara-eyðimörkinni og fjallahlaupi í norðurhluta Grikklands. Hann er hvergi nærri hættur. Ágúst Kvaran, til vinstri, í Sahara-eyðimörkinni þar sem hann hljóp árið 2009. MYND/EINKASAFNI Hlaupið í Sahara-eyðimörkinni. Hitinn fór stundum í 40 gráður. MYND/EINKASAFNI Ágúst ásamt eiginkonu sinni, Ólöfu Þor- steinsdóttur. MYND/EINKASAFNI Styrktarhlaup líffæraþega fer fram í Fossvogsdalnum þriðjudag- inn 20. maí og hefst klukkan 19. Allur ágóði af hlaupinu rennur í ferðasjóð nokkurra íslenskra líffæraþega sem stefna á að taka þátt í heimsleikum líffæraþega í Argentínu haustið 2015. Sams konar hlaup var haldið í fyrsta sinn í fyrra og tókst svo vel til að það var valið „Besta götuhlaupið 2013“ á hlaup.is. Forsprakkinn í fyrra var hjartaþeginn Kjartan Birgisson en þá var safnað fyrir keppendur sem hugðust taka þátt í heimsleikum líffæraþega í Durban í Suð- ur-Afríku sama ár. Í hlaupinu í ár verður hlaupin sama leið og í Fossvogshlaupi Víkings. Ræst verður við Víkina, Traðarlandi 1. Boðið verður upp á 5 og 10 kílómetra hlaup. 5 kílómetra hlaupið er einn hringur um dalinn en 10 kílómetra hlaupið tveir. Vegalengdirnar eru mældar og viðurkenndar af Frjálsíþróttasambandi Íslands. Að hlaupinu standa Hjartaheill og heilsutorg.is, en þar fer skráning í hlaupið jafnframt fram. Þeir sem vilja skrá sig á staðn- um geta gert það frá 17.30 til 18.45 þann 20. maí en keppnisnúmer verða afhent á sama stað frá klukkan 17.30. Þátttökugjald er 2.000 krónur fyrir 22 ára og eldri en 1.000 krón- ur fyrir 21 árs og yngri. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í kven- og karlaflokki í báðum vegalengdum. Þá verður fjöldi út- dráttarverðlauna í boði. Að hlaupi loknu verður boðið upp á hressingu. Allur ágóði af hlaupinu rennur til ferðalanganna sem taka þátt í heimsleikunum árið 2015. Nánari upplýsingar er að finna á hlaup.is og helsutorg.is. Besta götuhlaupið í fyrra endurtekið Allur ágóði rennur til ferðalanganna sem taka þátt í heimsleikunum árið 2015. 100% lífrænt Eitt skot = 1 líter af rauðrófusafa eða 6 rauðrófur. 1 skot 30 mín. fyrir æfingar blandað í 150 ml af vatni. Endist 6 tíma í líkamanum. Bætt blóðflæði 30 mín. eftir inntöku. BEETELITE örvar Nitric Oxide framleiðslu strax. Bættir árangur íþróttafólks allt að 16-20% Betra blóðflæði, 30% æðaútvíkkun, 30% meiri súrefnisupptaka, réttur blóðsykur, aukin fitubrennsla, 20% meira þrek orka og úthald, hraðar bata eftir æfingar. Meira úthald Eitt skot = 6 rauðrófuritt t r r f r WE BEET THE COMPETITION I I U m b o ð : w w w .v it ex .is Fæst í apótekum, heilsubúðum og World Class. Til í tveimur bragðtegundum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.