Fréttablaðið - 13.05.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.05.2014, Blaðsíða 38
13. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 22 Leikaraparið Emily Blunt og John Krasinski eru búin að kaupa sér glæsihýsi í Hollywood-hæð- um í Los Angeles ef marka má ABC News. Eyddu þau 2,75 millj- ónum Bandaríkjadala í slotið, rúmlega þrjú hundruð milljónum króna. Húsið er búið fjórum svefnher- bergjum og fjórum baðherbergj- um og því fylgja stór sundlaug og garður. Í húsinu er einnig góð les- stofa og útsýni yfir Hollywood- hæðir. Emily og John byrjuðu saman í nóvember árið 2008, trúlofuðu sig í ágúst 2009 og gengu í það heil- aga í júlí árið 2010 á Ítalíu. Þau eignuðust sitt fyrsta barn, dótt- urina Hazel, í febrúar á þessu ári. - lkg PARADÍS Ekki slæmur garður. Gyllinæðarkrem og fylgjuhylki Til eru óteljandi leiðir til að hugsa vel um sjálfan sig, hvort sem það eru fegrunar- vörur, hreyfi ng eða matvæli. Stjörnurnar í Hollywood reyna eins og þær geta að viðhalda unglegu útliti sínu en sum fegrunarráðin eru afar óvenjuleg. ÓDÝRT OG SVÍNVIRKAR Leikkonan Julia Roberts fer ódýra leið til að sporna gegn öldrunarmerkjum á höndum sínum. Hún lætur hendurnar liggja í bleyti í ólífuolíu í tíu mínútur reglulega til að viðhalda raka í nöglum og naglaböndum. EKKERT SJAMPÓ, TAKK Ástralska leikkonan Nicole Kidman er með afar fallegt, rautt hár og hugsar mjög vel um lokkana sína. Hún þvær þá reglulega upp úr trönuberja- safa til að halda þeim nærðum og fögrum. RASSAKREM GEGN HRUKKUM Leikkonan Sandra Bullock fer ótroðnar slóðir og notar gyllinæðarkrem sem augnkrem. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að það væri samþykkt í fegurðarbransanum að setja gyllinæðarkrem á andlitið en rassakrem hjálpar í bar- áttunni gegn hrukkunum í kringum augun,“ segir leikkonan. www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Grandi | LAMBALÆRI ISLANDSKRYDDAÐ KÍLÓVERÐ VERÐ ÁÐUR 1.794,- 1.399,- ÞURRKAÐI FYLGJUNA Þegar leikkonan January Jones fæddi son sinn, Xander Dane Jones, í september árið 2011 sá hún til þess að fylgjan færi ekki til spillis. Hún tók ráðum dúlu sinnar og lét þurrka fylgjuna og gera úr henni hylki sem hún tekur inn. Þessi hylki eiga að minnka líkur á fæðingar- þunglyndi og eru stútfull af vítamínum. Keyptu þrjú hundruð milljóna glæsihýsi Leikaraparið John Krasinski og Emily Blunt hreiðra um sig í Hollywood-hæðum í Los Angeles. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY VEL STÆÐ Emily og John hafa þénað vel í leiklistinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY STÓR SUNDLAUG Hér er hægt að sóla sig. ENGINN ER EYLAND Í eldhúsinu er eyja sem auðveldar matseldina. HUGGULEGT Gott að halda kósíkvöld í þessari stofu. FRÁBÆRT ÚTSÝNI Útgengt er á svalir úr svefnherberginu. HREINSA MUNNINN MEÐ OLÍU Leikkonurnar Gwyneth Paltrow og Shailene Woodley fara svipaðar leiðir til að halda tönnunum sínum hvítum og hraustlegum. Þær notast við aðferð sem á ensku er kölluð „oil pulling“ sem felur í sér að skola munninn með sesam- eða kókoshnetuolíu í tuttugu mínútur á tómum maga. Þessi aðferð á að útrýma öllum eiturefnum í munn- inum og þannig allri andremmu og tryggja að tennurnar haldist hvítar. LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.